Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2016

Fagráðstefna skógræktar 2016

Með Fundir og ráðstefnur

Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin í Félagsheimilinu Patreksfirði dagana 16.-17. mars 2016. Þrír meginkaflar eða umfjöllunarefni verða fyrirferðarmest í alls níu erindum fyrri dag ráðstefnunnar; 1) Yfirvofandi loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, 2) Hvernig efni er að koma úr íslenskum skógum og hver verða hugsanleg framtíðarnot, og 3) Tækni og notkun landupplýsinga. Auk þess verða fjórtán önnur erindi um ýmis mál úr öllum skógarhornum.

Hvar, hvernig, hvað kostar?
Ráðstefnan fer fram í félagsheimilinu á Patreksfirði í um 200 m göngufjarlægð frá hótelinu.

Skráning á ráðstefnuna:
Skráning á netfanginu skjolskogar@skjolskogar.is eða í símum 459-8201/893-1065. Við skráningu munu Skjólskógar sjá um að bóka gistingu á Fosshótel Vestfirðir Patreksfirði og því þyrfti að fylgja ósk um eins eða tveggja manna herbergi og einnig hverjum þeim hugnast að deila herbergi með. Ef gistirými þrýtur á hótelinu þá höldum við áfram að bóka á önnur gistiheimili á staðnum.

Kostnaður:
Ráðstefnugjald 6.000 kr. Nemendur LbhÍ þurfa ekki að greiða ráðstefnugjald.

Gisting og matur:
Fosshótel Vestfirðir: Gisting pr. herbergi (eins eða tveggja) með morgunmat 11.400 kr. pr. sólahring. (= 5.700 kr. á manninn ef tveir í herbergi)
Matur pr. mann á ráðstefnutímanum (kvöldhressing þann 15. mars, 2 x hádegisverður, 2 x kaffi og
með því + kaffi á ráðstefnutíma) 7.280 kr.
Hátíðarkvöldverður 7.200 kr.

Dagskrá fagráðstefnu 2016:
15. mars

Vesturferð Rúta, einkabílar eða flug
19:00-20:00 Kvöldhressing á Fosshótel
20:00 Fundahöld: Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands og eðalfundur Óskóg.

 

16. mars

09:00-09:05 Setning  Sæmundur Þorvaldsson, Skjólskógar á Vestfjörðum
09:05-09:15 Ávarp  Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
09:15-09:50 Leiðin frá París – Þáttur skógræktar í loftslagsmálum Hugi Ólafsson, Umhverfis- og
auðlindaráðuneyti
09:50-10:20 Skógarvistkerfi og loftslagsbreytingar Bjarki Þór Kjartansson, Skógrækt ríkisins Mógilsá
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:00 Hvað getur íslensk skógrækt gert til að draga úr nettó-losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi? Arnór Snorrason, Skógrækt ríkisins Mógilsá
11:00-11:20 Innihald og ferli landshlutaáætlana Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
11:20-11:40 Samtenging og notkun landupplýsinga Eydís Líndal Finnbogadóttir, Landmælingar Íslands
11:40-12:00 LUK verkfæri skógfræðingsins Björn Traustason, Skógrækt ríkisins Mógilsá
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:20 Þéttleiki og ending íslensks trjáviðar Sævar Hreiðarsson, Skógræktarfélag Reykjavíkur
13:20-13:40 Er íslenskur viður byggingarefni? Ívar Örn Þrastarson skógfræðingur / húsasmíðameistari
13:40-14:10 (Viður í byggingar framtíðar) 
14:10-14:40 Frá skógi til fóðurs Birgir Örn Smárason, Matvælastofnun
14:20-14:50 Toppar og greinar út Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
14:50-15:05 Skógmælingar með flýgildum Lárus Heiðarsson, Skógrækt ríkisins Egilsstöðum
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-18:30 Skoðunarferð Tálknafjörður og víðar
19:30 -> Hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu


17. mars

09:00-09:30 Afforestation in Iceland, the use of Alaska tree seed material and why fish like forests Wade Wahrenbrock, Science Technical Forestry, Soldotna Alaska
09:30-10:00 Skjólbelti framtíðar Samson B. Harðarson, Landbúnaðarháskóli Íslands
09:40-10:00 Bíða nýir trjásjúkdómar eftir fari til landsins? Halldór Sverrisson, Skógrækt ríkisins Mógilsá
10:00-10:20 Kaffihlé
10:20-10:30 Gæða- og árangursmat í skógrækt Valgerður Jónsdóttir, Norðurlandsskógar
10:30-10:50 Gæði skógarplantna, prófanir í RGC borði Rakel Jónsdóttir, Norðurlandsskógar
11:00-11:20 Kynbætt fura Brynjar Skúlason, Skógrækt ríkisins Akureyri
11:20-11:40 Er ofuröspin fundin? Arnlín Óladóttir, Skjólskógar á Vestfjörðum
11:40-12:00 Langtímaáhrif alaskalúpínu og áburðargjafar á lifun og vöxt birkis Jóhanna Ólafsdóttir, Skógrækt ríkisins Mógilsá
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:20 From a deserted farm to a bountiful bread-basket Benjamin Dippo, Þingeyri (Agro-forestry Planner)
13:20-13:40 Framtíðarverkefni skógarbænda Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Vesturlandsskógar
13:40-15:00 Samantekt
15:00 Kynning á næstu fagráðstefnu – Ráðstefnuslit og brottfararkaffi

  

Að venju er gert ráð fyrir að Rit Mógilsár gefi út ráðstefnurit með efni frá Fagráðstefnu skógræktar.

Hvernig komast menn á Patreksfjörð?
Þangað liggja auðvitað allar leiðir…

Á eigin vegum:
Akstursleiðir: Reykjavík – Patreksfjöður er 400 km.
Akureyri – Patreksfjörður er 512 km (um Laxárdalsheiði).

Akstur og ferja:
Einnig má fara sjóveg yfir Breiðafjörð (http://saeferdir.is/FerjanBaldur/). Þessi ferðamáti sparar hvorki pening né tíma en er skemmtilegur.
Reykjavík-Stykkishólmur + Brjánslækur – Patreksfjörður: 172 + 56 = 228 km.
Akureyri-Stykkishólmur + Brjánslækur – Patreksfjörður: 363 + 56 = 419 km.

Flug:
Það er flugfélagið Ernir (http://ernir.is/aaetlunarflug) sem er með daglegar ferðir á flugvöllinn á Bíldudal, þaðan er flugrúta á Patreksfjörð, 30 km.

Á vegum Suðurlandsskóga:
Suðurlandsskógar standa fyrir rútuferð vestur á Patreksfjörð 15. mars og til baka 17. mars.
Lagt af stað 15. mars klukkan 12:00 frá Krónunni Selfossi
Frá Olís Rauðavatni klukkan 12:45
Frá Mógilsá klukkan 13:15
Frá Hyrnunni Borgarnesi klukkan 14:15
Til baka klukkan 15:15 fimmtudaginn 17. mars.
Fróðleikur, gamanmál, sögur, upplestur og söngur. Þetta allt ásamt góðu sæti í ÞÁ bíl kostar aðeins krónur 9. 000.- á farþega.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Hörpu Dís, harpadis@sudskogur.is, eða í síma s 899-9653.


Skipuleggjendur fagráðstefnu eru:
• Skjólskógar á Vestfjörðum: Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
• Skógrækt ríkisins: Pétur Halldórsson.
• Rannsóknarstöð skógræktar Mógilsá: Aðalsteinn Sigurgeirsson.
• Skógfræðingafélag Íslands: Bergsveinn Þórsson.
• Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson.
• Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson.

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna: Opið fyrir umsóknir

Með Ýmislegt

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfissjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru og er styrkjum úthlutað úr sjóðnum á tveggja ára fresti. Með því vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir getið notið gæða náttúrunnar um ókomin ár.

Hægt er að sækja um verkefni til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, í stígagerð og til uppgræðslu. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum.

Umsóknum skal skilað fyrir 10. apríl í tölvupósti á netfangið umhverfissjodur@fjallaleidsogumenn.is. Þeim gögnum sem ekki er unnt að skila rafrænt má skila bréfleiðis til Umhverfisjóðs ÍFLM, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík. Úthlutað er úr sjóðnum fyrir 10. maí.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna – https://www.fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-ur-umhvefissjodi-iflm/

Skógræktarfélag Reykjavíkur: Fræðslufundur um birki

Með Fræðsla

Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.
Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í íslenskri trjárækt. Ný verkefni sem byggja m.a. á aðflutningi og erfðaefni úr áður óreyndum tegundum frá Evrópu og Asíu gefa fyrirheit um spennandi árangur varðandi vaxtarþrótt, vaxtarlag og liti á berki og laufi.

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, hefur látið til sín taka á sviði plöntukynbóta á undanförnum áratugum. Hann hefur meðal annars til margra ára unnið að erfðafræði íslenska birkisins en þekktasta afurð kynbótastarfsins er birkiyrkið ‘Embla’ sem hefur skilað okkur einstaklega fallegu hvítstofna birki sem hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki, ‘Kofoed’, er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Meðal nýmæla er tilgáta um áhrif birkifrjós sem berst með loftstraumum til landsins og þátt blendingsþrótts í kynbótastarfinu.

Það verður spennandi að sjá og heyra hvað Þorsteinn hefur fram að færa í erindi sínu á miðvikudaginn en eins og ræktunarfólk þekkir þá leitar hann stöðugt á ný mið.

Aðgangseyrir er krónur 750.

Allir velkomnir!

skrvk mars

Skógrækt og umhverfi á Akranesi

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Akraness stendur fyrir almennum fundi í Grundaskóla mánudaginn 7. mars kl. 20.

Dagskrá:
1) Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur flytur erindi. Hvaða plöntum má bæta inn í skógræktarsvæðin? Berjarunnar, ávaxtatré og fleiri tegundir auk þeirra sem þar eru núna.

2) Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri fjallar um stöðu skógræktar í bænum.
3) Verkefni Skógræktarfélags Akraness á árinu.
4) Umræður og fyrirspurnir.

Unnendur skógræktar, útivistar og fagurs umhverfis á Akranesi og nágrenni eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Það er mikilvægt fyrir Skógræktarfélagið sem og bæjarfélagið að heyra raddir fólks sem hefur skoðanir á umhverfi sínu.

Allir hjartanlega velkomnir!

Garðyrkjuverðlaunin 2016 – tilnefningar óskast!

Með Ýmislegt

Garðyrkjuverðlaunin verða afhent í þrettánda sinn á sumardaginn fyrsta þann 21. apríl nk. við hátíðlega athöfn á opnu húsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Með verðlaunaveitingunni vill Landbúnaðarháskóli Íslands heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar. Sú hefð hefur skapast að afhenda verðlaun í þremur flokkum en fleiri en einn geta fengið verðlaun í hverjum flokki, það er í höndum dómnefndar í hvert skipti að ákveða það.

Dómnefndina skipa eftirtaldir starfsmenn skólans: Björgvin Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar og Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsfræðingur.

Það er metnaður skólans að sem flestir komi að því að velja þá aðila sem við viljum heiðra hverju sinni. Með þessu bréfi er óskað eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið skipta í þessa þrjá flokka. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á verðlaun skilið.

Verðlaunaflokkarnir eru eftirfarandi:

1) Heiðursverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir tilnefningum um einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans.

2) Verknámsstaður ársins => Hér er óskað eftir að tilnefndur verði verknámsstaður ársins 2015, staður sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi.

3) Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar => Hér er óskað eftir að tilnefndir verði aðilar sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut.

Tilnefningar þurfa að berast skólanum í síðasta lagi fimmtudaginn 7. apríl 2016 á netfangið bjorgvin (hjá) lbhi.is.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2016

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund fimmtudaginn 3. mars 2016 og hefst hann kl. 20:00. Fundurinn er haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf:
1.1. Kjör fundarstjóra
1.2. Skýrsla stjórnar 2015
1.3. Reikningar félagsins 2015
1.4. Ákvörðun um félagsgjöld 2016
1.5. Stjórnarkjör
2. Önnur mál
3. Kaffiveitingar í boði félagsins
4. Gestur fundarins er Bjarni Diðrik Sigurðsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, erindið hans verður um Skógrækt og náttúruskóga í Chile.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar
www.skoggb.is

skgbr adalf

Bjarni Diðrik Sigurðsson fjallar um náttúruskóga Chile á fundinum (Mynd: Bjarni Diðrik Sigurðsson).