Skip to main content
Flokkur

Fjölmiðlaumræða

Skemmtilegt viðtal

Með Fjölmiðlaumræða

Í sérstöku Jólablaði sem fylgdi Fréttablaðinu þann 27. nóvember má meðal margs annars áhugaverðs efnis finna skemmtilegt viðtal við Þorvalds S. Þorvaldsson, fyrrverandi stjórnarmann í Skógræktarfélagi Íslands, þar sem hann rifjar upp heimsóknir sínar í jólaskóga skógræktarfélaganna að fella sér jólatré. Viðtalið má lesa hér (pdf).

Hvaða jólatré er „grænast?”

Með Fjölmiðlaumræða

Með Fréttablaðinu um síðast liðna helgi fylgdi sérblað með góðum ráðum um græn jól. Var þar meðal annars ágætis umfjöllun um mismunandi gerðir jólatrjáa sem hafa verið á markaði hér – gervijólatré og lifandi tré, bæði íslensk og innflutt – og hversu „græn“ þau eru.

Megin niðurstaðan er sú að íslensk jólatré hafa yfirburði fram yfir innflutt tré þegar horft er til efna- og orkunotkunar og nota þarf gervijólatré úr plasti í um 20 ár til að það nái lifandi jólatré umhverfislega séð.

Greinina í heild má lesa hér í tengli (pdf).

Fín frétt um íslensk jólatré

Með Fjölmiðlaumræða

Í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 13. desember var fín umfjöllun um íslensk jólatré, með viðtali við Kjartan Ólafsson, formann Skógræktarfélags Árnesinga.

Íslensk jólatré eru atvinnuskapandi, gjaldeyrissparandi, ferskari og vistvænni, þar sem eiturefni eru ekki notuð við ræktun þeirra og flytja þarf þau mun styttri leiðir á markað, sem losar auðvitað mun minna kolefni.

Veljum íslenskt – stafafuru, rauðgreni, blágreni eða sitkagreni!

Skoða má fréttina á vef Ríkissjónvarpsins – www.ruv.is.

jolatre