Skip to main content
Flokkur

Fréttir frá skógræktarfélögum

Sumarið á Gunnfríðarstöðum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Fram á Gunnfríðarstöðum á Bakásum er fallegur skógur sem nú stendur í blóma. Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga hefur verið með starfsemi á jörðinni síðan haustið 1961, þegar félagið fékk jörðina að gjöf frá þeim heiðurshjónum Helgu Jónsdóttur og Steingrími Davíðssyni.

 

sumargunnfr1
Grillað á nýja grillinu.
sumargunnfr2
Jónatan Líndal frá Holtastöðum við vegavinnu.
sumargunnfr3
Upplýsingaskilti.
sumargunnfr4
Fræbelgir á alaskaösp.

 

 

Í dag er kominn þar veglegur útivistarskógur sem er öllum opinn allt árið um kring. Skógarkofinn er opinn yfir sumarið en í honum er snyrtiaðstaða og mataraðstaða. Þá er komið veglegt kolagrill milli skógarkofans og tjaldsvæðis. Göngustígar hafa verið lagðir vítt og breitt um skóginn og eru merkingar við upphaf þeirra auk þess eru mismunandi litaðir staurar við stígana til að vísa fólki veginn.
Oft má finna betra veður fram á Gunnfríðarstöðum en t.d. á Blönduósi þegar köld hafgolan kemur yfir bæinn.

Í sumar hefur vinnuhópur frá Blöndustöð unnið í skóginum við ýmis störf. Þá hafa einnig verið tvö vinnukvöld hjá áhugafólki um skógrækt. Jólatré framtíðarinnar voru gróðursett og borinn áburður á jólatré nútímans.

Ef þið notið kolagrillið í skóginum, þá munið eftir að hella vatni á kolin að grillun lokinni. Vatnið má sækja í lækinn eða í vatnskrana við kofann. Ekki er leyfilegt að kveikja varðeld í skóginum.

 

 

Verið velkomin að Gunnfríðarstöðum.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.