Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2017

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 22. apríl kl. 13:00

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Í lok fundarins flytur Björn B. Jónsson skógverkfræðingur áhugavert erindi um eldvarnir á skógræktarsvæðum.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn Merkur.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 10. apríl kl. 20:00.

 

Dagskrá

 1. Almenn aðalfundarstörf

2. Önnur mál

3. Erindi.  Vatnið og skógurinn, Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.

 

Í ár verðu fréttasíða í Mosfellingi sem kemur út 6. apríl í stað fréttabréfs. Þeir sem ekki búa í Mosfellsbæ geta skoðað heimasíðuna www.skogmos.net. En þar mun fréttasíðan koma inn eftir að blaðið er komið út.

Styrktarsamningur við Arion-banka undirritaður

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands gerði nýlega samning við Arion-banka um stuðning bankans. Gildir samningurinn til þriggja ára og er styrkurinn tvískiptur. Annars vegar beinist styrkurinn í verkefni er heitir Skógarvist, Skógargátt og lýðheilsa, sem ætlað er að auka þekkingu almennings á skógum og auka aðgengi að upplýsingum um útivistarmöguleika í skógum landsins og hins vegar í almenna skógrækt, á eignalandi Skógræktarfélags Íslands að Úlfljótsvatni.

Var samningurinn undirritaður miðvikudaginn 5. apríl og skrifuð þau Halldór Harðarson og Anna Sigríður Kristjánsdóttir, fyrir hönd Arion-banka og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, undir samninginn.

Fagnar Skógræktarfélagið þessum samningi við bankann, enda löng saga stuðnings forvera Arion-banka (Búnaðarbankans og Kaupþings) við hin ýmsu skógræktarmál.

undirskriftarion1 640x426Magnús Gunnarsson og Halldór Harðarsson undirrita samninginn (Mynd: RF).

undirskriftarion2 640x426

F.v. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður bankastjóra Arionbanka, og Halldór Harðarsson, markaðsstjóri Arionbanka, ánægð með nýja samninginn (Mynd: RF).

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá aðalfundar:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál sem fram eru borin.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið Skógrækt og hreint vatn: hvað vitum við?

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 20.00 í Grundaskóla.

Dagskrá

1) Venjuleg aðalfundarstörf:

  • Fundargerð síðasta aðalfundar
  • Skýrsla formanns
  • Reikningar
  • Kosningar

2) Verkefnaskrá ársins 2017. Traktorskaup, gróðursetning, stígagerð, jólatrjáasala o.fl.

3) Önnur mál.

Kaffiveitingar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar 2017

Með Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn í hátíðarsalnum í Reykholti laugardaginn 1. apríl kl. 13.

Dagskrá aðalfundar

  • Skýrsla stjórnar- og starfsáætlun. Óskar Guðmundsson formaður
  • Reikningar – Laufey Hannesdóttir gjaldkeri.
  • Kosningar
  • Önnur mál
  • Erindi: Vindfall í skógum,Valdimar Reynisson, skógarvörður Skógræktarinnar í Skorradal

Allir velkomnir!