Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2010

Skógardagur – listasýning

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands mun Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og 5-6 ára krakkar í leikskólum Mosfellsbæjar halda skógardag og listasýningu laugardaginn 12. júní nk.

Hátíðin er haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg og hefst kl. 11.

Rauðhetta mun leiða sýningargesti um svæðið og sýna listaverk barnanna. Að því loknu verður tónlistaratriði, grillaðar pylsur og djús að drekka.

Allir eru velkomnir.

skmos-skogardagur

Aðalfundur Skógræktarfélags N- Þingeyinga

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags N-Þingeyinga verður haldinn á Kópaskeri  fimmtudaginn 10. júní. Fundurinn hefst með skógargöngu í Akurgerði, kl. 17:30, undir leiðsögn verkefnisstjóra, Guðmundar Arnar Benediktssonar („Bóa“). Fundurinn sjálfur er svo haldinn í Öxi.

Allir velkomnir.

Stjórnin.

Ársfundur Kolviðar 2010

Með Fundir og ráðstefnur

Ársfundur Kolviðar árið 2010 verður haldinn mánudaginn 7. júní kl. 12:15 í Nauthól við Nauthólsvík (Nauthóll er fyrir aftan Háskólann í Reykjavík, um 150 m frá ylströndinni).

Dagskrá:
Fundur settur kl. 12.15

Skýrsla stjórnar
Ársreikningur kynntur
Hvað vitum við um kolefnisbindingu með skógrækt? Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LBHÍ
Fyrirspurnir og umræður

Fundi slitið kl. 13.45

Fuglaskoðun í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Hin árlega fuglaskoðun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður næstkomandi laugardag, 5. júní.  Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 10.00 árdegis. Gengið verður um Höfðaskóg og að Hvaleyrarvatni. Skoðunin mun taka um tvo tíma. Leiðsögumenn verða vanir fuglaskoðarar. Meðal annars verður hugað að hreiðurkössum, fuglafóður- og fuglaskjóltrjám. Kaffi í boði félagsins að göngu lokinni.

skhafn-fuglaganga

Útsýni út á Hvaleyrarvatn úr Höfðaskógi (Mynd: RF).

X