Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Fræðslufundur

Með Fræðsla

Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar hafa ferðast og fræðst um skóga á liðnu sumri og eru til í að deila með sér. Fræðslufundur með myndasýningu verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 í sal á efstu hæð hússins við Borgarbraut 65a, bak við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Dagskrá fundar

1.       Ferð Skógræktarfélags Íslands til Kanada (Alberta og Breska Kólumbía) – Ragnhildur Freysteinsdóttir

2.       Ferð skógfræðinga til Póllands – Friðrik Aspelund

3.       Ferð til Noregs (Elverum) – Óskar Guðmundsson

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning frá Kanadaferð

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017. Sigurður Þórðarson sýnir myndir og rekur ferðasöguna.

Myndakvöldið er haldið mánudaginn 30. október og hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. Boðið upp á kaffi í hléi.

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur um ræktun á Hólasandi

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 26. október og hefst hann kl. 20:00.  Á fundinum mun Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri flytja erindi í máli og myndum um uppgræðslu og skógrækt á Hólasandi – en þar hefur náðst einstaklega góður árangur við uppgræðslu örfoka lands.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

 

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.


Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

Námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands: Grænni skógar I

Með Fræðsla

Grænni skógar I er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt.

Grænni skógar I er alls 16 námskeið (2-3 námskeið á önn). Námskeiðaröðin stendur yfir í þrjú ár (6 annir). Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðaröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskólanum. Slík einingagjöf er háð því að nemendur hafi sótt 80% skyldunámskeiðanna og staðist námsmat.

Hvert námskeið tekur tvo daga og er kennt frá kl. 16:00 til 19:00 á föstudegi og frá kl. 09:00 til 16:00 á laugardegi. Námskeiðin byggjast upp á fræðsluerindum sem sérfræðingar á hverju sviði flytja. Reynt verður að fara í vettvangsferð í lok hvers námskeiðs og fá þannig meiri og betri tilfinningu fyrir því sem verið er að fjalla um hverju sinni. Einnig er verkleg kennsla á nokkrum námskeiðanna. Landbúnaðarháskóli Íslands sér um framkvæmd námsins en þeir aðilar sem koma að náminu auk skólans eru: Félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógræktin og Landgræðsla ríkisins.

Á námskeiðunum er fjallað um mörg af grunnatriðum skógræktar, m.a. val á trjátegundum, skógarhönnun og landnýtingaráætlanir, undirbúning lands fyrir skógrækt, framleiðslu og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skógarnytjar, sjúkdóma og skaða í skógi, skjólbelti, skógarhöggstækni og verndun fornminja og náttúru í skógrækt, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur vikuferð til útlanda verið hluti af náminu þar sem þátttakendur kynnast því helsta sem nágrannaþjóðir okkar eru að gera í skógrækt.

Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 22. september kl. 15:30.

Kennt verður í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið í vettvangsferðir í skóglendi í nágrenninu.

Nánari upplýsingar hjá verkefnisstjóra Grænni skóga, Björgvini Eggertssyni, netfang: bjorgvin@lbhi.is, sími 843-5305.

Þátttökugjald er 49.000 kr. á önn (tvær annir á ári, samtals 6 annir). Innifalið er kennsla, kaffi, hádegismatur og námsgögn á rafrænu formi.

Hægt er að sækja um styrki fyrir námskeiðum hjá starfsmenntasjóðum, eins og t.d. starfsmenntasjóði bænda (www.bondi.is). 

Skráning á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is /Endurmenntun og námskeið/ Námskeið í tímaröð.

Skráningarfrestur er til 12. september. 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 30.

Eina leiðin til að tryggja sér öruggt pláss er að skrá sig sem fyrst.

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með Fræðsla

Miðvikudaginn 3. maí n.k. efna Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær til fræðslufundar um skógræktarmál.  Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 17:00 og eru allir velkomnir.

Á fundinum mun Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá, halda erindi um veðurfar framtíðar og hvernig skógrækt spilar inn í loftslagsmál í Mosfellsbæ og á Íslandi, undir yfirskriftinni „Loftslagsbreytingar og skógrækt í Mosfellsbæ“.

Starfsmenn Mosfellsbæjar verða einnig á staðnum og svara spurningum um þau grænu verkefni sem eru í gangi í bænum.

Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fræðsla

Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um húsgagnagerð úr skógarefni, tálgun og trjáfellingar og grisjun með keðjusög.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – www.lbhi.is.

Skógræktarritið, 2. tbl. 2016, komið út

Með Fræðsla

Annað tölublað Skógræktarritsins 2016 er komið út. Að vanda er að finna í ritinu áhugaverðar greinar um hinar ólíku hliðar skógræktar. Að þessu sinni er meðal annars fjallað um Tré ársins 2016, sögu Jónsgarðs á Ísafirði, framleiðslu ilmolía úr skógarefniviði, músarrindla, vangaveltur um fjárfestingar lífeyrissjóða í skógrækt, notkun ryðteina til mats á jarðvegi, sögð saga af skógrækt, og sagt frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Djúpavogi.

Frækornið, fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fylgir með til áskrifenda og er titill þess að þessu sinni „Skógrækt á svölunum“.

Kápu ritsins prýðir verkið „Skógur“ eftir Wu Shan Zhuan.

 

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

skogrit2016-2

Fræðsluerindi: Skógar og skógfræði í Rússlandi

Með Fræðsla

Mánudaginn 28. nóvember kl. 16:00 flytur dr. Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, mjög áhugavert erindi um náttúrufar, skóga og lífið í NV-Rússlandi. Páll bjó í Rússlandi í níu ár, þar sem hann lauk BS og MS gráðum í skógfræði og doktorsgráðu í skógræktartækni. Síðan starfaði hann við skógfræðideild Háskólans í Arkangelsk, áður en hann flutti ásamt fjölskyldu sinni heim til Íslands. Páll er því hafsjór af fróðleik og það verður einstaklega gaman að kynnast náttúru og skógarmenningu NV-Rússlands betur í gegnum hann.

Fræðsluerindið er haldið í Ársal, 3. hæð, Ásgarði (aðalbyggingu), Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri

Aðgangur ókeypis

Allir velkomnir!

Fræðsluerindið er í boði Skógræktarfélagsins Dafnars á Hvanneyri

Fræðslufundur: Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar

Með Fræðsla

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19:30 flytur Hreinn Óskarsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni og Hekluskógum, mjög áhugavert erindi um Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar þar sem hann lýsir m.a. hæfileikum birkisins til vaxtar þó það lendi í öskufalli, í máli og myndum. Einnig hvernig hægt er að hefta öskufok með skógi, en það er einmitt eitt af markmiðum með ræktun Hekluskóga, en fyrst þarf að glíma við að koma skóginum upp í vissa hæð og þéttleika.

Fræðslufundurinn er haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn á jarðhæð frá Ármúla).

Aðgangseyrir er krónur 750,-

Allir velkomnir!

Fræðslufundurinn er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.

Námskeið í kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði í kransagerð úr náttúrulegum efniviði laugardaginn 5. nóvember kl. 10:00-15:30. Námskeiðið fer fram að Elliðavatni.

Sýnikennsla verður í gerð kransa (haust-, jóla-, köngla-, greni- og greinakransa) með náttúrulegt efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að binda sína eigin kransa.

Skógræktarfélagið mun útvega greinar af furu, birki og víði, en þátttakendur mega gjarnan taka með náttúrulegt skreytingarefni, t.d. greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar. Ef vel viðrar og tími gefst til verður farin stutt gönguferð til efnisleitar í skóginum. Gott að taka með sér vinnuhanska, greinaklippur, skæri, vírklippur, og körfu. Hægt verður að kaupa hálmkransa og annað skreytingarefni á staðnum.

Kennari: Kristján Ingi Jónsson blómaskreytir
Verð: 7.500 kr. Innifalið í verði er kaffi og meðlæti og súpa í hádegismat.
Hámarksfjöldi: 20 manns.

Skráning (fyrir 3. nóvember) og nánari upplýsingar hjá: Else Möller, else.akur@gmail.com, s. 867-0527 Sævar Hreiðarsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, saevar@heidmork.is, s. 893-2655.

skrvk-skreytinganamskeid