Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2015

Gleðileg jól!

Með | Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með | Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í Jólaskóginn í Brynjudal og nutu þess að finna sér jólatré í veðurblíðunni, en sérlega gott veður var um helgina (þó það sé reyndar alltaf gott veður inni í skóginum!).

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í Jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári.
 

Svipmyndir frá heimsóknum ársins má sjá á Facebook-síðu félagsins.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með | Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu núna síðustu dagana fyrir jól eru:
 

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum dagana 21.-23. desember, kl. 11-16.

Björgunarsveitin Brák, í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar, er með jólatrjáasölu á Frumherjaplaninu í Borgarnesi dagana 21.-23. desember kl. 17-21.

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Þöll er opin 21.-22. desember, kl. 10-18 báða dagana. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/


Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson

Með | Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna. Umsóknum skal skila eigi síðar en 25. janúar 2016.

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Skógræktarfélags Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá.

Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur Brynjúlfsson, í síma 844-0429, netfang buvangur@emax.is.


Umsóknum skal skila til:

Landgræðslusjóður
b/t Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Þórunnartúni 6
105 Reykjavík

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 19.-20. desember

Með | Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (19.-20. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 20. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 19-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi laugardaginn 19. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 19.-20. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Grafarkoti sunnudaginn 20. desember kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti laugardaginn 19. desember, kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Brák.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 19.-20. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi við Grundarfjör helgina 19.-20. desember, kl. 13-15 á laugardeginum og kl. 13-16 á sunnudeginum.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 19.-20. desember, kl. 10-18.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 20. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 20. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 19.-20. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 12.-13. desember

Með | Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu næstu helgi (12.-13. desember) eru:
 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 13. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgina 12.-13. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 13. desember kl. 11-15 og í Grafarkoti sama dag kl. 11-15, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgina 12.-13. desember, kl. 11-15. 

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 12. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgina 12.-13. desember, kl. 10-18. Sjá nánar á heimasíðu félagsins –http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í teig ofan Bræðratungu laugardaginn 12. desember kl. 13-15.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar 10. desember og verður opin alla daga fram á Þorláksmessu, kl. 12-17 virka daga og kl. 10-16 um helgar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.internet.is/skogmos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni og í jólaskóginum á Hólmsheiði helgina 12.-13. desember. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgina 12.-13. desember kl. 10-16.
 

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre.

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með | Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 20:00 í Gullsmára 13 (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá
1. Þorsteinn Tómasson jurtaerfðafræðingur flytur áhugavert erindi um tilraunir með erfðabreytt birki og skýrir frá árangri þessara tilrauna á síðustu árum
2. Bragi Michaelsson segir frá atvinnuátaki félagsins s.l sumar og félagstarfinu
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

 

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir einnig velkomnir!