Skip to main content
Flokkur

Annað

2009 European Forest Network

Með Annað

2009 European Forest Network

Dagana 19.-20. september 2009 var Skógræktarfélag Íslands gestgjafi fundar European Forest Network.

European Forest Network (EFN) eru óformleg samtök skógræktarfélaga í Evrópu og grundvöllur samskipta og upplýsingaflæðis varðandi skóga, skógrækt og stefnumál málaflokksins. Nánar má fræðast um samtökin á heimasíðu samtakanna – sjá hér.

 Fundurinn hófst með skoðunarferð laugardaginn 19. september, sem sameiginleg var alþjóðlegu ráðstefnunni Skógar í þágu lýðheilsu í þéttbýli (Forestry serving urban societies in the North Atlantic region).  Heimsóttir voru nokkrir helstu útivistarskógar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis – Elliðaárdalur, Esjuhlíðar og Mógilsá, Þingvellir, Heiðmörk og Höfðaskógur í Hafnarfirði.

Formlegur fundur var svo haldinn sunnudaginn 20. september, þar sem fulltrúar hinna ýmsu landa kynntu starfsemi sína, stöðu skógræktar í sínu landi og meginhorfur.

 

Skyggnur flestra erindanna sem haldin voru má nálgast hér að neðan (á pdf-formi). Erindi héldu:

 

Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá – Forests and forestry in Iceland

Ragnhildur Freysteinsdóttir, Skógræktarfélag Íslands – The Icelandic Forestry Association

Bertram Blin og Thomas Stemberger, Skógræktarsamband Austurríkis (eingöngu munnlegt)

Erik Kosenkranius, Umhverfisráð og Heiki Hepner, Félag skógræktarmanna í Eistlandi – Outlook of Estonian forest sector 2008-2009

Hardi Tullus, Lífvísindaháskóli Eistlands – Hybrid aspen plantations: a new tree for energy and pulp in boreal Estonia

Juhani Karvonen, Skógarfélag Finnlands – Finnish Forest Association

Maurice Rogers, Hið konunglega skoska skógræktarfélag – Scotland‘s forests

Bengt Ek, Skógræktarfélag Svíþjóðar (eingöngu munnlegt)

Pál Kovácsevics, Skógræktarfélag Ungverjalands  – Forestry in Hungary

Marcus Kühling, Skógræktarfélag Þýskalands – The German Forestry Association

efn

Þáttakendur á European Forest Network fundi. F.v. Juhani Karvonen (Finnland), Pál Kovácsevics (Ungverjaland), Bengt Ek (Svíþjóð), Bertram Blin (Austurríki), Josef Pethö (Ungverjaland), Maurice Rogers (Skotland), Aðalsteinn Sigurgeirsson og Brynjólfur Jónsson (Ísland), Heiki Hepner og Vaike Pommer (Eistland), Thomas Stemberger (Austurríki), Erik Kosenkranius og Jürgen Kusmin (Eistland), Marcus Kühling (Þýskaland) og Hardi Tullus (Eistlandi. Á myndina vantar Kai Lintunen (Finnland).

2006 Ráðstefna: Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi

Með Annað

2006 Ráðstefna: Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi

Í tengslum við Fulltrúafund Skógræktarfélags Íslands var haldin ráðstefnan Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi laugardaginn 11. mars 2006 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Ráðstefnan var á vegum Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna. Á ráðstefnunni voru eftirfarandi fyrirlestrar haldnir:

Stefnumörkun og skipulag

Gunnar Einarsson, varaformaður SSH, bæjarstjóri Garðabæjar: Skógrækt frá sjónarhóli bæjarstjóra

Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands: Skógræktarfélög og Grænir treflar

Lýðheilsa

Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu: Hafa skógar áhrif á heilsufar fólks?

Sigrún Gunnarsdóttir, varaformaður Félags um lýðheilsu og fulltrúi félagsins í Landsnefnd um lýðheilsu: Heilsa í skógi

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð: Skógrækt er heilsurækt – Hreyfing í fallegu umhverfi og fersku lofti

Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir: Skógur til að rækta fólk

Þéttbýlisskógar og notkun þeirra

Sherry Curl mannfræðingur og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins: Viðhorf og notkun Íslendinga á skógum

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjavíkur: Náttúra í borg

Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur og Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur: Hvernig er Heiðmörk í stakk búin að þjóna lýðheilsu? Hverju er ábótavant?

Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá: Skógrækt og útivist. Straumar og stefnur í Evrópu

Desiree Jacobsson, verkefnisstjóri hjá sænsku skógarstjórninni (Skogstyrelsen): Skógar og endurhæfing. Reynsla Svía (Forests for Rehabilitation using the Greenstages Model)

Fundarstjórar voru Þuríður Yngvadóttir í stjórn Skógræktarfélags Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.

2007 Ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist

Með Annað

2007 Ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist

Í apríl 2007 var haldin ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist, í tengslum við vinnufund Care For Us verkefnisins.

SÉRFRÆÐINGAR Í BORGARSKÓGRÆKT Í HEIMSÓKN – CARE FOR US VERKEFNIÐ

Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá er aðili að Norrænum skógræktarrannsóknavettvangi sem kallast SNS (SamNordisk Skogforsking), sem er fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni. Eitt verkefna SNS kallaðist Care-For-Us og var ætlað að leiða saman vísindamenn og sérfræðinga á vettvangi borgar- og útivistarskógræktar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Að Íslands hálfu tóku þeir Jón Geir Pétursson og Samson B. Harðarson, fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands, þátt í starfi verkefnisins frá árinu 2006.

Care For Us hópurinn hélt vinnufund í Reykjavík í apríl 2007. Í tengslum við hann var haldin fjölsótt ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Þar voru frummælendur tveir sérfræðingar hópsins, þeir Roland Gustavson prófessor við SLU í Svíþjóð og Anders Busse Nilsen lektor við Kaupmannahafnarháskóla.

Sérstaka athygli vakti erindi Rolands, en fjallaði um hvernig hanna má sérstakar útirannsóknastofur í skógum (landscape laboratory) þar sem hægt að rannsakar fjölþætta virkni þeirra, bæði gangvart útivist og lýðheilsu svo og tegundasamsetningu og fjölbreytileika. Hefur hann mikla reynslu útirannsóknastofum frá Alnarp í Svíþjóð. Verið er að athuga hvort koma megi upp slíkri aðstöðu hér á landi.