Skip to main content
Flokkur

Skógargöngur

Fjölskyldudagur í Guðmundarlundi

Með Skógargöngur

 – Ratleikir, útivist og kveikt upp í kolunum –

Dagur: Þriðjudagur 13, ágúst 2013

Tími:  Kl. 18:00. Gert ráð fyrir tveimur tímum.  

Leið að Guðmundarlundi má sjá hér.

Ratleikur verður í skóginum  undir leiðsögn Gísla Bragasonar og skátar verða með klifurturn.  Heit kol verða tiltæk í grillhúsinu í Guðmundarlundi,  svo upplagt er að taka með sér nesti og njóta þess í góðum hópi í lokin.  
 

Allir velkomnir!

 gumundarlundur fyrir vef

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Trjá- og rósasafnið í Höfðaskógi

Með Skógargöngur

Fimmtudagskvöldið 25. júlí stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um trjá- og rósasafnið í Höfðaskógi. Um 300 mismunandi tegundir, yrki og kvæmi trjágróðurs eru í trjásafninu og á annað hundrað rósayrki í rósasafninu. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 20:00.

Nánari upplýsingar má fá í síma félagsins: 555-6455.

Allir velkomnir.

sk hafn-juli

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluganga – Rétt við bæjardyrnar – gróður og jarðfræði

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðslugöngu þriðjudaginn 23. júlí og hefst gangan kl. 19:30. Lagt er upp frá bílastæði við Guðmundarlund. Gengið verður að Arnarbæli og þaðan um Vatnsendahlíð til baka í Guðmundarlund.

Frætt verður um margvísleg jarðfræðifyrirbrigði sem fyrir augu bera á leiðinni og skógræktarsögu svæðisins gerð skil. Leiðsögumenn eru Hreggviður Norðdahl og Bragi Michaelsson.

Allir velkomnir.


Leiðir að Guðmundarlundi má sjá á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs (hér).

Pödduganga í Kjarnaskógi

Með Skógargöngur

Laugardaginn 13. júlí næstkomandi mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur leiða pöddugöngu í Kjarnaskógi. Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl. 13:30 en Bjarni mun fræða þáttakendur um hvaða smádýr leynast í skógarbotninum auk þess sem hægt verður að skoða sum þeirra í víðsjá að göngu lokinni og þiggja léttar veitingar.

Allir velkomnir!

Fræðsluganga í Kópavogsdal

Með Skógargöngur

Vin í alfaraleið, gróður og saga

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu um Kópavogsdal þriðjudagskvöldið 9. júlí undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar.
Í ferðinni verður leitast við að kynna fólki þann gróður sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins.

Lagt verður í gönguna frá bílastæðinu við Digraneskirkju kl. 19:30.
Fræðslugöngunni lýkur um kl. 21:30.

Allir velkomnir

 

kpavogsdalur-skgarganga10072012-04

Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Fuglaskoðun á Elliðavatni

Með Skógargöngur

Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.
Allir velkomnir – munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

Mynd: Óðinshani veitist að jaðrakan –  ljósmyndari Sigurjón Einarsson.odinshani jadrakan1 sigurjon

Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Skilmannahrepps efnir til skógargöngu þriðjudaginn 2. júlí kl. 20. Lagt verður af stað frá
kaffiskúr félagsins í Furuhlíð undir Selhæð í landi Stóru-Fellsaxlar.
Til að komast að skógræktarsvæðinu frá höfuðborgarsvæðinu er best að beygja til hægri inn á Vesturlandsveg eftir að komið er upp úr Hvalfjarðargöngum. Ekið er framhjá afleggjara að Grundartanga og beygt til vinstri inn á Fellsendaveg.

Skógarganga í Gráhelluhrauni

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir göngu um skóginn í Gráhelluhrauni fimmtudagskvöldið 27. júní. Sérstaklega verður hugað að þeim trjátegundum sem þar er að finna, en byrjað var að gróðursetja þar árið 1947.

Lagt verður af stað frá hesthúsunum í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg kl. 20:00.

Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455.

Fræðsluganga í Vatnsenda

Með Skógargöngur

Þriðjudaginn 25. júní efnir Skógræktarfélag Kópavogs til fræðslugöngu í Vatnsenda þar sem hugað verður að gróðri og sögu. Tré verða heimsótt, hugað að eplarækt og býflugnabú skoðuð svo fátt eitt sé nefnt.

Lagt verður upp frá bílastæði ofan við Elliðahvamm í Elliðavatnshverfi kl. 19:30. Leiðsögumenn verða Kristinn H. Þorsteinsson og Þorsteinn Sigmundsson

Allir velkomnir!

sk kop-gangajuni2 

Upphafsstaður göngu er merktur með rauðum punkti.

Hjóladagur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með Skógargöngur

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar standa fyrir fjölskylduhjólreiðaferð þann 22. Júní kl. 14:00.
Lagt verður af stað við hús Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn kl. 14:00 og hjólað að aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíð í Úlfarsfelli við Vesturlandsveg.
Hjólað verður yfir Hólmsheiði á malarstígum, komið niður við Reynisvatn, gegnum Grafarholt, framhjá Bauhaus og að Hamrahlíð. Hægt að hjóla malbikuðum stíg alla leið ef fólk kýs það frekar.
Fyrir yngstu kynslóðina verður hægt að byrja við Bauhaus og hjóla nýja stíginn sem liggur þaðan að Hamrahlíð.
Gert er ráð fyrir að allir verði komnir í Hamrahlíðina klukkan rúmlega 15:30.
Boðið verður upp hressingu í Hamrahlíð að hjólreiðaferð lokinni.
Hægt verður að fá far til baka frá Hamrahlíð bæði fyrir fólk og hjól.
Vonumst til að sjá sem flesta.

alt

X