Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2009

Fuglaverndarfélag Íslands: Í ríki fálkans

Með Ýmislegt

Miðvikudaginn 9. desember býður Magnús Magnússon félögum í Fuglavernd að sjá nýjustu fræðslumynd sína, Í ríki fálkans með Ólafi K. Nielsen.

Magnús, Ólafur Karl og Karl Sigtryggsson munu segja frá gerð myndarinnar og svara fyrirspurnum.

Sýningin verður í sal Arion banka, Borgartúni 19 og hefst kl. 20:30. Myndin verður til sölu á sýningunni og rennur allur ágóði til Fuglaverndar. Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn en aðgangseyrir er 500 kr. fyrir aðra.

 fuglaverndfalki
(Mynd: Jakob Sigurðsson)

Jólaskógarnir – jólatrjáasala skógræktarfélaganna

Með Ýmislegt

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna.

 

Skógræktarfélag Austurlands

Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga

Gunnfríðarstöðum laugardaginn 19. desember, en einnig verða seld jólatré að Fjósum í Svartárdal inn af Húnaveri.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga

Haukafelli sunnudaginn 12. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga

Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar

Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu,  laugardaginn 12. desember og helgina 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Laugalandi á Þelamörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar

Skógræktarfélag Garðabæjar

Helgina 19.-20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (við gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

 Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 9. desember. 

Skógræktarfélag Rangæinga

Bolholti sunnudagana 13. og 20. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum og í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Siglufjarðar 

Skógræktinni í Skarðsdal laugardaginn 5. desember.

Skógræktarfélag Skagfirðinga

Laugardaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.

Skógræktarfélag Stykkishólms

Skógræktarfélag Skilmannahrepps

Furulundi (norðan í Akrafjalli) helgina 12.-13. desember.

Skógræktarfélagið Mörk

Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 13. desember .

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps

Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Íslands

Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.

 

jolaskogar-kort