Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2011

Nýr trjásýnistígur í Smalaholti opnaður

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Nýr trjásýnistígur í Smalaholti verður opnaður formlega þriðjudaginn 9. ágúst. Stígurinn er hluti af stígum sem Skógræktarfélag Garðabæjar hefur skipulagt og lagðir hafa verið undanfarin sumur af atvinnuátaki og skógræktarhópum. Stígarnir eru lagðir með það í huga að gefa gestum tækifæri til að njóta fjölbreytts og vaxandi skógar í Smalaholti. Smalaholt er elsta skógræktarsvæði á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar en þar var byrjað að planta 1988. Lesa má nánar um það á heimasíðu Skógræktarfélags Garðabæjar (hér).

Skógarganga og fagnaður verður haldinn þriðjudaginn 9. ágúst kl. 17:00 og eru allir sem hafa áhuga velkomnir. Mæting er á aðalplani í Smalaholti við Elliðavatnsveg norðan Vífilsstaðavatns.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar