Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2011

Skógar –og fjölskylduganga Skógræktarfélags Kópavogs

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs í samvinnu við umhverfissvið Kópavogsbæjar stendur fyrir skógar- og fjölskyldugöngu mánudaginn 2. maí.  Tilefni þessarar skógar- og fjölskyldugöngu er Dagur umhverfisins þann 25. apríl og að Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2011 skógum. Vikan 25.-30. apríl verður helguð þessu verkefni og mun félagið verða með sérstaka umhverfis- og skógarfræðslu fyrir skólabörn þá viku í samvinnu við skólaskrifstofu Kópavogs. 

Gangan hefst kl. 17.00 og verður gengið frá Guðmundarlundi að mörkum skógræktarsvæðanna milli Kópavogs og Garðabæjar eftir vegslóða sem liggur að Arnarbæli  og þar verður áð. Gengið verður frá Arnarbæli að hlöðnum rústum – „Vatnsendaborg“ innan Heiðmerkur . Þaðan verður gengið aftur að Guðmundarlundi. Þessi ganga mun taka um 2 klukkustundir með stoppum.

Leiðsögumenn í ferðinni verða Gísli Örn Bragason, BS í jarðfræði, og Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar. Veitingar í boði Skógræktarfélagsins í göngulok.

Skógræktarfélag Kópavogs
Umhverfissvið Kópavogsbæjar.