Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur – „Nú er upplagt tækifæri til að stækka skóga Íslands“

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar mánudaginn 4. desember kl. 20:00. Á fundinum mun Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, flytja erindi í máli og myndum undir yfirskriftinni „Nú er upplagt tækifæri til að stækka skóga Íslands“.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 22. apríl kl. 13:00

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Í lok fundarins flytur Björn B. Jónsson skógverkfræðingur áhugavert erindi um eldvarnir á skógræktarsvæðum.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn Merkur.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 10. apríl kl. 20:00.

 

Dagskrá

 1. Almenn aðalfundarstörf

2. Önnur mál

3. Erindi.  Vatnið og skógurinn, Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar verða á staðnum.

 

Í ár verðu fréttasíða í Mosfellingi sem kemur út 6. apríl í stað fréttabréfs. Þeir sem ekki búa í Mosfellsbæ geta skoðað heimasíðuna www.skogmos.net. En þar mun fréttasíðan koma inn eftir að blaðið er komið út.

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin).

Dagskrá aðalfundar:
• Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
• Kosning samkvæmt félagslögum.
• Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins.
• Önnur mál sem fram eru borin.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið Skógrækt og hreint vatn: hvað vitum við?

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 20.00 í Grundaskóla.

Dagskrá

1) Venjuleg aðalfundarstörf:

  • Fundargerð síðasta aðalfundar
  • Skýrsla formanns
  • Reikningar
  • Kosningar

2) Verkefnaskrá ársins 2017. Traktorskaup, gróðursetning, stígagerð, jólatrjáasala o.fl.

3) Önnur mál.

Kaffiveitingar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar.

Að kaffihléi loknu mun Hannes Þór Hafsteinsson, náttúru- og garðyrkjufræðingur, flytja erindi sem hann nefnir “sígrænar plöntur á Íslandi“. Þar mun hann fjalla um sígræna runna, tré og jurtir sem þrífast við íslenskar aðstæður og gleðja augað árið um kring.

Allir velkomnir. Hægt er að gerast félagi á staðnum. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins: skoghf.is eða í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: skoghf@simnet.is

Skógræktarfélag Garðabæjar: aðalfundur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 20:00.

DAGSKRÁ:

 1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2016

1.3.           Reikningar félagsins 2016

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2017

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns reikninga.

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Erindi Ólafs Njálssonar frá Gróðrarstöðinni Nátthaga: „Sitt lítið af hverju um þintegundir og fleira gott“.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Skógræktarfélag Eyrarsveitar: aðalfundur 2017

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar verður haldinn í Bæringsstofu í Sögumiðstöðinni föstudaginn 10. mars kl. 17.

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Takið þátt í ræktun yndisskóga til kolefnisjöfnunar og útiveru.

Spennandi verkefni framundan.

 

Nýir félagar velkomnir.

 

Stjórnin.

Fagráðstefna skógræktar 2017: Með þekkingu ræktum við skóg

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2017 verður haldin dagana 23. – 24. mars 2017 í Hörðu. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Með þekkingu ræktum við skóg“, en þetta er jafnframt afmælisráðstefna Mógilsár, sem fagnar 50 árastarfi sínu á þessu ári. Starfsmenn Mógilsár kynna rannsóknir sínar fyrri daginn og þann seinni verða flutt ýmis erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.

Skráningargjald er kr. 9.000 og innifelur aðgang að öllum fyrirlestrum, ráðstefnugögn, kaffi og vettvangsferð á Mógilsá. Að auki verður hægt að skrá sig í hádegismat í Hörpu og kostar það kr. 5.800 fyrir báða dagana.

Hátíðarkvöldverður verður í Súlnasal Hótel Sögu 23. mars og hefst kl. 20. Veislustjóri verður Gísli Einarsson og Sigurður Helgi Oddsson spilar undir borðhaldi og fjöldasöng. Hátíðarkvöldverður kostar kr. 11.900 og þarf fólk að skrá sig sérstaklega í hann.

Fljótlega verður opnað fyrir skráningar á ráðstefnuna á vef Skógræktarinnar – www.skogur.is

Vert er að vekja athygli á sérstöku ráðstefnutilboði fyrir gistingu á Hótel Sögu, kr. 15.800 nóttin fyrir eins manns herbergi og kr. 18.700 fyrir tveggja manna herbergi. Til þess að nýta tilboðið þarf að bóka fyrir 1. febrúar 2017 í gegnum þennan tengil hótelsins.

Fagráðstefna skógræktar er skipulögð og haldin af Skógræktinni, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélagi Íslands, Landssamtökum skógareigenda og Skógfræðingafélaginu. Í skipulagsnefnd eru: Edda Sigurdís Oddsdóttir (edda@skogur.is), Bjarni Diðrik Sigurðsson (bjarni@lbhi.is), Einar Gunnarsson (eg@skog.is), Hrönn Guðmundsdóttir (hronn.lse@gmail.com) og Lárus Heiðarsson (lalli@skogur.is).


Drög að dagskrá:

23.3.2017 Kaldalón, Hörpu

09:00

Setning ráðstefnu

 

09:10

Ávarp skógræktarstjóra

Þröstur Eysteinsson

09:30

Straumar og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndunum

Jonas Rönnberg

10:15

Kaffi

 

10:40

Saga skógræktarrannsókna á Íslandi

Aðalsteinn Sigurgeirsson

11:00

Skógræktarrannsóknir til framtíðar

Edda S. Oddsdóttir

11:20

Erfðaauðlindin

Brynjar Skúlason

11:50

Plöntusjúkdómar

Halldór Sverrisson

12:10

Matur

 

13:10

Skaðvaldar

Brynja Hrafnkelsdóttir

13:30

Landskógaúttekt

Arnór Snorrason

13:50

Notkun landupplýsinga í skógræktarrannsóknum

Björn Traustason

14:10

Hvernig viðrar?

Bjarki Þ. Kjartansson

14:30

Árhringir og umhverfisbreytur

Ólafur Eggertsson

14:50

Asparstiklingar

Jóhanna Ólafsdóttir

15:10

Akurskógrækt

Þorbergur H. Jónsson

15:30

Ferð á Mógilsá

 

18:00

Brottför til Reykjavíkur

 

20:00

Hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu

 


24.3. 2017 Kaldalón, Hörpu

09:00

Skógrækta til landgræðslu

Árni Bragason

09:20

Skógur og umhverfismál

Bjarni D. Sigurðsson

09:40

Endurskinshæfni (albedo) ólíkra gróðurlenda

Brynhildur Bjarnadóttir

10:00

Kaffi

 

10:30

Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana

Jón Auðunn Bogason

10:50

Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi

Sæmundur Sveinsson

11:10

Kynbætur á birki

Þorsteinn Tómasson

11:30

Íbætur skógarmoldar (og almennt um skógrækt á Skógarströnd)

Sigurkarl Stefánsson

11:50

Matur

 

13:00

Meðferð lerkiskógarreita í ljósi beinleika stofna

Páll Sigurðsson

13:20

Vangaveltur um vindfall í skógum

Valdimar Reynisson og Björgvin Eggertsson

13:40

Lesið í skóginn, fræðsla í skógrækt

Ólafur Oddsson

14:00

Veggspjöld og kaffi

 

15:00

Miðlun þekkingar

Pétur Halldórsson

15:30

Pallborðsumræður – samantekt

 

16:30

Ráðstefnuslit