Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2025

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta á Úlfljótsvatni 2025

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta á Úlfljótsvatni 2025 verður haldinn í húsakynnum BÍS, Hraunbæ 123, í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 2025 kl. 20:00.

Dagskrá

Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.

  1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
  2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  3. Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera
  6. Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Önnur mál.

Veitingar að venju í boði félagsins

Fulltrúar ungmennaráðs BÍS koma með kynningu á verkefninu Tré og tjútt, sem þau fengu styrk fyrir frá Loftslagssjóði ungs fólks og munu þau vinna verkefnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur.