Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2023

Tálgudagur fjölskyldunnar 27. maí

Með Fréttir

Handverkshúsið býður til tálgudags fjölskyldunnar 27. maí. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar sem féll frá allt of  snemma nú í janúar, var forsprakki þessa framtaks og er því haldið áfram til að heiðra minningu hans. Upplagt tækifæri til börnin að fá að prófa tálgun undir öruggri leiðsögn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu Handverkshússins – https://handverkshusid.is/talgudagur-fjolskyldunnar/

 

Betra Ísland – og grænna   

Með Fréttir

Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var m.a. fjallað um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Af því tilefni telur Skógræktarfélag Íslands nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri.

Rétt er að geta þess að sveitarfélög víðsvegar um land eru aðal samstarfsaðili skógræktarfélaga.

Ísland er ekki viði vaxið land. Það er talið eitt fátækasta land Evrópu af skógum. Rannsóknir hafa sýnt að miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 milljón plantna á ári á um 2.500 hektara lands, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands.

Ef dæmið gengur upp og fjármunir fást í tvöföldun þessarar ræktunar, þ.e.a.s. að gróðursettar verði um 12 milljón plöntur á ári sem muni þekja um 5000 ha árlega, þá verðum við í mesta lagi komin í um 1,19% skógarþekju um 2050.

Því miður er ástæða til að óttast að því markmiði verði ekki náð þar sem plöntuframleiðsla í landinu nægir ekki til framleiðslu 12 milljón platna á ári. En jafnvel þótt háleitustu markmið skógræktarfólks næðu fram að ganga yrði einungis búið að ganga á 2% tiltæks lands undir 400 m hæð með ræktuðum trjátegundum af erlendum uppruna árið 2050.

Þessi niðurstaða sýnir að upphrópanir andstæðinga skógræktar byggjast á fölskum forsendum, sem virðast til þess ætlaðar að villa fólki sýn og skapa úlfúð og hnýta í það fólk sem fæst við skógrækt – skógræktarfélög, skógarbændur, sveitarfélög og stofnanir sem fást við skógrækt af ýmsum toga til að bæta mannlíf og náttúru á Íslandi. Ísland þarfnast meira skóglendis, og að hlúð verði betur að þeim trjám sem fyrir eru í landinu. Áframhaldandi skógrækt er einnig ein forsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar um kolefnisbindingu andrúmsloftsins.

Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi ferðamenn.

Stjórn Skógræktarfélags Íslands 

Grænn og fagur skógur að Leyningshólum í Eyjafirði.

Open Forest: The Icelandic Forestry Association and Netto

Með News

The Icelandic Forestry Association and Nettó have now signed a cooperation agreement on the project Open Forest. The goal of the cooperation is to improve facilities and increase accessibility in forest areas near main roads and to provide education on biota, nature and history so that the public can use the forests for rest stops, recreation and health. The agreement will ensure the operation of the project through next year.

There are now seventeen Open forests, open for everyone and located throughout the country. All the forests have good recreation facilities and work will continue to develop and improve accessibility so that as many people as possible can enjoy the forests.

“This agreement is of great importance to us and will ensure the operation of the Open Forests project until next year,” stated Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association. “Now we will further promote the project and encourage the country’s people to get a taste of the forests, as it provides excellent facilities for visiting together and for outdoor recreation, as visiting the forest is known to improve health and happiness.”

“This project fits in well with our environmental policy at Nettó, but we always have the goal of minimizing the environmental impact of the operations as much as possible. The Icelandic Forestry Association an important pillar of nature and environmental protection in this country, so we are extremely pleased with this collaboration,” says Helga Dís Jakobsdóttir, marketing manager for Nettó. “We encourage anyone traveling through the country to stop by the Nettó forests throughout the country, take a walk or picnic break and enjoy the natural beauty of the trip around the country.”

Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association and Helga Dís Jakobsdóttir, marketing manager for Nettó, signing the cooperation agreement.

Opinn skógur: Skógræktarfélag Íslands og Nettó tryggja aðgengi að skógum landsins

Með Fréttir

Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa nú skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

Opnir skógar eru nú sautján talsins, öllum opnum og staðsettir víðs vegar um landið. Skógarnir eru allir með góða útivistaraðstöðu og verður unnið áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum.

„Þessi samningur skiptir okkur miklu máli og tryggir rekstur Opinna skóga fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. „Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samveru og útivistar enda er þekkt að skógarvist bætir heilsu og hamingju fólks.“

„Þetta verkefni fellur vel að umhverfisstefnu okkar hjá Nettó en við erum alltaf með það markmið að lágmarka umhverfisáhrifin af starfseminni eins og hægt er. Skógræktarfélagið er mikilvæg stoð í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og erum við því gríðarlega ánægð með þetta samstarf,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðsstjóri Nettó. „Við hvetjum alla sem eru að ferðast um landið að stoppa við í Nettó skógunum út um allt land, taka sér göngu eða nestispásu og njóta náttúrufegurðarinnar á ferðinni um landið.“

Nánar má lesa um Opna skóga hér á vefnum.

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Helga Dís Jakobsdóttir, markaðsstjóri Nettó undirrita samninginn.

 

Eyfirðingar Forestry Association 2023 General Meeting Resolution

Með News

The General Meeting of the Eyfirðingar Forestry Association, the oldest forestry association in Iceland, was held on Monday, May 8. The meeting passed the following resolution:

The General Meeting of the Eyfirðingar Forestry Association, held on May 8, 2023, expresses full confidence in the work of the Board and Director of the association with regards to activities in Vaðlareitur and potential contracts regarding the site. The meeting emphasises that public interest will be taken into account in terms of access to the association’s forests, now as in the past.

For more information, visit the company’s website: https://www.kjarnaskogur.is/post/alyktun-adalfundar-2023

Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Eyfirðinga 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, elsta starfandi skógræktarfélags á landinu, var haldinn mánudaginn 8. maí. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, haldinn þann 8. maí 2023, lýsir yfir fullu trausti á störfum stjórnar og framkvæmdastjóra hvað varðar framkvæmdir í Vaðlareit og hugsanlega samninga þar að lútandi. Fundurinn leggur áherslu á að hagsmunir almennings verði hafðir að leiðarljósi hvað varðar aðgengi að skógarreitum félagsins hér eftir sem hingað til.

Nánari upplýsingar á vef félagsins: https://www.kjarnaskogur.is/post/alyktun-adalfundar-2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi mánudaginn 8. maí og hefst hann klukkan 19:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst á fjarflutningi Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur lýðheilsufræðings hjá Eflu um mikilvægi náttúru í manngerðu samfélagi.

Sjá einnig Facebook síðu félagsins: https://fb.me/e/10R5ponHX