Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2020

Aðalfundur 2020

Með Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september 2020 og var það 85. aðalfundur félagsins. Fundurinn var haldinn í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Mosfellsbæ, með Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem gestgjafa, en vegna samkomutakmarkana vegna kórónaveiru var ákveðið að halda fundinn með öðrum hætti.. Voru eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar skv. 6 greina laga félagsins. Einnig var fulltrúum boðið upp á að fylgjast með fundinum í fjarfundi.

Fundurinn hófst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, þar sem hann fór yfir helstu atriði úr starfi félagsins á starfsárinu. Brynjólfur Jónsson kynnti reikninga félagsins og Þuríður Yngvadóttir, formaður Landgræðslusjóðs, flutti skýrslu sjóðsins. Reikningar og starfsskýrsla voru svo borin upp til samþykktar og voru hvoru tveggja samþykkt. Ein tillaga að ályktun var lögð fyrir fundinn, um lífrænar varnir í skógrækt og var hún samþykkt.

Því næst var haldið til kosninga. Jónatan Garðarsson var endurkjörinn formaður félagsins. Úr stjórn áttu að ganga Sigrún Stefánsdóttir og Laufey B. Hannesdóttir og gaf hvorug kost á sér áfram. Í þeirra stað voru kosnar inn Nanna Sjöfn Pétursdóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Varastjórn var endurkosin óbreytt og í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

 

Fundargögn:

Starfsskýrsla 2019-2020 (.pdf) 

Ársskýrsla og reikningar Landgræðslusjóðs (.pdf)

Ársreikningar sjóða

Kolviður (.pdf)
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu (.pdf)
Úlfljótsvatn sf. (.pdf)
Yrkjusjóður (.pdf)