Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2011

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl.: 20:00.

Dagskrá:   
1.     Venjuleg aðalfundarstörf.
2.  Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni.
3.  Myndasýning: „Fuglar í skóginum“ í umsjón  Hrafns Óskarssonar
4.  Önnur mál.

Kaffi í boði félagsins.

Allir velkomnir.

Stjórnin.

skrang-fundur1

skrang-fundur2

 

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands: Tálgunarnámskeið- ferskar viðarnytjar

Með Fræðsla

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum  og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. 
 
Á námskeiðinu:
–  lærir þú öruggu hnífsbrögðin sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi,
–  kynnist þú ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum,
–  þú lærir að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað „garðaúrgangur“,
–  þú lærir að grisja tré og hvar má finna efni í einstök tálguverkefni,
–  þú lærir að umgangast og hirða bitáhöld í ferskum viðarnytjum, hnífa, klippur, exi og sagir,
–  þú lærir að fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á,
–  þú lærir að lesa í skógarefnið út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna,
–  þú lærir að skefta, búa til sleif, fugl, bolla, snaga eða það sem hugur þinn og geta leyfa,
 
Kennari er Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar  ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Námskeiðið er haldið föstudaginn 29. apríl, kl. 16-19 og laugardaginn 30. apríl, kl. 9-16. Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskólans (hér).

Landbúnaðarháskóli Íslands: Opið hús hjá garðyrkjubrautum

Með Ýmislegt

Næstkomandi laugardag, þann 16. apríl, verður opið hús hjá garðyrkjubrautum LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (gamla Garðyrkjuskóla ríkisins) frá kl. 10-18.  Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn (sjá neðar) og má með sanni segja að öll fjölskyldan geti fundið eitthvað við sitt hæfi.  Fyrir börnin verður boðið upp á andlitsmálun og þau geta fengið að fara á hestbak auk þess sem umhverfið í bananahúsinu er töfraveröld sem börnin kunna vel að meta.  Fyrir fullorðna fólkið má nefna fræðsluerindi um ræktun aldintrjáa kl. 13 og fræðslu um ræktun kryddjurta kl. 15:30.

Hátíðardagskrá
Fundarstjórn: Björgvin Örn Eggertsson
14:00 – 14:05 Setning Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Reykjum
14:05 – 14:25 Garðyrkjuverðlaun 2011 – Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir
14:25 – 14:30 Tónlistaratriði
14:30 – 14:50 Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar – Forseti Ísland Ólafur Ragnar Grímsson
14:50 – 14:55 Tónlistaratriði

Námið á Reykjum
Á Reykjum í Ölfusi starfar Starfs– og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans. Þar er boðið upp á garðyrkjutengt nám á fjórum brautum: blómaskreytinga-, garðplöntuframleiðslu-, skógar- og umhverfis- og skrúðgarðyrkjubraut. Einnig er boðið upp á fjölbreytt endurmenntunarnámskeið bæði fyrir fagfólk og almenning. Næst verða teknir nemendur á þessar brautir haustið 2012. Leitið upplýsinga á heimasíðu skólans
eða í síma 433 5000.

Endurmenntun
Kynnt verða endurmenntunarnámskeið á vegum Landbúnaðarháskólans. Í boði er fjöldi námskeiða (sjá einnig hér), hvort sem er fyrir fólk innan landbúnaðarins og áhugafólk. Komið og fáið allar upplýsingar um þau námskeið sem framundan eru.

Sala og kaffiveitingar
Í skólabyggingunni er markaðstorg þar sem seldar eru garðyrkjuafurðir. Allt eru þetta úrvals vörur frá íslenskum framleiðendum. Í mötuneyti skólans er boðið upp á kaffi og heimabakað meðlæti. Kaffiveitingarnar á Reykjum eru fastur liður í sumarkomunni hjá mörgum.

Kynningar – skemmtun – fræðsla
Í garðskála er að finna kynningarbása frá ýmsum aðilum. Þar er hægt að kaupa ýmsar vörur og fræðast um margt. Nemendur í blómaskreytingum verða við vinnu og útbúa skreytingar. Stutt fræðsluerindi verða í kennslustofum og hægt verður að spyrjast fyrir um það sem heitast brennur á ræktendum. Í Bananahúsinu er hægt að skoða hitabeltisgróður og sjá bananana þroskast á trjánum. Í verknámshúsi skrúðgarðyrkjunnar eru fyrirtæki á garðyrkjusviðinu að kynna nýjungar fyrir sumarið. Þarna má t.d. sjá (kl. 13) kynningu á rósarækt undir LED lömpum í klefa 9 í tilraunagróðurhúsinu. Einnig verða kynntir nýir LED lampar. Sjá nánar hér. Pottaplöntusafn skólans verður til sýnis. Einnig er margt um að vera á útisvæðum skólans. Ýmis afþreying verður í boði fyrir börnin.

Annað skemmtilegt í Hveragerði á laugardaginn!
Kl. 10 Ljóðalestur við sundlaugina
Kl. 12 Páskaeggjaleit við sundlaugina
Hádegið: Tveir fyrir einn í hádegisverð á Heilsustofnun NLFÍ. Frítt í mat fyrir yngri en 12 ára. Frítt í sund í baðhúsi Heilsustofnunar NLFÍ.
Kl. 16 Leiðsögn um sýningar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21.

Stormföllnu lævirkjatré bjargað

Með Ýmislegt

Eitthvað er um að tré hafi brotnað eða oltið um koll í óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrradag, 10 apríl. Húsráðendur í húsi einu í Vogahverfinu höfðu samband við Skógræktarfélag Íslands og leituðu ráða vegna lerkitrés sem slitnað hafði upp frá rótum og vildu þau fyrir alla muni bjarga trénu. Starfsmaður Skógræktarfélagsins fór á staðinn og lagði á ráðin með eigendum trésins. Tréð er tvístofna frá rót og kann það að hafa valdið því að svo fór sem fór. Ákveðið var fjarlægja annan stofninn, grafa undan trénu og setja hrossaskítur í botninn, auk þess sem holan verður víkkuð og tréð togað í rétta stöðu og stagað niður.

stormfall1
Andri Páll Alfreðsson vill leggja sitt af mörkum til að bjarga lerkitrénu í garðinum (Mynd: EG).

stormfall2
Flatrótarkerfið hefur látið undan veðurofsanum enda taka tvístofna tré mikið veður á sig (Mynd: EG).

stormfall3
Helga Rún Pálsdóttir trjáeigandi og búningahönnuður og Einar Gunnarsson skógfræðingur vinna við fyrsta áfanga björgunaraðgerða (Mynd: Andri Páll Alfreðsson).

BREYTING: Opið hús skógræktarfélaganna: Nýting belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Breyting er á fyrirlestri frá fyrri auglýsingum. Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur mun flytja erindi um nýtingu belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs. Hér á landi má nota margar tegundir belgjurta til landbóta í skógrækt og draga með því úr áburðarnotkun, auk þess sem belgjurtirnar geta stuðlað að langvarandi og viðvarandi frjósemisaukningu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


oh-2

(Mynd: RF).

Opið hús skógræktarfélaganna – Þú leysir úr álögum sofandi fræ

Með Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2011 verður þriðjudagskvöldið 12. apríl og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“.  Það er vor í lofti, ilmur gróandans leikur að vitunum og skógarmenn undirbúa vorverkin. Í erindi sínu ætlar Kristinn meðal annars að  fjalla um það helsta sem snýr að fræsöfnun, geymslu fræja, sáningu, græðlingarækt og uppeldi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Viltu rækta ávaxtatré ?

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Dýrafjarðar stendur fyrir fræðsluerindi um ávaxtatré laugardaginn 7. maí.
Jón Guðmundson garðyrkjufræðingur á Akranesi flytur fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður.

Erindið verður haldið laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 16:00 ef næg þátttaka fæst

Aðgangseyrir: 2.000 kr. – í seðlum.

Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á netfangið: skjolskogar (hjá) skjolskogar.is.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Ráðstefna: Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra

Með Fundir og ráðstefnur

Tímamótaráðstefna tengd Alþjóðlegu ári skóga á Íslandi 2011

Ráðstefnan verður haldin á Radisson Blu Hótel Sögu fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 08:00 – 17:00. Ráðstefnan ber yfirskriftina Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra og er markmiðið að gera keðjuna frá framleiðenda til markaðar skilvirkari og skýrari.

Nánari upplýsingar og skráning á www.nmi.is.

radstefna-skogaraudlind