Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2012

Endurmenntun LbhÍ: Áhugaverð námskeið –húsgagnagerð úr skógarefni, að breyta sandi í skóg og fleira

Með Fræðsla

Nú í vor býður Endurmenntun LbhÍ upp á nokkur spennandi námskeið fyrir skógaráhugafólk. Má þar benda á  námskeið í húsgagnagerð úr skógarefni, tálgunarnámskeið og námskeið er heitir Að breyta sandi í skóg, auk þess sem nú í mars er ráðstefna um innflutning plantna – aðferðir og áhættu.

Nánar má lesa um þessi námskeið og fleiri á heimasíðu Endurmenntunar (hér).

Ljóða – og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs

Með Ýmislegt

Verðlaun voru veitt í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs í Norræna húsinu föstudaginn 17. febrúar.
 
Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012 ákvað sjóðurinn að efna til ljóða- og ritgerðasamkeppni meðal grunnskólabarna síðasta haust. Þema samkeppninnar var ,,Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Er það tilbrigði við meginstef Alþjóðlegs árs skóga ,,Þetta gerir skógurinn fyrir þig“.

Rúmlega 300 ljóð og rúmlega 80 ritgerðir bárust í keppnina, frá grunnskólabörnum um land allt. Verðlaun voru veitt fyrir ritgerð og ljóð í tveimur flokkum, fyrir miðstig (5.-7. bekk) og efsta stig (8.-10. bekk). Auk viðurkenningarskjals fengu verðlaunahafar 25.000 króna verðlaun til glaðnings sínum bekk.

Sigurður Pálsson, skáld og formaður Yrkjusjóðs, afhenti verðlaunin en hann sat í dómnefndinni ásamt Laufeyju Sigvaldadóttur kennara og Sölva Birni Sigurðssyni rithöfundi.

Verðlaunahafar eru:
Miðstig (5.-7. bekkur)
Ljóð : Áslaug Erla Haraldsdóttir, Grandaskóla
Ritgerð: Andrea Dís Steinarsdóttir, Klébergsskóla

Efsta stig (8.-10. bekkur)
Ljóð: Hafþór Gísli Hafþórsson, Norðlingaskóla
Ritgerð: Halldór Smári Arnarsson, Landakotsskóla

yrkjuverdlaun

Verðlaunahafar í Ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs. F.v. Halldór Smári Arnarsson, Áslaug Erla Haraldsdóttir og Hafþór Gísli Hafþórsson. Fjórði verðlaunahafinn, Andrea Dís Steinarsdóttir, var stödd erlendis (Mynd: RF).

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar, kl. 20:00 í stofu 101 Háskólatorgi, í Háskóla Íslands.

Dagskrá:   
1.  Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
2.  Reikningar
3.  Lagabreytingar
4.  Kosning stjórnar
5.  Kosning fulltrúa á aðalfund SÍ
6.  Önnur mál
-Kaffihlé-
7. Fræðsluerindi   
 -Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar – Mógilsá:  „Hverjir eiga  íslenska skóga?“    
-Jón Kristófer Arnarson, Landbúnaðarháskóla Íslands -Reykjum í Ölfusi: „Ber og ávextir í borgarlandi“

Fuglavernd: Fuglar og lúpína – dýralíf í uppgræddu landi

Með Ýmislegt

Brynja Davíðsdóttir gerði samanburðarrannsókn á þéttleika fugla og tegundasamsetningu á óuppgræddu og nýuppgræddu landi og í lúpínubreiðum sumarið 2011.Í ljós kom mikil aukning í dýralífi á uppgræddu landi miðað við óuppgrætt land, en einnig munur milli mólendis og lúpínubreiða bæði hvað varðar magn og samsetningu smádýrahópa og fuglategunda.

Brynja mun segja frá rannsókninni á fræðslufundi Fuglaverndar þriðjudaginn 14.febrúar n.k. en fundurinn verður í haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar klukkan 20:30.  Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið hússins. 

Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

fuglavernd-lupinufuglar

Mynd: Brynja Davíðsdóttir