Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2019

Fulltrúafundur 2019

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 10-16 og verður hann haldinn í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal.

Meginþemu fundarins eru Landgræðsluskógar og Græni stígurinn, en auk þess er gert ráð fyrir almennum umræðum þar sem félögin geta rætt það sem brennur á þeim.

Dagskrá fundar:

10:00-10:05  Setning
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
10:05-10:30 Nýr samningur um Landgræðsluskóga
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands
10:30-10:55 Dótakassinn – tól og tæki í skógræktarstarfinu
Einar Gunnarsson, Skógræktarfélagi Íslands
10:55-11:20 Kortlagning með GSM-síma og opnum hugbúnaði
Bjarki Þór Kjartansson, Skógræktinni
11:20-11:30 Skógargáttin
Jón Ásgeir Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands
11:30-11:55 Landgræðsluskógar frá sjónarhóli þátttakenda
Else Möller, Skógræktarfélaginu Landbót
11:55-13:15 Hádegishressing
13:15-13:30 Loftslagsskógar í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
13:30-13:50 Græni stígurinn
Þráinn Hauksson, Landslagi
13:50-16:00 Almennar umræður – hvað brennur á skógræktarfélögunum?
Samantekt og niðurstöður.
16:00- Léttar veitingar

Fundarstaður – Félagsheimili Orkuveitunnar (Rafveituheimilið)

A new agreement on the Land Reclamation Forest project signed

Með News

A new agreement on the Land Reclamation Forest project was signed on Monday, February 11. The agreement ensures the governments continued support for the project, whose aim is to re-establish forest and vegetation cover on sparsely vegetated land, in order to reclaim ecosystems, increase biological diversity and provide recreation opportunities for the general population.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, the Minister for the Environment and Natural Resources and Jónatan Garðarsson, Chairman of the Icelandic Forestry Association, signed the agreement, along with Árni Bragason, the director of the Soil Conservation Service of Iceland and Aðalsteinn Sigurgeirsson, on behalf of the Iceland Forest Service, but the Soil Conservation Service and Forest Service will provide technical supervision of the project.

The Land Reclamation Forests project was launched in 1990, to mark the 60th anniversary of the Icelandic Forestry Association, as a collaboration of the forestry associations in Iceland, the Iceland Forest Service, the Soil Conservation Service and the Ministry of Agriculture.

The new agreement is in effect for the next five years and stipulates an annual contribution of 45-55 million ISK per year, or a total of 260 million ISK over the five years.

From left: Jónatan Garðarsson, Chairman of the Icelandic Forestry Association, Aðalsteinn Sigurgeirsson, of the Iceland Forest Service, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Minister for the Environment and Natural Resources and Árni Bragason, director of the Soil Conservation Service of Iceland, at the signing (Photo: BJ).

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2018
  3. Reikningar félagsins 2018
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
  5. Stjórnarkjör
  • Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar mun halda erindi þar sem hann mun fjalla almennt um Kolvið og framtíðarsýn.

Fagráðstefna skógræktar 2019 – „Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál“

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands. Nánar