Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2019

Office closed August 1-2

Með News

The Icelandic Forestry Association office will be closed on August 1-2 as all staff are on vacation or working outside. If you need to reach a staff member send an e-mail or call their mobile. E-mails and phone numbers are listed under Our people.

Aðalfundur 2019

Með Aðalfundir

84. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september 2019. Skógræktarfélag Kópavogs var gestgjafi fundarins, en það fagnaði 50 ára afmæli á árinu.

Fundurinn hóst að venju á föstudagsmorgni með ávörpum. Fyrstur tók til máls Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og því næst steig Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs í pontu. Næst flutti Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarp og að því loknu tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, til máls.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf – kynning á skýrslu og ársreikningi Skógræktarfélags Íslands, skýrsla Landgræðslusjóðs, kynning tillagna að ályktunum og skipun í nefndir. Að því loknu var komið að fræðsluerindum. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri í Kópavogi, fjallaði um Kópavog með grænum augum, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, fjallaði um loftslagsskóga og Kristinn H. Þorsteinsson sagði stuttlega frá fyrirhugaðri vettvangsferð dagsins.

Að hádegisverði loknum var svo haldið í vettvangsferðina. Byrjað var á því að heimsækja Þorstein Sigmundsson í Elliðahvammi og kynnast ræktun fjölskyldu hans þar, en því næst var haldið til Litladals við Lækjarbotna, þar sem Þröstur Ólafsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hefur ræktað upp yndisskóg við sumarbústað sinn. Því næst var haldið í Guðmundarlund, þar sem haldin var mikil hátíð með ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, vígslu nýs fræðsluseturs í eigu Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs og söng og veitingum.

Laugardagur hófst á nefndastörfum og að þeim loknum tóku við fræðsluerindi. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur fjallaði um birkikynbætur, Björn Traustason hjá Skógræktinni kynnti Avenza kortlagningaappið, Kristinn H. Þorsteinsson sagði frá því helsta úr 50 ára starfi Skógræktarfélags Kópavogs og Orri Freyr Finnbogason arboristi sagði frá starfi sínu við trjáklifur og trjáhirðu. Síðastur á mælendaskrá var svo Friðrik Baldursson, sem kynnti vettvangsferð dagsins.

Að loknum hádegisverði var gengið frá fundarstað í Fagralundi að Meltungu og svæðið þar skoðað, en þar kennir ýmissa grasa, með yndisgarði, trjásafni, rósagarði og mörgu fleira. Var gengið um svæðið og mikið skoðað og endað á hressingu.

Dagskrá laugardags lauk svo með hátíðarkvöldverði, sem haldinn var í Menntaskólanum í Kópavogi og hátíðardagskrá í boði Skógræktarfélags Kópavogs. Þrír félagar í Skógræktarfélagi Kópavogs voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu skógræktar, þeir Þorsteinn Sigmundsson, Pétur Karl Sigurbjörnsson og Friðrik Baldursson. Var þeim félögum sem áttu tugaafmæli á árinu líka færðar árnaðaróskir og voru mættir fulltrúar frá tveimur þeirra – Skógræktarfélagi Kópavogs sem fagnaði 50 ára afmæli og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps, sem er 80 ára. Einnig voru þau Elísabet Kristjánsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson gerð að heiðursfélögum Skógræktarfélags Íslands.

Á sunnudeginum tóku svo við hefðbundin aðalfundarstörf – afgreiðsla reikninga, ályktana og kosning stjórnar. Engar breytingar urðu á stjórn. Í varastjórn voru kosin þau Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga, og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

Fundargögn
Samþykktar ályktanir aðalfundar 2019 (.pdf)
Dagskrá (.pdf)
Starfsskýrsla og reikningar Skógræktarfélags Íslands (.pdf)
Starfsskýrsla og ársreikningur Landgræðslusjóðs (.pdf)
Kolviður – ársreikningur 2018 (.pdf)
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu – ársreikningur 2018 (.pdf)
Úlfljótsvatn sf – ársreikningur 2018 (.pdf)
Yrkja – ársreikningur 2018 (.pdf)

Erindi á fundi og fylgigögn:
Björn Traustason – Avenza Maps (.pdf)
Friðrik Baldursson – Kópavogur með grænum augum (.pdf)
Friðrik Baldursson – Trjásafnið í Meltungu (.pdf)
Friðrik Baldursson – Trjásafnið í Meltungu (grein) (.pdf)
Friðrik Baldursson – Meltunga – Ættkvíslarlisti (.pdf)
Friðrik Baldursson – Meltunga – kort (.pdf)

 

Vinnu- og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi í Kópavogi

Með Fréttir

Undanfarin ár hefur verið haldinn vinnu- og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi þar sem áhugasamir ræktendur hafa mætt og notið þess að stússast saman í garðinum stutta stund. Næsti slíkur dagur er fyrirhugaður fimmtudaginn 25. júlí. Stússið byrjar kl. 17 en hægt er að mæta þegar hentar eftir það. Verkfæri verða á staðnum og boðið upp á grillaðar pylsur og gos í dagslok.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands – https://gardurinn.is/event/1213/.

Skógarleikarnir 2019

Með Fréttir

Skógarleikarnir verða haldnir laugardaginn 6.júlí frá kl. 13.00-17.00 í Heiðmörk. Skógarleikarnir eru nú orðinn árlegur viðburður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og stemmningin alltaf einstök.

Að vanda mun fagfólk í skógarhöggi keppa í skógaríþróttum þar sem tekist er á í æsispennandi keppni. Keppt er í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem afkvistun trjábola, nákvæmnisfellingu, axarkasti, sporaklifri og bolahöggi.

Samhliða keppninni er ævintýraleg stemmning í lundinum þar sem dregnir verða fram töfrar skógarins á margvíslegan hátt.

Tálgun hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár þar sem gestir á öllum aldri geta spreytt sig undir handleiðslu Benedikts Axelssonar. Þátttakendum eru kennd undirstöðu atriðin í því hvernig hægt er að tálga úr ferskum viði.

Orri arboristi og Sebastian Morgenstjerne frá Trjáprýði munu kynna vinnubrögð trjáklifrara á mjög sjónrænan hátt.

Johan Grønlund mun kynna hvernig hægt er að vinna skúlptúra úr trjábolum með keðjusög. Þess má geta að Johan verður með námskeið í skúlptúragerð með keðjusög í vikunni eftir Skógarleikana.

Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélaginu, mun fræða áhugasama um kolefnisbindingu trjáa með fróðlegri leiðsögn um skóginn

Skógurinn geymir einnig mikið af hráefnum til jurtalitunar. Hulda Brynjólfsdóttir mun kynna fyrir gestum hvaða jurtir gefa hvaða lit og hvernig hægt er að nýta þær til litunar. Hún mun vera með litunarlög mallandi í pottum þar sem gestir geta fylgst með ferlinu

Axarkastið hefur ávallt verið vinsælt og nú munu Berserkir leiðbeina gestum í axarkastinu

Skógarleikjatjaldið verður svo reist að vanda og mun seiðkona taka vel á móti gestum og bjóða upp á töfrastund í tjaldinu.

Eldsmiður mætir á svæðið og hamrar járnið yfir logandi eldinum, ásamt því að rista ilmandi möndlur.

Boðið verður upp á að grilla snúrubrauð yfir varðeldi og boðið upp á rjúkandi ketilkaffi í lundinum ásamt grillveislu í boði Skógræktarfélags Reykjavíkur.

 

Skógarleikarnir eru á instagram: skograektarfelagreykjavikur og á Facebook.

Skógarleikarnir 2019 – Forestry Games 2019

Með News

The Reykjavík Forestry Association will host its annual Forestry Games on Saturday, July 6, between one and five o‘clock.

Foresters will compete in various forestry sports, such as debranching, tree felling, axe throwing and more.

Various other activities will be on offer, for the entire family – whittling instructions, demonstrations of dyeing with plants, tree climbing, carving sculptures with a chainsaw and forging, a guided walk through the forest, axe throwing and a sorceress in a teepee!

Guests can also bake bread over an open fire and there will be refreshments on offer – a BBQ, kettle coffee and more.

The Forestry Games are on Instagram: skograektarfelagreykjavikur and on Facebook.