Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur: Fræðslufundur um birki

Með Fræðsla

Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Litadýrð og aðrir eiginleikar í bötun birkis til nota í skóga og garða“.
Kynbótastarf liðinna ára hefur skilað tveimur nýjum yrkjum sem nú gagnast í íslenskri trjárækt. Ný verkefni sem byggja m.a. á aðflutningi og erfðaefni úr áður óreyndum tegundum frá Evrópu og Asíu gefa fyrirheit um spennandi árangur varðandi vaxtarþrótt, vaxtarlag og liti á berki og laufi.

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, hefur látið til sín taka á sviði plöntukynbóta á undanförnum áratugum. Hann hefur meðal annars til margra ára unnið að erfðafræði íslenska birkisins en þekktasta afurð kynbótastarfsins er birkiyrkið ‘Embla’ sem hefur skilað okkur einstaklega fallegu hvítstofna birki sem hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki, ‘Kofoed’, er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Meðal nýmæla er tilgáta um áhrif birkifrjós sem berst með loftstraumum til landsins og þátt blendingsþrótts í kynbótastarfinu.

Það verður spennandi að sjá og heyra hvað Þorsteinn hefur fram að færa í erindi sínu á miðvikudaginn en eins og ræktunarfólk þekkir þá leitar hann stöðugt á ný mið.

Aðgangseyrir er krónur 750.

Allir velkomnir!

skrvk mars

Frækorn nr. 34 komið út

Með Fræðsla

34. tölublað Frækornsins er komið út. Nefnist það Skógarfuglar og fjallar það í stuttu máli um nokkrar algengar og sjaldgæfari tegundir skógarfugla.

Höfundur er Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur.

Frækornið fylgir með áskrift að Skógræktarritinu, en einnig er það selt í lausasölu. Hægt er að fá öll útkomin Frækorn í sérstakri safnmöppu.

Nánari upplýsingar undir Frækorninu hér á heimasíðunni.

Skógræktarritið, 2. tbl. 2015, komið út

Með Fræðsla

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar. Fjallað er um Tré ársins 2015, sögu Skallagrímsgarðs í Borgarnesi, náttúruskóga í Síle í S-Ameríku, flokkun jólatrjáa, áhrif loftslagsbreytinga á byggðarmynstur og skipulag, nokkrar tegundir sveppa í viðarkurli, hugleiðingum um mótun vistkerfa, sagt er frá skógræktarferð til Póllands og aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Viðtal er við Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formann Skógræktarfélags Árnesinga og heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands. Einnig er minnst Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra, Skúla Alexanderssonar og Óla Vals Hanssonar.

Frækornið, fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fylgir með til áskrifenda og fjallar það að þessu sinni um skógarfugla.

Kápu ritsins prýðir verkið ,,Skógar ljóss og skugga“ eftir Ágúst Bjarnason.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

skogrit2015-2



Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndakvöld frá þjóðgörðum í Póllandi

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Garðabæjar býður öllum áhugasömum til myndakvölds mánudaginn 19. október sem hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

Fjallað verður um ferð skógræktarfélaganna til Póllands í síðastliðnum mánuði þar sem notið var skóga og menningar. Sigurður Þórðarson segir frá áhugaverðri ferð um fjöll, skóga og borgir í Póllandi, Erla Bil Bjarnardóttir sýnir myndir úr ferðinni.

Ferðin var skipulögð af Skógræktarfélagi Íslands.

Allir velkomnir.

Sumardagskrá í Yndisgörðum

Með Fræðsla

Laugardagur 11. júlí, Hvanneyrarhátíð
Starfsmenn Yndisgróðurs taka á móti fólki í Yndisgarðinum á Hvanneyri til að spjalla og svara spurningum. Stutt leiðsögn um garðinn verður kl. 14:30.

Fimmudagur 16. júlí, Húnavaka
Opinn dagur í Yndisgarðinum á Blönduósi kl. 13:00-15:00. Samson Bjarnar Harðarson verður með leiðsögn og segir frá því hvaða plöntur hafa reynst vel í garðinum.

Laugardagur 25. júlí
Opinn dagur í Yndisgarðinum í Fossvogi kl. 13:00-15:00. Stutt leiðsögn fyrir almenning, Steinunn Garðarsdóttir segir frá garðinum. Í Fossvogi eru auk runna tvö fjölæringabeð sem verður litið á.

Nánari upplýsingar um Yndisgarða á heimasíðu Yndisgróðurs – http://yndisgrodur.lbhi.is/

Námskeið: Ræktun og umhirða gróðurs í sumarhúsalandi

Með Fræðsla

Fjölþætt námskeið með fjölda hugmynda sem nýtast sumarhúsaeigendum. Undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar er farið í skógargöngu þar sem skoðaður er fjöldi blómplantna, trjáa- og runnategunda sem henta í blandskóg og lundi. Kennd er sáning á fræi og græðlingaræktun. Kynntar verða lausnir til að skapa lygnan sælureit og umhirða sem vænleg er til árangurs.

Tími: Fimmtudagur 11. júní kl. 17:30 – 21:30. 
Staður: Gróðrarstöðin Þöll við Kaldársel, Hafnarfirði.
Verð: kr. 8.200. Léttur kvöldverður innifalinn.
Kennarar: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og Steinar Björgvinsson skógfræðingur.

Skógarspjall á Akranesi

Með Fræðsla

Mánudaginn 16. mars kl. 20:00 mun Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga vera í Fjölbrautarskóla Vesturlands og fjalla um skógrækt á svæðum Skógræktarfélags Akraness og gefa góð ráð. Allir hjartanlega velkomnir.


Skógræktarfélag Akraness

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fræðsla

Á næstunni eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, gróðurvist í þéttbýli, trjáfellingar og grisjun með keðjusög, plöntuval fyrir garða og græn svæði og val og samsetningu tegunda í skjólbeltum.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans (hér).

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fræðsla

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 20:00 í Gullsmára 13, Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá:
1. Halldór Sverrisson, verkefnisstjóri kynbótaverkefnis um alaskaösp mun flytja erindi um það verkefni.
Alaskaösp er ein mikilvægasta trjátegundin á Íslandi. Saga hennar í landinu er ekki löng. Í fyrstu var hún nær eingöngu notuð sem garðtré, en á síðustu áratugum hefur notkun aspar í skógrækt aukist töluvert. Hingað til hafa mest verið notaðar arfgerðir (klónar) sem safnað var í Alaska um miðja síðustu öld.
Nú er í gangi kynbótaverkefni við Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá sem miðar að því að fá fram klóna sem henta til fjölbreytilegra nota og eru vel aðlagaðir veðurfari ólíkra landshluta. Einnig er mikilvægt að fá fram arfgerðir sem hafa mótstöðu gegn ryði og öðrum skaðvöldum.
2. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur kynnir nýja bók í máli og myndum sem hann og Halldór Sverrisson hafa ritað um „Heilbrigði trjágróðurs“.
Bókin Heilbrigði trjágróðurs – skaðvaldar og varnir gegn þeim sem kom út í júní á þessu ári hefur hlotið verðskuldaða athygli. Höfundar hennar eru Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur. Bókin verður til sölu á sérstöku kynningarverði og munu höfundar árita bókina að ósk gesta.
3. Jólahappdrætti (10 jólatré eru vinningar kvöldsins)

Veitingar í boði félagsins.

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta félagsmenn og eru aðrir gestir velkomnir.

Skógræktarritið, 2. tbl. 2014, er komið út

Með Fræðsla

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar. Meðal annars er fjallað um Tré ársins 2014, reynsluna af jólatrjáarækt á Íslandi, trjávernd í þéttbýli, gróðursetningaáhöld í gegnum tíðina, Skrúð í Dýrafirði, sagt frá fræðsluferð til Sogn- og Fjarðafylkis í Noregi og svo er reynslusaga úr ræktun í Fljótshlíð. Einnig er minnst Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra.
Kápu ritsins prýðir verkið ,,Haust“ eftir Kristínu Arngrímsdóttur.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

forsida2014-2