Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2013

Ný Rit Mógilsár

Með Ýmislegt

Út eru komin tvö ný hefti af Riti Mógilsár. Í fyrra heftinu (hér) eru 16 greinar skrifaðar um efni fyrirlestra af Fagráðstefnu skógræktar 2012. Skipuleggjendur ráðstefnunnar voru Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktarfélag Íslands, Landssamtök skógareigenda og Skógfræðingafélag Íslands. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt en að venju voru einnig erindi almenn eðlis. Seinna heftið er eftir þá Arnór Snorrason og Björn Traustason. Ritið nefnist Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar (hér) og segir frá skógarúttekt sem gerð var á þremur skóglendum í eigu Landsvirkjunar. Þar var kolefnisbinding trjágróðurs í jarðvegi og sópi (sinu) áætluð, og út frá því var hægt að áætla heildarbindingu koldíoxíðs (CO2) í skóglendum Landsvirkjunar árið 2011.

Ritin er ókeypis á rafrænu formi á vef Skógræktarinnar (hér) en þeir sem vilja prentað eintak geta haft samband við ritstjórn (edda@skogur.is) og fá þá sent eintak á kostnaðarverði.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, fimmtudagskvöldið 21. mars næstkomandi kl. 20.00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Hlé
2. Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands flytur erindi í máli og myndum sem hann nefnir „Rósir í skjóli skóga – íslenskar og erlendar“.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi. Allir velkomnir!

Stjórnin

Andlát: Baldur Helgason

Með Ýmislegt

Baldur Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Skógræktarfélags Íslands, er látinn.
Baldur var kosinn í stjórn Skógræktarfélags Íslands árið 1986 og var gjaldkeri félagsins til 1996. Eftir að stjórnarsetu lauk var hann áfram skoðunarmaður reikninga félagsins fram til ársins 2000. Einnig lagði hann félaginu lið á ýmsa vegu og má þar helst til telja samningagerð vegna Landgræðsluskóga. Auk starfa sinna fyrir Skógræktarfélag Íslands var Baldur virkur meðlimur í Skógræktarfélagi Kópavogs, en þar var hann formaður í á annan áratug.

Skógræktarfélag Íslands sendir fjölskyldu og vinum Baldurs sínar innilegustu samúðarkveðjur, með þökk fyrir áratuga langt og gott samstarf.

Útför Baldurs verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. desember, kl. 13:00.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2013 verður haldinn þriðjudaginn 19. mars n.k. kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

Dagskrá:
• Gunnar Einarsson bæjarstjóri og fulltrúi Skógræktarfélagsins undirrita samstarfssamning Garðabæjar og Skógræktarfélagsins.
• Myndasýning frá liðnu starfsári félagsins
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Önnur mál
• Kaffiveitingar í boði félagsins
• Fræðsluerindi Kristins Þorsteinssonar garðyrkjufræðings um trjágróðurinn í garðinum.
Trjágróður skapar umgjörð sem hefur gífurleg áhrif á umhverfi okkar. Við val og ræktun trjágróðurs í garða þarf að hafa margt í huga. Kristinn fjallar einnig um notkun trjáa og runna í nánasta umhverfi okkar.

Allir velkomnir – Takið með ykkur gesti!

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs árið 2013 verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 20:00 í Gullsmára 13 , Kópavogi (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
2. Skýrslur nefnda . Fossárnefnd.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
4. Tillaga að félagsgjaldi
5. Lagabreytingar
6. Kosningar samkvæmt félagslögum
7. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins Gerð grein fyrir tillögum fræðslunefndar.
8. Önnur mál

Erindi:
Smári Smárason arkitekt flytur erindi um skipulag skógræktarsvæða í nágrenni Guðmundarlundar.
Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Með góðri kveðju,
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Boðað er til aðalfundar Skógræktarfélags Reykjavíkur 12. mars kl. 20. sem verður haldin í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 101, á fyrstu hæð (kjallari).

Dagskrá:
Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
Kosningar samkvæmt félagslögum.
Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
Önnur mál, sem fram eru borin.

Erindi:
Borgarskógar, framtíðarskipulag skógræktar í Reykjavík.
Fyrirlesarar: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Björn Traustason.

Landsýn: Vísindaþing landbúnaðarins

Með Fundir og ráðstefnur

Ráðstefnan Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.

LANDSÝN 2013 skiptist í fjórar málstofur auk veggspjaldakynningar:
A. Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst
B. Ástand og nýting afrétta
C. Fóður og fé
D. Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla

Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira er að finna síðu ráðstefnunnar (hér).

Skráningarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars.

Sérkjör fyrir félaga í skógræktarfélögum hjá Skeljungi og Orkunni

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Félagsmönnum skógræktarfélaga bjóðast nú sérkjör hjá Skeljungi og Orkunni. Félagsmenn fá afslátt af eldsneyti og af ýmissi vöru og þjónustu hjá samstarfsaðilum Orkunnar og Skeljungi, auk þess sem ein króna af hverjum lítra rennur til Skógræktarfélags Íslands, m.a. til uppbyggingar í Opnum skógum.

Bréf með nánari upplýsingum fylgir með félagsskírteinum ársins 2013.

orkan-skogfelog