Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2018
  3. Reikningar félagsins 2018
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
  5. Stjórnarkjör
  • Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
  • Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar mun halda erindi þar sem hann mun fjalla almennt um Kolvið og framtíðarsýn.

Fagráðstefna skógræktar 2019 – „Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál“

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands. Nánar

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólanum á Akureyri, flytja erindi sem hún nefnir „Kolefnisbinding í trjám og gróðri“.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2019

Með Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn mánudaginn 18. mars 2019 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar 2018
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
5. Stjórnarkjör:
• Kosning formanns
• Kosning þriggja aðalmanna
• Kosning þriggja varamanna
• Kosning skoðunarmanns reikninga
• Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
• Önnur mál
Kaffiveitingar í boði félagsins

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson munu halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar