Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2019

The General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday

Með News

The 2019 General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday, August 30th and runs through Sunday. This year the meeting is held in Kópavogur and hosted by the Kópavogur Forestry Association, which celebrates it’s 50th anniversary this year.

The meeting starts on Friday morning. In addition to regular meeting activities the meeting will include lectures and field trips.

Further information on the meeting is on the Icelandic Forestry Associations website (here) and news from the meeting will be posted on the Icelandic Forestry Association’s Facebook– and Instagram pages.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hefst á föstudaginn

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2019 hefst á föstudaginn 30. ágúst og stendur fram á sunnudag. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Kópavogi og er Skógræktarfélag Kópavogs gestgjafi fundarins, en það fagnar 50 ára afmæli í ár.

Að venju hefst fundurinn kl. 9:30 á föstudeginum með afhendingu fundargagna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir, þar sem skógarreitir og gróðurlendur í Kópavogi verða skoðuð.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram-síðum félagsins.

Sérkjör fyrir félaga í skógræktarfélögum hjá Orkunni

Með Fréttir

Félagsmönnum skógræktarfélaga hafa nú um margra ára skeið boðist sérkjör hjá Orkunni, þar sem félagsmenn fá afslátt af eldsneyti og ýmissi vöru, auk þess sem ein króna af hverjum keyptum lítra rennur til Skógræktarfélags Íslands.

Nú hefur Orkan hækkað afslátt til félagsmanna og er hann nú 10 kr. á lítrann. Nánar má kynna sér sérkjörin á www.orkan.is/skograekt.