Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2014

Tíuþúsund trjáplöntur í Borgarnesi

Með Skógargöngur

10BekkGsBorgarnesGrunnskólanemar í Borgarnesi gróðursettu í dag tíuþúsundustu trjáplöntuna í skógareit sem skólanum þar hefur verið úthlutað í verkefni á vegum Yrkjusjóðsins. Nemendur og skólinn í Borgarnesi hafa tekið þátt í Yrkjuverkefninu frá upphafi eða frá árinu 1992. Á landsvísu hafa alls 165 þúsund nemendur gróðursett liðlega 711 þúsund trjáplöntur á tæplega 25 árum.

Undanfarin ár hafa að jafnaði um eitt hundrað grunnskólar víðsvegar á landinu tekið þátt og allt að níuþúsund grunnskólanemar á hverju ári. Við gróðursetninguna var auk nemenda viðstaddur formaður Yrkjusjóðsins, Sigurður Pálsson skáld, ásamt forsvarsmönnum skólans og sóknarprestinum á Borg.   

Jólatrjáaræktun – fræðsludagur

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðsludegi um jólatrjáaræktun undir leiðsögn Else Möller, skógfræðings og sérfræðings í jólatrjáaræktun, mánudaginn 19. maí kl. 9:30-16:30. Fundurinn er haldinn hjá Skógræktarfélagi Íslands, Þórunnartúni 6.

Fyrir hádegi verður meðal annars fjallað um tegundanotkun, ræktunaraðferðir, áburðarnotkun og meðhöndlun trjáa í ræktunartímanum.

Eftir hádegi verður farið upp í Brynjudal í Hvalfirði þar sem verklegir þættir eins og formklipping, topplögun, stofnklipping og fl. verður sýnt. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa ýmsa verkþætti og kynna sér verkfæri og annað sem er notað við formun trjáa.

Skráning hjá: skog@skog.is

Nánari upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Íslands í síma: 551-8150 eða hjá Else: 867-0527

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga 70 ára

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í dag er góður dagur í Húnaþingi. Rigning í gærkvöldi og nótt með ágætis hita. Sólin byrjuð að verma jörðina og þá sem lifa á henni. Í dag er hátíðisdagur hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og víða flaggað fyrir félaginu sem er 70 ára.
Það er vorhugur í félaginu, því 70 ár er ekki langur tími í skógrækt og margur akurinn óplægður í þeim efnum á okkar svæði.

Gunnfríðarstaðaskógur er á Bakásum í Húnavatshreppi og er í eign félagsins. Þar hefur verið stunduð skógrækt yfir 50 ár. Á næstu bæjum er stunduð skógrækt sem er undir Norðurlandsskógaverkefnið að mestu. Hægt er að stunda skógrækt á þessu svæði og víðar í sýslunni.

Félagið vill óska Austur-Húnvetningum til hamingju með þann árangur sem náðst hefur í trjá- og skógrækt á síðustu áratugum. Jafnframt hvetur félagið til aukinnar skógræktar sem fer vel með mörgum búgreinum og styður við tekjuöflun á landareigninni, auk þess að auka verðgildi landsins.

Skógræktarkveðja,
Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags A-Húnvetninga.

afm-skhun

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 13. maí kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna.

Á fundinum mun Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi um Yndisgróður, garðagróður framtíðarinnar.

Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, fræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir og verður heitt kaffi á könnunni.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 12. maí 2014 kl. 20:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Dagskrá
1) Hefðbundin aðalfundarstörf.
2) Tillaga að lagabreytingu.
3) Sumarstarfið. Ráðstöfun styrks frá Landgræðslusjóði og styrkjum frá fyrirtækjum sem safnað var í mars.
4) Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 á Akranesi. Umræður um undirbúning fundarins.
5) Önnur mál.

Kaffiveitingar

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarfélags Akraness: https://www.skog.is/akranes/

Fræðslufundur: Birkikynbætur

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Garðyrkjufélag Íslands standa sameiginlega fyrir fræðslufundi í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi (Sæunnargötu 2a) mánudagskvöldið 12. maí kl. 20:00 um birkikynbætur.

Góður árangur af ræktun yrkisins ‘Emblu‘ hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki ‘Kofoed‘ er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu. Kynbótastarfið beinist að verulegu leiti að því að skapa yrki af íslenskri ilmbjörk með háu hlutfalli af kröftugum beinstofna og hvítstofna trjám sem klæða sig vel.

Auk áframhaldandi þróunar Emblu-yrkisins er unnið að kynbótum þar sem norrænt birki er notað til að fá breytt og bætt vaxtarlag og er nýtt yrki, ‘Kofoed‘, árangur þess. Það er nefnt eftir fyrsta skógræktarstjóra Íslands Agner Fransico Kofoed-Hansen sem var frumkvöðull í verndun og nýtingu íslenska birkisins.

Stutt er í að ræktendum bjóðist yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré.

Líka verður gerð grein fyrir mjög áhugaverðum möguleikum sem felast í tilraunum og ræktun nýrra birkitegunda sem eiga uppruna sinn í Asíu.

Kaffigjald er krónur 500.

Allir velkomnir.

Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Efnið er spennandi fyrir garðyrkju- og skógræktarfólk og ekki síður sumarbústaðeigendur.

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsnæði félagsins í Kjarnaskógi sunnudaginn 11. maí og hefst hann klukkan 14:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður ræktunarstöð Sólskóga í Kjarnaskógi skoðuð undir leiðsögn Katrínar Ásgrímsdóttur.

Vonumst við til að sjá sem flesta félagsmenn og nýjir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

 

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fræðslufundur: Beinvaxið hvítstofna birki með blöð sem minna á rauðar jólakúlur?

Með Fræðsla

Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Árnesinga standa sameiginlega fyrir fræðslufundi i Þingborg fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20:00 um þær birkikynbætur sem farið hafa fram á síðustu árum.

Góður árangur af ræktun yrkisins ‘Emblu‘ hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki ‘Kofoed‘ er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu. Kynbótastarfið beinist að verulegu leiti að því að skapa yrki af íslenskri ilmbjörk með háu hlutfalli af kröftugum beinstofna og hvítstofna trjám sem klæða sig vel.
Auk áframhaldandi þróunar Emblu-yrkisins er unnið að kynbótum þar sem norrænt birki er notað til að fá breytt og bætt vaxtarlag og er nýtt yrki, ‘Kofoed‘, árangur þess. Það er nefnt eftir fyrsta skógræktarstjóra Íslands, Agner Fransico Kofoed-Hansen, sem var frumkvöðull í verndun og nýtingu íslenska birkisins.

Stutt er í að ræktendum bjóðist yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré. Líka verður gerð grein fyrir mjög áhugaverðum möguleikum sem felast í tilraunum og ræktun nýrra birkitegunda sem eiga uppruna sinn í Asíu.

Kaffigjald er krónur 500.

Allir velkomnir.