Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Félagsskírteini 2024-2025

Með Fréttir

Félagsskírteini skógræktarfélaganna er nú almennt orðið rafrænt. Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag, en er uppfært árlega. Búið er að uppfæra það fyrir árið í ár (þ.e. fyrir gildistíma 2024-2025). 

Félagar með virkt félagsskírteini veskinu í símanum þurfa ekki að hala því niður aftur. Skírteinið á að uppfærast sjálfkrafa í Android-símum þegar það er opnað í veskinu, en einnig má ýta á “hringhnapp” neðst til hægri til að uppfæra skírteinið. Iphone notendur þurfa að fara í veskið og á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), er smellt á „Pass details“ og strokið svo niður skjáinn og á skírteinið þá að uppfærast.  

Félagsmenn sem eru ekki með rafrænt skírteini nú þegar geta haft samband til að athuga hvort virkt netfang sé skráð hjá okkur og fengið tengil til að nálgast skírteinið sendan. Hafið samband með tölvupósti á rf@skog.is eða hringið í síma 551-8150. 

Hvatningarverðlaun skógræktar: Kallað eftir tilnefningum

Með Fréttir

Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í fyrsta sinn á alþjóðlegum degi skóga, þann 21. mars næst komandi. Fyrirhugað er að veita þau árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. 

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands. 

Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/ 

 Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að gera virkilega góða hluti innan skógræktar og eiga hvatningu skilið – endilega senda inn tilnefningu! 

 

                

Grasagarður Reykjavíkur: Leikið með laufum: Listasmiðja fyrir fjölskyldur

Með Fréttir

Grasagarður Reykjavíkur býður til listasmiðju í garðskála Grasagarðsins laugardaginn 20. janúar kl. 10:30-13:00.

Í þessari listasmiðju fyrir fjölskyldur verður unnið með laufblöð plantna. Sérstök áhersla er lögð á að rannsaka laufblöð með mismunandi miðlum í þrykki, teikningu og málun. Notuð verða ýmiskonar fjölbreytt efni sem hægt er að nýta á skapandi hátt.

Listasmiðjan veitir þátttakendum tækifæri til að virkja eign hugmyndir í listsköpun á sama tíma og rætt verður um inntak sýningarinnar „Þessi djúpi græni blaðlitur: Minningar í lit“ sem nú stendur yfir í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur.

Listasmiðjan er í umsjón Ásthildar Jónsdóttur.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Gleðilegt nýtt ár!

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!

Þökkum skógræktarfélögum um land allt – og öðrum vinum, samstarfs- og styrktaraðilum – fyrir ánægjulega samvinnu á liðnu ári!

Happy New Year!

Með Fréttir, News

The Icelandic Forestry Association wishes everyone a Happy New Year!

Special thanks to all the forestry associations in Iceland – and all our other friends, partners and supporters – for their cooperation this past year.

Skjótum rótum með Rótarskoti!

Með Fréttir

Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/rotarskot

Gleðileg jól!

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við þökkum stuðninginn á liðnu ári og sjáumst hress í skóginum árið 2024!

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum:

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum til 23. desember  kl. 11-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá nánar: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá nánar á: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð til 23. desember, kl. 12-17 alla dagana nema Þorláksmessu, en þá er opið kl. 10-16. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur á Lækjartorgi 18.-21. desember kl. 14-18 og kl. 14-20 þann 22. desember. Sjá nánar: https://www.heidmork.is

 

Nánari upplýsingar einnig á: http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/