Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2015

Skógarganga í Guðmundarlundi

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfisvið Kópavogsbæjar verða með skógargöngu í Guðmundarlundi mánudaginn 27. apríl kl 17:00.

Farin verður gönguferð um Guðmundarlund og sagt frá því helsta sem er á döfinni í Guðmundarlundi og hjá Skógræktarfélaginu.

Mæting er á bílastæði við Guðmundarlund. Leiðsögumenn verða Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélagsins.

Skógræktarfélagið býður upp á grillaðar pylsur í lok gönguferðarinnar.


Skógræktarfélag Kópavogs og Umhverfissvið Kópavogsbæjar

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Markar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Icelandair Hótel Klaustri þriðjudaginn 5. maí kl. 16:00.

Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Fræðsluerindi:
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur flytur fróðlegt erindi um hvernig nýta má skóginn í ýmislegt áhugavert.

Allir áhugasamir velkomnir !

Skógræktarfélagið Mörk,
Kirkjubæjarklaustri.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn föstudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 17.00 í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, Reykjavík (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, heldur erindi við lok aðalfundar: Er skógrækt náttúruvernd?

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur

Sumardagurinn fyrsti hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum 2015

Með Ýmislegt

Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:00. Hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsinu. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmiss konar afþreying er í boði fyrir börnin, andlitsmálun, ratleikur og fleira óvænt og skemmtilegt

Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – www.lbhi.is.

Málþing um Hekluskóga – staða og framtíðarhorfur verkefnisins

Með Fundir og ráðstefnur

Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13 til 16:30. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.
Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra.
Þingið hefst kl. 13:00 í Frægarði í Gunnarsholti og lýkur kl. 16:30. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is, fyrir 15. apríl.

Dagskrá:
11:00 Gestir boðnir velkomnir í Gunnarsholt. Sveinn Runólfsson.
11:10 Endurheimt vistkerfa – hvers vegna, hver og hvernig? Björn H. Barkarson.
11:25 Hvað hefur gerst og við hverju má búast eftir gjóskugos? Friðþór S. Sigumundsson.
11:45 Uppgræðsla Landgræðslunnar á Hekluskógasvæðinu. Sveinn Runólfsson.
12:00 Súpa og brauð í Gunnarsholti.
12:45 Eyðing og útbreiðsla birkiskóga. Friðþór Sófus Sigurmundsson.
13:05 Hekluskógaverkefnið – saga, aðferðir, framkvæmdir, árangur og framtíð. Hreinn Óskarsson.
13:35 Kortlagning framkvæmda. Ívar Örn Þrastarson.
13:50 Reynslusaga landeiganda. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk II.
Rannsóknir á Hekluskógasvæðinu
14:05 Yfirlit yfir rannsóknir á Hekluskógasvæðinu. Ása Aradóttir og Guðmundur Halldórsson.
14:25 Birkiskógarnir breiðast út að nýju! Björn Traustason.
14:45 Líffræðilegur fjölbreytileiki í Hekluskógum: Hlutverk jarðvegseyðingar og framvindu. Heiða Gehringer.
15:00 Sandburður á Hekluskógasvæðinu. Elín Fjóla Þórarinsdóttir.
15:15 Lífrænn áburður og belgjurtir. Magnús H. Jóhannsson.
15:30 Umræður.
16:00 Ráðstefnulok.

Málþingsstjóri Björn B. Jónsson

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl 2014 í Árhúsum á Hellu og hefst kl. 20:00. Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mun Birgir Haraldsson halda fræðsluerindi um skipulag skógræktar.

Allir velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga

Stuðningsaðilar fyrir sjálfboðaliða óskast!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands hefur nú um nokkurra ára skeið verið með sjálfboðaliða á sumrin, sem hafa komið í tíu daga vinnubúðir. Reynslan af því er góð og því var ákveðið að ganga skrefinu lengra. Nú í ár verðum við með fimm sjálfboðaliða (á aldrinum 20-28 ára) frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Póllandi og verða þeir hjá okkur í fimm mánuði, frá maí til ágúst. Koma þeir á vegum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Volunteer Service, EVS). Munu þeir vinna að ýmsu fyrir skógræktarfélagið undir leiðsögn verkstjóra frá okkur. Auk reynslu af skógrækt er áhersla á að sjálfboðaliðarnir fái líka félagslega og menningarleg upplifun í gegnum dvöl sína hér, til að læra betur inn á landið. Til þess er miðað við að hver sjálfboðaliði hafi „mentor“ (stuðningsaðila), til að hjálpa til við að kynna þeim íslenskt samfélag og vera ákveðið öryggisnet þegar verið er að fóta sig í ókunnu landi.

Við óskum nú eftir aðilum sem eru tilbúnir til að vera svona stuðningsaðilar, enda mikið af hressu og skemmtilegu fólki innan skógræktarhreyfingarinnar! Þetta er upplagt tækifæri til að hitta og eiga samskipti við hresst ungt fólk með áhuga á skógrækt. Það er að miklu leyti undir hverjum og einum komið hversu mikill tími er settur í þetta, en lágmark að hitta sjálfboðaliðann á um 2-3 vikna fresti (ca. sjö sinnum) á þessum fimm mánaða tímabili. Nánari upplýsingar um „mentoring“ má lesa hér (pdf).

Ef þið hafið áhuga, endilega hafa samband sem fyrst, á skog@skog.is eða í síma 551-8150.


alt

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn þriðjudagskvöldið 14. apríl kl 20:00 í ráðstefnusal gamla skólans í Reykholti, Reykholtsdal.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar
• Starfsáætlun
• Kosningar
• Ályktun stjórnar
• Önnur mál


Gestur fundarins, Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og verkefnisstjóri Hekluskóga, flytur erindið „Hvert er hlutverk skóganna í ferðamennsku?

Kaffiveitingar og spjall.

Hvetjum nýja sem gamla félaga til að mæta.


Stjórnin

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2015 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.00.

Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn hjá Skógrækt ríkisins, heldur fyrirlestur um Skógrækt og skógarnytjar

Ólafur hefur kennt öllum aldurhópum tálgun og ferskar viðarnytjar frá 1999 og innleitt skógarnytjar í skólastarfi og kennt þau fræði við Menntavísindasvið HÍ, Landbúnaðarháskólann, Listaháskólann, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fræðslu- og endurmenntunarmiðstöðvar um land allt auk þess að halda sérstök námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara víða um land.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.