Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2010

Gleðilegt nýtt ár!

Með Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs á alþjóðaári skóga 2011!

Þökkum skógræktarfélögum um land allt – og öðrum vinum, samstarfs- og styrktaraðilum – fyrir ánægjulega samvinnu á liðnu ári.

gledilegtnyttar

Gleðileg jól!

Með Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol

Opnunartímar hjá Skógræktarfélagi Íslands yfir jólin

Með Ýmislegt

Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands verður lokuð eftir hádegi á Þorláksmessu, 23. desember.  Viðvera starfsmanna á skrifstofunni verður stopul á milli jóla og nýárs, þannig að mælt er með því að fólk hringi á undan sér í síma 551-8150.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Opinn jólaskógur í Garðabæ

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 18. desember var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og komið að því að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var í jólaskóginn, þar sem stórfjölskyldur komu og nutu saman útiveru og völdu sér jólatré.

Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Svo var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.

Skógræktarfélagið er mjög ánægt með hve þetta tókst vel og samstarfið við Rotaryklúbbinn.

Skógræktarfélag Garðabæjar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla.

smalaholt1

smalaholt2

(Myndir: Erla Bil Bjarnardóttir)

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Ýmislegt

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal og sáu veðurguðirnir um að það var smá hvítur litur á jörðinni þessa síðustu helgi.  Fengu gestir góðan göngutúr um skóginn í leit að rétta trén og yljandi kakó-sopa að leit lokinni. Einnig sást til nokkurra rauðklæddra og hvítskeggjaðra manna á ferð í skóginum…

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári, á ári alþjóðlegur ári skóga!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá „vertíð“ þessa árs í Brynjudal.

brynjulok-1
Búin að finna rétta tréð (Mynd: RF).

brynjulok-2
Börnin fá hollar og góðar mandarínur frá þessum jólasvein (Mynd: RF).

brynjulok-3
Jólatrénu pakkað í net (Mynd: RF).

brynjulok-4
Það er alltaf gaman að syngja og dansa með jólasveinunum (Mynd: RF).

brynjulok-5
Varðeldurinn er alltaf vinsæll (Mynd: RF).

brynjulok-6
Jólasveinninn heldur heim á leið (Mynd: RF).

Tillaga að breytingu á náttúruverndarlögum: Hvað með skógrækt?

Með Ýmislegt

Á vefsíðu umhverfisráðuneytisins eru nú kynntar tillögur nefndar að breytingum á náttúruverndarlögum (sjá hér). Jafnframt er öllum boðið að senda inn athugasemdir við tillögurnar til ráðuneytisins fyrir 7 janúar n.k. Í þessum tillögum eru atriði sem haft geta veruleg áhrif á skógrækt, landgræðslu og landbúnað – sjá heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).

Er allt skógræktarfólk hvatt til að lesa yfir drögin og senda inn sínar athugasemdir.

Jólatrjáasala hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í KAUPTÚNI 3 Í GARÐABÆ (gegnt IKEA)
Einnig tröpputré og eldiviður. Opið alla daga til jóla, virka daga frá klukkan 15 til 21 og um helgar frá 10 til 21. 

JÓLASKÓGURINN Í HEIÐMÖRK
Höggðu þitt eigið jólatré. Einnig tröpputré, eldiviður og hangandi jólatré á kostakjörum.
Jólasveinn á svæðinu, frítt kakó og piparkökur
OPIÐ ALLA HELGINA FRÁ KL. 11-16

JÓLAMARKAÐURINN E LLIÐAVATNI HEIÐMÖRK
Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum Elliðavatni. Hönnuðir og handverksfólk selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré.
OPIÐ UM HELGINA FRÁ KLUKKAN 11 TIL 17.

Nánari upplýsingar í síma 564 1770 og á (pdf).

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni – síðustu forvöð

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni heldur áfram og fer nú í hönd fjórða helgin. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemningu sem þar ríkir.

Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann,  tónlistafólk kemur fram með reglulegu  millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin um miðjan daginn og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur. Að þessu sinni mæta líka nokkrir björgunarhundar með Rústabjörgunarsveit frá Landsbjörgu. Á Hlaðinu verður síðan  Möndluristir og býður upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

 Vegna mikillar umferðar um síðustu helgi verður nú sérstök umferðarstýring á svæðinu til að létta gestum aðkomuna.  Opið klukkan 11-17 og allir velkomnir!

Hinn hefðbundni Jólaskógur í Hjalladal Heiðmörk  verður  síðan opinn meðan birtur nýtur,  bæði laugardag og sunnudag. Ætlaður þeim sem vilja saga sín tré sjálfir. Jólasveinar, kakó og piparkökur handa öllum.

Þá hefur Skógræktarfélagið opnað nýja Jólatrjáasölu í Kauptúni Garðabæ þar sem er opið til klukkan 21 á hverju kvöldi fram að jólum.  Stór og björt húsakynni þar sem í boði eru úrvals, nýhöggvin  íslensk jólatré.

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna síðustu helgi fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Þó nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré núna síðustu helgina fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu nú helgina fyrir jól. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (sjá hér).

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgina 18.-19. desember, kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum og Fjósum sunnudaginn 19. desember, kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 18.-19. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi og Reykholti, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, helgina 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgina 18.-19. desember, kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Garðabæjar
Smalaholti, laugardaginn 18. desember, kl. 12-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) helgina 18.-19. desember, kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg helgina 18.-19. desember, kl. 10-16. Einnig opið á virkum dögum 12-16. desember. 

Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember, kl. 12-15.
 
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Helgina 18.-19. desember á Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni, kl. 11-17 og í Hjalladal í Heiðmörk kl. 11-16. Einnig í Kauptúni 3 í Garðabæ alla daga fram að jólum, klukkan 15-21 virka daga og 10-21 um helgar.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði helgina 18.-19 desember, kl. 10-16.