Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2018

Óskað eftir erindum og veggspjöldum á Fagráðstefnu skógræktar 2019

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Landnotkun og loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Erindi og veggspjöld óskast. Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast landnýtingu, loftslagsmálum, skógum, skógrækt eða skyldum málaflokkum og er skilafrestur er til 15. janúar 2019.

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarinnar: https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir/oskad-eftir-erindum-og-veggspjoldum-a-fagradstefnu

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með myndasýningu frá ferð skógræktarfélaga til Spánar nú í október, þar sem meðal annars var farið í þjóðgarð í Pýrenea-fjöllunum. Myndasýningin verður mánudaginn 26. nóvember í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20:00.

Allir eru velkomnir á myndakvöldið, þar sem boðið verður upp á tertu í tilefni 30 ára afmælis Skógræktarfélags Garðabæjar.

skgbr-myndakvold

Jólatré og skraut frá skógræktarfélögunum – fyrstu möguleikar!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Mörg skógræktarfélög selja jólatré og/eða skreytingaefni fyrir jólin. Fyrir þá sem vilja vera snemma á ferðinni í jólaundirbúningnum og huga snemma að jólatrénu eru nokkur félög sem eru með sölur núna í lok nóvember og byrjun desember. Sjá nánar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Siglufjarðar verður með jólatrjáasölu laugardaginn 24. nóvember í Skarðdalsskógi.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll virka daga í desember kl. 9-18.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum í Heiðmörk helgina 1-2. desember kl. 12-17.