Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2016

Jólatrjáasala hjá skógræktarfélögunum – síðustu dagar fyrir jól

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum dagana 21. – 23. desember, opið kl. 11-16.. Sjá heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Björgunarsveitin Brák selur jólatré frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar í húsnæði Brákar, Pétursborg, dagana 21. – 23. desember kl. 16-20. Sjá Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar/

Skógræktarfélag Eyrarsveitar selur jólatré úr Brekkuskógi og Eiðisskógi fram að Þorláksmessu. Sjá Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/search/top/?q=sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag%20eyrarsveitar

Jólatrjáa- og skreytingasala  Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jólatrjáasölur skógræktarfélaga – fjórða helgi í aðventu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú fjórðu helgi í aðventu (og næstu daga) má kaupa jólatré hjá ýmsum skógræktarfélögum:

 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 18. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 17. – 18. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu um helgina að Snæfoksstöðum, opið kl. 11-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 18. desember kl 11-15, í Grafarkoti helgina 17. – 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti sunnudaginn 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Brák. Einnig verður Björgunarsveitin Brák með jólatrjáasölu í húsnæði Brákar, Pétursborg, dagana 21. – 23. desember kl. 16-20.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi um helgina kl. 11-15. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyfir%C3%B0inga-155414624471507/?hc_ref=SEARCH&;fref=nf

Skógræktarfélag Eyrarsveitar selur jólatré úr Brekkuskógi og Eiðisskógi. Hefst salan helgina 17. – 18. desember. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyrarsveitar-462859850484023/?hc_ref=PAGES_TIMELINE&;fref=nf

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 18. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu um helgina á Jólamarkaðinum á Elliðavatni kl. 11-16:30 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði kl. 11-16. Sjá nánar á Facebook-síðu markaðarins: https://www.facebook.com/heidmork/ og heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum kl. 10-16.

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jólatrjáasölur skógræktarfélaga – þriðja helgi í aðventu

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú þriðju helgi í aðventu (og næstu daga) má kaupa jólatré hjá ýmsum skógræktarfélögum:

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 11. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – https://www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi helgina 10.-11. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu um helgina að Snæfoksstöðum, opið kl. 11-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu sunnudaginn 11. desember kl. 13-15 að Söndum.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi um helgina kl. 11-15. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyfir%C3%B0inga-155414624471507/?hc_ref=SEARCH&;fref=nf

Jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar er í Sandahlíð ofan við Vífilsstaðavatn laugardaginn 10. desember kl. 12-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoggb.is/

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í reit ofan Bræðratungu laugardaginn 10. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu um helgina á Jólamarkaðinum á Elliðavatni kl. 11-16:30 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði kl. 11-16. Sjá nánar á Facebook-síðu markaðarins: https://www.facebook.com/heidmork/ og heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi laugardaginn 10. desember kl. 12-16.

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum kl. 10-16.

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn í Félagsheimili aldraðra, Gullsmára 13, miðvikudaginn 7. desember kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Erindi: Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytja erindi sem þeir nefna „Útivistarskógur til fyrirmyndar“.

Útivistarskógar gegna mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samfélagi okkar. Mikilvægi þeirra er ekki einungis bundið við það sem við sjáum í skóginum heldur kemur virði þeirra fram í mörgu öðru eins og í notkun þeirra og því hvaða aðgang almenningur hefur að þeim. Vinsældir útivistar í íslenskum skógum hefur aldrei verið meiri og daglega njóta hundruð manna útivistar í skógum landsins. Jón og Kristinn ætla að leiða hugann að útivistarskógum, fjölbreytileika þeirra og notkun.

2. Jólahappdrætti 10 jólatré frá Fossá

3. Önnur mál.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Skógræktarfélag Kópavogs.

skkop-jola

Skógræktarritið, 2. tbl. 2016, komið út

Með Fræðsla

Annað tölublað Skógræktarritsins 2016 er komið út. Að vanda er að finna í ritinu áhugaverðar greinar um hinar ólíku hliðar skógræktar. Að þessu sinni er meðal annars fjallað um Tré ársins 2016, sögu Jónsgarðs á Ísafirði, framleiðslu ilmolía úr skógarefniviði, músarrindla, vangaveltur um fjárfestingar lífeyrissjóða í skógrækt, notkun ryðteina til mats á jarðvegi, sögð saga af skógrækt, og sagt frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Djúpavogi.

Frækornið, fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fylgir með til áskrifenda og er titill þess að þessu sinni „Skógrækt á svölunum“.

Kápu ritsins prýðir verkið „Skógur“ eftir Wu Shan Zhuan.

 

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

skogrit2016-2