Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2012

Gleðileg jól!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sérstakar kveðjur fá aðildarfélög og félagsmenn þeirra, einnig aðrir velunnarar, samstarfs- og styrktaraðilar.

gledilegjol

Jólaskógar skógræktarfélaganna – síðustu forvöð

Með Skógargöngur

Nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré nú síðustu daga fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Þau skógræktarfélög sem selja jólatré í þessari viku eru:

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum laugardaginn 22. desember kl. 11-15. Einnig er félagið með sölu á jólatrjám á Fjósum í Svartárdal á sama tíma.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi helgina 22.-23. desember kl. 12-16.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 22.-23. desember kl. 11-16.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í samvinnu við björgunarsveitina Brák, verður með jólatrjáasölu í Búrekstrardeild KB dagana 20.-23. desember kl. 14-18.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar verður með jólatrjáasölu í Brekkuskógi ofan Grundarfjarðar helgina 22.-23. desember, kl. 13-17.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið laugardaginn 22. desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar, en 12-16 virka daga. Tré frá félaginu fást einnig hjá Hlín blómahús, Sveinsstöðum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið helgina 22.-23. desember kl. 11-17 og í Grýludal á Heiðmörk helgina 22.-23. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Langási í Sauraskógi helgina 22.-23. desember kl. 11-16.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði laugardaginn 22. desember kl. 10:30-15.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með Skógargöngur

Nú um helgina komu síðustu hópar þessar árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Veður undanfarnar tvær helgar var með afbrigðum gott til útiveru, þótt það væri nokkuð kalt, en gestirnir hituðu sig með göngu um skóginn í leit að rétta jólatrén og yljuðu sér á heitu kakó a leit lokinni.

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim hópum sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

 

brynjujol1

Þessir rauðklæddu eru alltaf vinsælir hjá yngri kynslóðinni…og líka hjá þeim eldri! (Mynd:RF).

brynjujol2

Í skóginum má finna jólatré af ýmsum stærðum og gerðum (Mynd:RF).

brynjujol3

Varðeldurinn heillar alltaf (Mynd:RF).

Jólaskógar skógræktarfélaganna helgina 15.-16. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Það verður nóg um að vera í jólaskógum skógræktarfélaganna nú um helgina, en þá verða þó nokkur félög með jólatrjáasölu:

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum, sunnudaginn 16. desember, kl. 11-15.

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi, opið báða dagana kl. 12-16.

Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga er með jólatrjáasölu í Haukafelli á Mýrum laugardaginn 15. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi, opið kl. 11-16 báða dagana.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 15. desember kl. 11-16, í samstarfi við björgunarsveitina Brák í Einkunnum ofan við Borgarnes 15. desember kl. 11-16 og í samstarfi við björgunarsveitina Heiðar í Grafarkoti í Stafholtstungum báða dagana kl. 12-16.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar verður með jólatrjáasölu sunnudaginn 16. desember, kl. 13-16, á Söndum í Dýrafirði.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu á Laugalandi á Þelamörk báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með jólatrjáasölu í Smalaholti laugardaginn 15. desember kl. 12-16.

Skógræktarfélag Grindavíkur verður með jólatrjáasölu í Selskógi laugardaginn 15. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið báða dagana kl. 10-18.

Skógræktarfélag Ísafjarðar verður með jólatrjáasölu í hlíðinni ofan við Bræðratungu, innan við Seljalandshverfið, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu sunnudaginn 16. desember í Bolholtsskógi á Rangárvöllum kl. 12-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið báða dagana kl. 11-17 og í Grýludal á Heiðmörk báða dagana, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga er með jólatrjáasölu sunnudaginn 16. desember í Hólaskógi og Varmahlíð, kl. 12-15.

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 16. desember kl. 13-15.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði, opið báða dagana kl. 10:30-15.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is

Sala á jólatrjám hjá skógræktarfélögum helgina 8.-9. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem verða með jólatrjáasölu helgina 8.-9. desember eru:

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum í Grímsnesi báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu á Laugalandi á Þelamörk báða dagana, kl. 11-15.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið báða dagana kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg og opnar hún laugardaginn 8. desember. Opið til 23. desember, kl. 10-16 um helgar og kl. 12-16 virka daga.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið báða dagana kl. 11-17. Jólaskógurinn í Grýludal á Heiðmörk opnar svo þann 8. desember og verður opinn báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Siglufjarðar er með jólatrjáasölu í skógræktinni í Skarðsdal kl. 13-15 (ef snjólalög leyfa).

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í skógræktarsvæði félagsins við Furuhlíð. Opið báða dagana á meðan bjart er (ca. 11-15).

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði báða dagana kl. 10:30-15.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is.

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Kópavogs heldur jólafund sinn fimmudaginn 6. desember 2012 kl. 20:00 í Gullsmára 13, félagsheimili aldraðra.

Dagskrá:
1. Formaður segir frá því helsta í starfsemi Skógræktarfélagsins 2012
2. Steinar Björgvinsson garðyrkju-og skógræktarfræðingur og blómaskreytir flytur erindi: “Hentar efniviður úr íslenskum skógum til jólaskreytinga“.
3. Happdrætti – 10 jólatré frá Fossá í vinning
4. Önnur mál

Veitingar í boði Skógræktarfélagsins. Allir velkomnir.

Sjá á heimasíðu félagsins – www.skogkop.net

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson

Með Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.
Til úthlutunar verða samtals 4,5 milljónir króna. Styrkirnir eru lausir til umsóknar frá og með 1. desember 2012 og umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2013.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum Skógræktarfélags Íslands (hér),  Landgræðslu ríkisins (land.is) og Skógræktar ríkisins (skogur.is). 

Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna helgina 1.-2. desember

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólatrjáasala skógræktarfélaga hefst núna fyrstu helgina í desember. Þau félög sem ríða á vaðið með sölu þessa fyrstu helgi eru Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Fossá-skógræktarfélag.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Salan opnar sunnudaginn 2. desember og er opið kl. 10-18. Salan verður svo opin helgarnar 8.-9. og 15.-16. desember, auk laugardagsins 22. desember, kl. 10-18. Einnig er hægt að koma í heimsókn í miðri viku.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, sem opnar laugardaginn 1. desember. Markaðurinn verður svo opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-17. Jólaskógurinn í Grýludal á Heiðmörk opnar svo 8. desember og verður opinn allar helgar fram að jólum, kl. 11-16.

Fossá-skógræktarfélag (Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps) er með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði. Salan opnar sunnudaginn 2. desember og er opið 10:30-15:00. Salan verður svo opin helgarnar 8.-9. og 15.-16. desember og laugardaginn 22. desember.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is og á heimasíðum félaganna: www.skoghf.iswww.heidmork.is og www.skogkop.net.