Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2020

Skógræktarfélag Akraness – fræðslufundur: Útivistarskógar

Með Fréttir

Skógræktarfélag Akraness stendur fyrir almennum fundi um útivistarskóga og svæði Skógræktarfélags Akraness í Grundaskóla mánudaginn 2. mars kl. 20.

Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands fjallar um útivistarskóga á Íslandi. Meðal annars verður fjallað um svæði Skógræktarfélags Akraness en Jón Ásgeir hefur tvö undanfarin ár komið með sjálfboðaliðum og unnið með okkur í skógræktinni.

Á hvað leggjum við áherslu á svæðum okkar? Hvað getum við gert betur?

Fundurinn er öllum opinn og áhugafólk um útivist og skógrækt er hvatt til að mæta og kynna sér svæði okkar og starf og taka þátt í umræðum.

Nánari upplýsingar má fá í síma 861 1404 (Katrín) og 899 7328 (Bjarni), á heimasíðu félagsins: https://www.skogak.com/ og á Facebook: https://www.facebook.com/groups/326273417742172/

Stjórn Skógræktarfélags Akraness