Skip to main content
Flokkur

Fræðsla

Skógræktarfélagið Dafnar: Fræðsluerindi

Með Fræðsla

Skógræktarfélagið Dafnar stendur fyrir opnu fræðsluerindi þriðjudaginn 9. febrúar, kl. 20:00. Erindið er haldið í Ársal, 3. hæð í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) að Hvanneyri, Borgarfirði. Titill erindis er „Skógar Vestfjarða“ og mun Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við LbhÍ halda það.

Nánar um erindið:
Sumarið 2009 skipulögðu nemendur í skógfræði við LbhÍ sérstaka námsferð um Vestfirði þar sem markmiðið var að kynnast sem best náttúru landshlutans, með sérstakri áherslu á náttúruskóga hans og eldri gróðursetta skóga sem finnast þar. Leiðsögumenn í ferðinni voru þau Lilja Magnúsdóttir, Sighvatur J. Þórarinsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Leiðangurinn var alls fjögurra daga langur og fór hópurinn vítt og breitt um Vestfirði. Auk nemenda var Bjarna Diðrik sérstaklega boðið í ferðina, enda hafði það komið fram áður að nemendum fannst mjög skorta á þekkingu hans á skógum og skógræktarsögu landshlutans. Það var því gengið frá því að í þessu „námskeiði“ væru átta kennarar en aðeins einn nemandi, þ.e.a.s. Bjarni Diðrik. Fyrirlesturinn er því nemendafyrirlestur prófessorsins!

Erindið er öllum opið.

dafnar-erindi
Myndarlegt evrópulerki á Vestfjörðum.

Fuglaverndarfélag Íslands: Fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador

Með Fræðsla

Þriðjudaginn 10. nóvember mun Fuglavernd halda fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador þar sem Yann Kolbeinsson ljósmyndari mun segja frá ferð sinni og sýna úrval mynda.

Ecuador er fremur lítið land í Suður-Ameríku sem liggur um miðbaug. Mjög fjölbreytt búsvæði og lega landsins, sem er tæplega þrisvar sinnum stærra en Ísland, valda því að yfir 1600 fuglategundir hafa verið skráðar þar. Af búsvæðum má nefna þurrt skóglendi við vesturströnd landsins, regnskóga á vestur- og austurhlíðum Andesfjalla, opin svæði ofan trjálínu í Andesfjöllunum sem minna þó nokkuð á Ísland og Amazon skógurinn með sitt fjölbreytta vatnakerfi. Auk hinna fjölmörgu varpfugla landsins er þó nokkur fjöldi farfugla frá Norður-Ameríku sem dvelur þarna um veturinn.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 200 krónur fyrir aðra. Sjá www.fuglavernd.is.

fuglavernd-ecudaor
Sígaunafugl í Ecuador (Mynd: Yann Kolbeinsson).

Skógræktarfélag Garðabæjar: Myndasýning frá Noregsferð

Með Fræðsla

Dagana 3.-9. september síðast liðinn gekkst Skógræktarfélag  Íslands fyrir ferð til Noregs þar sem ferðast var um skóglendi Noregs frá Bergen til Osló. Nokkrir Garðbæingar voru með í för og verða sýndar myndir úr þessari ferð næst komandi fimmtudagskvöld 29. október 2009 í Garðabergi, aðkoma austan megin við Garðatorg.

Myndakvöldið hefst kl. 20:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

myndasyninggardabaer
(Kort: www.ja.is)

Fyrirlestur í Háskóla Íslands: Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future

Með Fræðsla

Síðast liðin misseri hafa fjölmargir erlendir sérfræðingar og fræðimenn komið til landsins og rætt um efnahagsmál. Fáir hafa þó talað um hvernig nýta megi þau tækifæri sem felast í breytingunum til þess að skapa betra og sjálfbærra samfélag sem lítur jafnt til varðveislu náttúruauðsins, félagslegra þarfa fólks og áframhaldandi hagsældar.

Dr. Robert Costanza, einn fremsti visthagfræðingur heims, heldur fyrirlestur í Öskju náttúrufræðahúsi stofu 132 við Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. ágúst kl 16. Fyrirlesturinn ber heitið: Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future (hvernig nýta má núverandi efnahagslægð heimsins sem tækifæri til að byggja upp sjálfbæra framtíð).
 
Sjá nánar á heimasíðu Háskóla Íslands – hér.

Um 15 sæti laus í ferð Skógræktarfélagsins til Noregs í haust

Með Fræðsla

Í ár eru 60 ár frá því Skógræktarfélag Íslands stóð fyrst fyrir kynnisferð skógræktaráhugafólks á erlenda grund og var það til Noregs. Í tilefni þess verður Noregur heimsóttur í fræðsluferð Skógræktarfélagsins þetta árið. Þann 3. september verður flogið til Bergen og ekið um suðurhluta landsins til Osló. Gist verður í Bergen, Voss og Hamar á leiðinni til Osló.

Meðal atriða á dagskránni er skoðun á trjásafninu í Bergen, heimsókn í Norska skógarsafnið (Norsk Skogsmuseum), heimsókn í Norska skógarfræbankann (Det Norske Skogfrøverk) í Hamar og „skógarhátíð“ við Sognsvatnið, auk þess sem leiðin liggur um fallegasta hluta Noregs og því margt áhugavert að sjá og skoða á leiðinni.
  
Það  eru um 15 sæti laus í ferðina, þannig að enn er tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á ferðinni að koma með. Nánar má fræðast um ferðina á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands –
www.skog.is. Skráning í ferðina er hjá:

TREX?Hópferðamiðstöðin
Hesthálsi 10
110 Reykjavík
S: 587?6000
Netfang: info@trex.is

Ganga þarf endanlega frá bókun og greiðslu ferðarinnar fyrir lok júlí.