Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2020

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi mánudaginn 28. september kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf (árskýrssla, reikningar og kosningar), auk þess sem rætt verður um starf félagsins.

Í ljósi aðstæðna vegna Covid verður ekki boðið upp á veitingar að þessu sinni.

Eitt sæti er laust í stjórn félagsins og eru félagar, sem áhuga hafa á að taka þátt í störfum félagsins, hvattir til að bjóða sig fram – með þátttöku næst árangur!

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn laugardaginn 5. september síðast liðinn, í fundarsal í Arionbanka í Borgartúni í Reykjavík. Aðalfundur félagsins nær vanalega yfir þrjá daga, með fræðslufyrirlestrum og vettvangsferðum og skiptast aðildarfélög Skógræktarfélags Íslands á að vera gestgjafar fundarins. Í ljósi aðstæðna í ár var ákveðið að fundurinn yrði með öðrum hætti. Voru eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar, svo sem kosningu stjórnar og afgreiðslu ársreiknings. Hluti fulltrúa sat svo fundinn í fjarfundi.

Jónatan Garðarsson var endurkjörinn formaður Skógræktarfélags Íslands. Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir inn, þær Nanna Sjöfn Pétursdóttir frá Skógræktarfélagi Bíldudals og Berglind Ásgeirsdóttir frá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Varastjórn var endurkjörin, en í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Valgerður Auðunsdóttir og Björn Traustason. Ein tillaga að ályktun, um notkun lífrænna varna í skógrækt, var einnig samþykkt.


Jónatan Garðarsson formaður ávarpar fundargesti.


Úr stjórn gengu Sigrún Stefánsdóttir (t.v.) og Laufey B. Hannesdóttir og voru þær formlega kvaddar og þakkað fyrir þeirra störf með blómvendi.