Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2013

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Trjá- og rósasafnið í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Fimmtudagskvöldið 25. júlí stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um trjá- og rósasafnið í Höfðaskógi. Um 300 mismunandi tegundir, yrki og kvæmi trjágróðurs eru í trjásafninu og á annað hundrað rósayrki í rósasafninu. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 20:00.

Nánari upplýsingar má fá í síma félagsins: 555-6455.

Allir velkomnir.

sk hafn-juli

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluganga – Rétt við bæjardyrnar – gróður og jarðfræði

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðslugöngu þriðjudaginn 23. júlí og hefst gangan kl. 19:30. Lagt er upp frá bílastæði við Guðmundarlund. Gengið verður að Arnarbæli og þaðan um Vatnsendahlíð til baka í Guðmundarlund.

Frætt verður um margvísleg jarðfræðifyrirbrigði sem fyrir augu bera á leiðinni og skógræktarsögu svæðisins gerð skil. Leiðsögumenn eru Hreggviður Norðdahl og Bragi Michaelsson.

Allir velkomnir.


Leiðir að Guðmundarlundi má sjá á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).

Skrúður og Carlo Scarpa – hátíðardagskrá í Menningarmiðstöðinni Edinborg

Með Ýmislegt

Sunnudaginn 21. júlí n.k. verður boðið til hátíðardagskrár í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af því að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð, alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa. Fimm fulltrúar úr valnefnd og stjórn Menningarsjóðs Benetton, sem verðlaunin veita, heimsækja landið og mun taka þátt í dagskránni og fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa.

Dagskráin fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 21. júlí n.k. kl. 9:30-17:00.

Fyrir hádegi verður stutt kynning á sögu byggðar á Vestfjörðum og farið verður í gönguferð á sögustaði í miðbæ Ísafjarðar. Að loknu hádegisverðarhléi kl. 14:00 verða flutt erindi um arkitektinn Carlo Scarpa, sögu Skrúðs og sögu íslenskra garða, og sagt verður frá menningarsjóði Benetton og alþjóðlegu verðlaununum sem kennd eru við Carlo Scarpa.

Í lok dagskrár verður opnuð sýning sem gerð var um Skrúð og sett upp á Ítalíu við afhendingu verðlaunanna s.l. vor. Boðið verður upp á léttar veitingar og óformlegt spjall en dagskránni í Edinborgarhúsinu lýkur kl. 17:00.

Dagskrá í Menningarmiðstöðinni Edinborg

09:30  Ávarp – Brynjólfur Jónsson Framkvæmdasjóði Skrúðs 
Þróun vestfirskra byggða og bæja – kynning 
Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt 
10:00  Skoðunarferð um Ísafjörð í fylgd heimamanna 
12:00  Hádegshlé – (Hádegisverður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað fyrir þá sem þess óska) 
14:00 Ráðstefna um Skrúð, arkitektinn Carlo Scarpa og Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa 

Ávarp bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar Daníels Jakobssonar 
14:10  Erindi um Carlo Scarpa 

Domenico Luciani arkitekt og formaður Alþjóðaverðlauna Carlo Scarpa (Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino) 
14:50 Erindi um sögu íslenskra garða 
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt 
15:10  Erindi um Skrúð 
Samson B. Harðarson landslagsarkitekt, lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri 
15:30  Erindi um alþjóðlegu Carlo Scarpa verðlaunin og Menningarsjóð Benetton 

Patrizia Boschiero ritari Alþjóðaverðlauna Carlo Scarpa (Premio Internatzionale Carlo Scarpa per il Giardino) 
16:00  Léttar veitingar og óformlegt spjall 
17:00  Dagskránni í Edinborgarhúsinu lýkur

 skrudur
 

Ráðstefnur um trjágróður í borgum

Með Fundir og ráðstefnur

Fyrir þá sem hafa áhuga á borgarskógum og hlutverki trjágróðurs í borgarumhverfi eru ýmsar áhugaverðar ráðstefnur í boði á næstunni.

Nú í september er ráðstefna í Remscheid í Þýskalandi undir yfirskriftinni „Community Forestry Conference – New challenges for community forestry: Sharing scientific knowledge in a South-North perspective“. Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu hennar: http://www.community-forestry-remscheid.de/.

Dagana 2.-3. apríl 2014 er ráðstefna í Birmingham í Bretlandi undir yfirskriftinni „Trees, People and the Built Environment II – 2014 National Conference of the Institute of Chartered Foresters“, þar sem einblínt er á nýjustu rannsóknir tengdar trjágróðri í borgum og á að finna út hvar helstu eyður í þekkingu á því eru, upp á áframhaldandi rannsóknir. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.charteredforesters.org/icf-events/icf-national-conference/.

Dagana 3.-7. júní 2014 er komið að European Forum on Urban Forestry, sem að þessu sinni er haldið í Lausanna í Sviss. Þema ráðstefnunnar er: „Crossing Boundaries: Urban Forests – Green cities“. Nánari upplýsingar eru á: http://www.efuf2014.org.

Dagana 16.-18. júní 2014 er svo alþjóðleg ráðstefna um fjölbreytni borgartrjáa (International conference on Urban Tree Diversity) í Alnarp í Svíþjóð. Sjá nánar á: www.urbantreediversity.com.

Pödduganga í Kjarnaskógi

Með Skógargöngur

Laugardaginn 13. júlí næstkomandi mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur leiða pöddugöngu í Kjarnaskógi. Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl. 13:30 en Bjarni mun fræða þáttakendur um hvaða smádýr leynast í skógarbotninum auk þess sem hægt verður að skoða sum þeirra í víðsjá að göngu lokinni og þiggja léttar veitingar.

Allir velkomnir!

Fræðsluganga í Kópavogsdal

Með Skógargöngur

Vin í alfaraleið, gróður og saga

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu um Kópavogsdal þriðjudagskvöldið 9. júlí undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar.
Í ferðinni verður leitast við að kynna fólki þann gróður sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins.

Lagt verður í gönguna frá bílastæðinu við Digraneskirkju kl. 19:30.
Fræðslugöngunni lýkur um kl. 21:30.

Allir velkomnir

 

kpavogsdalur-skgarganga10072012-04

Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Fuglaskoðun á Elliðavatni

Með Skógargöngur

Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.
Allir velkomnir – munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

Mynd: Óðinshani veitist að jaðrakan –  ljósmyndari Sigurjón Einarsson.odinshani jadrakan1 sigurjon

Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Skilmannahrepps efnir til skógargöngu þriðjudaginn 2. júlí kl. 20. Lagt verður af stað frá
kaffiskúr félagsins í Furuhlíð undir Selhæð í landi Stóru-Fellsaxlar.
Til að komast að skógræktarsvæðinu frá höfuðborgarsvæðinu er best að beygja til hægri inn á Vesturlandsveg eftir að komið er upp úr Hvalfjarðargöngum. Ekið er framhjá afleggjara að Grundartanga og beygt til vinstri inn á Fellsendaveg.