Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands verður lokuð föstudaginn 25. apríl. Ef nauðsynlega þarf að hafa samband má finna símanúmer starfsmanna á heimasíðunni.
Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélaga Borgarfjarðar verður í Safnahúsi Borgarfjarðar, 29. apríl 2025 klukkan 18:00.
Dagskrá aðalfundar:
– Skýrsla stjórnar
– Farið yfir reikninga félagsins
– Samþykki skýrslu og reikninga
– Kosningar
– Félagsgjöld
– Önnur mál.
Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2025 verður haldinn þriðjudaginn 6. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar 2024
- Reikningar félagsins 2024
- Ákvörðun um félagsgjöld 2025
- Kosning stjórnar og endurskoðenda
- Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fara yfir og sýna brot af því besta úr 70 ára sögu félagsins, en félagið var stofnað árið 1955 og er því 70 ára í ár.
Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.
Aðalfundur Skógræktarfélags Hveragerðis verður haldinn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00.
Gestur fundarins: Ragnhildur Freysteinsdóttir, starfsmaður Skógræktarfélags Íslands, segir frá starfsemi félagins.
Kaffiveitingar.
Allir velkomnir, félagar takið með ykkur gesti!
Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl n.k í Safnaðarheimilinu á Hellu Dynskálum 8. Fundurinn hefst kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Fræðsluerindi: Bötun birkis. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur er gestur fundarins en hann hefur lengi unnið að kynbótum plantna, m.a á íslensku birki og náð undraverðum árangri.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Hvetjum ykkur öll til að mæta, tökum vel á móti nýjum félögum.
Skógræktarfélag Skagfirðinga boðar til aðalfundar félagsins föstudaginn 11. apríl kl. 17 og verður fundurinn haldinn í Miðgarði.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins
- Félagsgjald
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál+
Í lok fundar mun starfsfólk Skógræktarfélags Íslands vera með stutt fræðsluerindi. Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur nefnir sitt erindi „Á meðal trjánna“ og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur fjallar um Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins.
Kaffi og léttar veitingar.
Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn í Stúkuhúsinu mánudaginn 31. mars 2025 kl. 18.
Dagskrá
1) Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2) Fundargerð síðasta aðalfundar.
3) Ársskýrsla félagsins 2025.
4) Reikningar 2025.
5) Tilllaga um félagsgjald.
6) Lagabreytingar – engin tillaga hefur borist.
7) Kosningar.
Fundarhlé – Veitingar
8) Önnur mál – m.a.helstu verkefni félagsins. –
Verkefnaskrá
- Gróðursetning
- „Moldarflag“ við Gáma í Slögu. Gróðursetning, sáning grasfræja o.fl.
- Nýja uppeldis- og athafnasvæðið í Slögu
- Samkomugámur í Slögu. Innréttingar, frágangur
- Framkvæmdir – m.a. stígagerð
- Líf í lundi
- Aðrar samkomur og gönguferðir – hvernig er best að ná til fólks, kynna félagið og fá til þátttöku?
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Gengið inn frá Strandgötu.
Kl. 20.00 – 20.50
- Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffihlé
Kl. 21.10 – 21.45
- Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Rauða genið og kynbætur birkis“.
Sjá nánar á heimasíðu félagsins: skoghf.is og fésbókarsíðu.
Nýlegar athugasemdir