Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2021

Málþing: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Með Fréttir

Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 29. október kl. 13.30–15.30 undir yfirskriftinni: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins sem haldið er á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature (https://faithfornature.org/)

Dagskrá:
Halldór Reynisson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Þjóðkirkjunni, setur ráðstefnuna og ræðir um Loftlagsmál, börnin og framtíðina

Erindi:
• Halldór Þorgeirsson, fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá‘ía á Íslandi: Trú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
• Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni: Kynning á nýjustu skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar.
• Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild H.Í: Nánar um IPCC skýrsluna: Hörfun jökla og hækkun sjávarstöðu eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Örinnlegg:
• Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
• Hjördís Jónsdóttir, stofnandi Skógræktarfélagsins Ungviður.
• Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
• Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi frá Ungum umhverfissinnum.
• Axel Árnason Njarðvík í umhverfishópi þjóðkirkjunnar.
• Áróra Árnadóttir, nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
• Gunnar Hersveinn, athafnastjóri hjá Siðmennt.

Málþingsstjóri: Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild við Háskóla Íslands.

Málþinginu verður streymt og má finna það á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=aUstYiAHmJg

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins: Kvöldganga

Með Fréttir

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 2. nóvember  kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Magnús Gunnarsson ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665-8910.