Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2019

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2019

Með Fréttir

Skógræktarfélagið Mörk heldur aðalfund sinn í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 1. júní kl. 13:30.

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál
  3. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi „ Landnám birkis á Skeiðarársandi“.

Áhugavert verður  að hlýða á erindi Þóru Ellenar  um hinn mikla skóg sem vex af fræjum sem fokið hafa úr Skaftafellsheiðinni. Hefur hún ásamt Kristínu Svavarsdóttur rannsakað fyrirbæri þetta.

Allir áhugasamir velkomnir á fundinn.

Stjórn Merkur.

Sjálfbær maí hjá ION Hóteli

Með Fréttir

Í maí býður ION Hótel á Nesjavöllum upp á græna upplifun, í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Sumac Grill+Drinks. Tilboð er á sérstökum gistipakka (gisting fyrir tvo í Standard herbergi, morgunverður og þriggja rétta kvöldverður að hætti Sumac Grill+Drinks) en fyrir hvert tilboð mun Skógræktarfélag Íslands planta tré á Úlfljótsvatni. Fær hver kaupandi umslag með minjagrip til staðfestingar á þátttöku í þessu verkefni.

Gestir sem koma hjólandi, gangandi eða á rafmagnsbíl fá uppfærslu í Deluxe herbergi og þeir heppnustu í Thermal svítu.

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fréttir, Fréttir frá skógræktarfélögum

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar var haldinn síðastliðinn fimmtudag 25. apríl, sumardaginn fyrsta að Þinghamri í Stafholtstungum. Formaður félagsins, Óskar Guðmundsson flutti skýrslu stjórnar- og starfsáætlun.. Laufey Hannesdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Líflegar umræður urðu á fundinum, um mikilvægi skógræktar í nútímanum og brýna þörf á aukinni ræktun skóga vegna umhverfisástands í heiminum.

Þá leiddi Ása Erlingsdóttir frá Laufskálum í skóginn við Varmaland og lýsti kennsluaðferðum og skemmtilegri nálgun við skóginn í kennslu: Listin að læra í og af skógi. námsumhverfið í skóginum. Fundarritari var Ragnhildur Freysteinsdóttir og fundarstjóri: Gísli Karel Halldórsson.

Stjórnin hélt fyrsta fund starfsárs eftir aðalfund – á laugardag (27. apríl) og skipti með sér verkum. Hlutverkaskipan er óbreytt frá fyrra ári: Meðstjórnendur eru Jökull Helgason og Pavle Estrahjer, ritari Ragnhildur Freysteinsdóttir, gjaldkeri Laufey Hannesdóttir og formaður Óskar Guðmundsson í Véum.