Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2017

Jólatré og skraut frá skógræktarfélögunum – fyrstu möguleikar!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Mörg skógræktarfélög selja jólatré og/eða skreytingaefni fyrir jólin. Fyrir þá sem vilja vera snemma á ferðinni í jólaundirbúningnum og huga strax að jólatrénu eru nokkur félög sem eru með sölur núna í lok nóvember og byrjun desember. Sjá nánar á www.skog.is/jolatre

Skógræktarfélag Akraness verður með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 3. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með svokölluð tröpputré til sölu á Kósíkvöldi Hyrnutorgs í Borgarnesi 30. nóvember kl. 20-22.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll virka daga í desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum í Heiðmörk helgina 2.-3. desember kl. 12-17.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Fræðslufundur

Með Fræðsla

Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar hafa ferðast og fræðst um skóga á liðnu sumri og eru til í að deila með sér. Fræðslufundur með myndasýningu verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 í sal á efstu hæð hússins við Borgarbraut 65a, bak við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Dagskrá fundar

1.       Ferð Skógræktarfélags Íslands til Kanada (Alberta og Breska Kólumbía) – Ragnhildur Freysteinsdóttir

2.       Ferð skógfræðinga til Póllands – Friðrik Aspelund

3.       Ferð til Noregs (Elverum) – Óskar Guðmundsson