Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2008

2007 Ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist

Með Annað

Í apríl 2007 var haldin ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist, í tengslum við vinnufund Care For Us verkefnisins.

SÉRFRÆÐINGAR Í BORGARSKÓGRÆKT Í HEIMSÓKN – CARE FOR US VERKEFNIÐ

Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá er aðili að Norrænum skógræktarrannsóknavettvangi sem kallast SNS (SamNordisk Skogforsking), sem er fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni. Eitt verkefna SNS kallaðist Care-For-Us og var ætlað að leiða saman vísindamenn og sérfræðinga á vettvangi borgar- og útivistarskógræktar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Að Íslands hálfu tóku þeir Jón Geir Pétursson og Samson B. Harðarson, fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands, þátt í starfi verkefnisins frá árinu 2006.

Care For Us hópurinn hélt vinnufund í Reykjavík í apríl 2007. Í tengslum við hann var haldin fjölsótt ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Þar voru frummælendur tveir sérfræðingar hópsins, þeir Roland Gustavson prófessor við SLU í Svíþjóð og Anders Busse Nilsen lektor við Kaupmannahafnarháskóla.

Sérstaka athygli vakti erindi Rolands, en fjallaði um hvernig hanna má sérstakar útirannsóknastofur í skógum (landscape laboratory) þar sem hægt að rannsakar fjölþætta virkni þeirra, bæði gangvart útivist og lýðheilsu svo og tegundasamsetningu og fjölbreytileika. Hefur hann mikla reynslu útirannsóknastofum frá Alnarp í Svíþjóð. Verið er að athuga hvort koma megi upp slíkri aðstöðu hér á landi.

2006 Ráðstefna: Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi

Með Annað

Í tengslum við Fulltrúafund Skógræktarfélags Íslands var haldin ráðstefnan Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi laugardaginn 11. mars 2006 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Ráðstefnan var á vegum Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna. Á ráðstefnunni voru eftirfarandi fyrirlestrar haldnir:

Stefnumörkun og skipulag
Gunnar Einarsson, varaformaður SSH, bæjarstjóri Garðabæjar: Skógrækt frá sjónarhóli bæjarstjóra
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands: Skógræktarfélög og Grænir treflar

Lýðheilsa
Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu: Hafa skógar áhrif á heilsufar fólks?
Sigrún Gunnarsdóttir, varaformaður Félags um lýðheilsu og fulltrúi félagsins í Landsnefnd um lýðheilsu: Heilsa í skógi
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð: Skógrækt er heilsurækt – Hreyfing í fallegu umhverfi og fersku lofti
Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir: Skógur til að rækta fólk

Þéttbýlisskógar og notkun þeirra
Sherry Curl mannfræðingur og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins: Viðhorf og notkun Íslendinga á skógum
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjavíkur: Náttúra í borg
Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur og Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur: Hvernig er Heiðmörk í stakk búin að þjóna lýðheilsu? Hverju er ábótavant?
Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá: Skógrækt og útivist. Straumar og stefnur í Evrópu
Desiree Jacobsson, verkefnisstjóri hjá sænsku skógarstjórninni (Skogstyrelsen): Skógar og endurhæfing. Reynsla Svía (Forests for Rehabilitation using the Greenstages Model)

Fundarstjórar voru Þuríður Yngvadóttir í stjórn Skógræktarfélags Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.