Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2010

Úttekt á skógum heimsins 2010

Með Ýmislegt

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, tekur nú reglulega saman skýrslur yfir ástand skóga í heiminum. Nýjasta skýrslan kemur út á þessu ári og er búið að birta skýrslur allra landa sem þátt tóku á skýrsla Íslands. Lokaskýrslan er enn í vinnslu og er von á henni í október.

skogaruttekt
(Mynd: RF).

Eldhugi og náttúrufræðingur

Með Fundir og ráðstefnur

Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni áttræðum verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. apríl.

Dagskrá:
Aðalfundur:
14:00 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
14:50 Kaffi- og kleinuhlé

Málþing:
Fundarstjóri Björn Sigurbjörnsson
15:05 Hver er Ingvi Þorsteinsson? Björn Sigurbjörnsson
15:15 Gróðurrannsóknir Ólafur Arnalds
15:40 Gróðurkortagerðin Guðmundur Guðjónsson
16:00 Gróðurvernd Sveinn Runólfsson/Andrés Arnalds
16:20 Frjáls félagasamtök Árni Bragason
16:35 Umræður
17:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur síðasta orð

Að málþinginu loknu verður boðið upp á veitingar, „þjóðlegan nestispakka“.  Samkoman hefst á aðalfundi  Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs en þangað eru allir málþingsgestir velkomnir.

Tekið var viðtal við Ingva í þættinum Vítt og breitt á Rás 1 fimmtudaginn 29. apríl og má hlusta á það hér.

Framandi og ágengar tegundir – raunveruleg, aðsteðjandi eða ímynduð ógn?

Með Ýmislegt

Fyrir stuttu lögðu Landgræðsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands fram skýrslu til umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, sem inniheldur tillögur um stöðvun útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.  Nánar má kynna sér efni skýrslunnar á http://epaper.visir.is/media/201005310000/pdf_online/1_19.pdf
http://epaper.visir.is/media/201006050000/pdf_online/1_24.pdf
Sigmundur Guðbjarnarson Mbl 23.04.2010 (pdf)
Einar Sveinbjörnsson Mbl. 21.06.2010 (pdf)
Borgþór Magnússon Mbl. 24.06.2010 (pdf)
Heiðmörk í hættu Mbl. 28.06.2010 (pdf)
Skógræktarritinu (pdf) og á heimasíðu Nobanis-verkefnisins.

lupina
(Mynd: RF).

 

Náttúruvernd á krossgötum – vörn og sókn

Með Fundir og ráðstefnur

Náttúruverndar- og umhverfissamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl kl. 10:00-15:30.
Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.
Dagskrá þingsins er tvíþætt. Fyrri hluta dags verða flutt erindi um verkefni sem verið hafa til skoðunar og í umræðunni að undanförnu s.s. rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, verndun jarðminja á framkvæmdasvæðum, endurheimt votlendis, loftslagsbreytingar og löggjöf um náttúruvernd. Einnig verður fjallað um stöðu og þýðingu náttúruverndar og spáð í framtíðina. Seinni hluti þingsins verður að hætti Heimskaffis helgaður málstofum um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.
Mikilvægt er að náttúruverndarfólk fjölmenni á þingið til að leggja á ráðin og hafa áhrif á þróun náttúruverndar á Íslandi til framtíðar.


Boðið verður upp á kaffiveitingar, súpu og brauð í hádeginu.

ALLIR VELKOMNIR!

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Landverndar í síma 552 5242 eða með pósti til sigrunpals(hjá)landvernd.is.  Upplýsingar hjá Einari Ó. Þorleifssyni í síma 857 2161 og Sigrúnu Pálsdóttur í síma 552 5242/866 9376

Dagskrá:
10.00 Setning ∙ Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
10.10 Ávarp ∙ Svandís Svavarsdóttur, umhverfisráðherra
10.25 Jarðminjar í kreppu ∙ Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur
10.50 Rammaáætlun ‐ Hvað svo? Náttúran og löggjöfin ∙ Katrín Theódórsdóttir, lögmaður
11.15 Endurheimt votlendis og loftslagsbreytingar ∙ Einar Þorleifsson, Náttúruvaktin
11.30 Staða náttúruverndar í dag ∙ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
11.45 Náttúruverndarsamtök – þýðing og mikilvægi ∙ Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
12.00 Hádegishlé
13.00 Málstofur að hætti Heimskaffis um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau. 15.00 Ályktanir náttúruverndarþings
15.30 Fundarslit

Fundarstjórn: Hólmfríður Arnardóttir (Fuglavernd) og Lárus Vilhjálmsson (Landvernd)

Opið hús 20. apríl fellur niður

Með Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna sem vera átti 20. apríl fellur því miður niður, vegna forfalla fyrirlesara. Stefnt er að því að halda það síðar á árinu og verður það þá að sjálfsögðu auglýst í tíma.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 24. apríl

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 24. apríl kl. 13.30.

 

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál

 

Kaffiveitingar í boði félagsins.

 

 

Í lok fundarins mun Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segja frá ferð Skógræktarfélags Íslands til Noregs s.l. haust og flytja erindið:  Skiptiferðir til Noregs í 60 ár – saga og reynsla. Er eitthvað þangað að sækja fyrir skógræktarfólk á nýrri öld ?

 

Stjórnin.

Þú siglir alltaf til sama lands – Hátíðardagskrá í tilefni stórafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Með Fundir og ráðstefnur

Dagskráin er haldin í Háskólabíói fimmtudaginn 15. apríl kl.16:30-18:00 og er öllum opin. Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri  ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg  standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með. Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins. 
 
Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.

Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hjá svanhvit@hi.is

Í tengslum við hátíðardagskrána er einnig haldin vísindaráðstefna dagana 15.-17. apríl. Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.

vigdis

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga 19. apríl

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn mánudaginn 19. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni.
3. Fræðsluerindi um Hekluskóga í umsjón Hreins Óskarssonar skógarvarðar og verkefnisstjóra Hekluskóga
4. Önnur mál.
Kaffi í boði félagsins.

Allir velkomnir.

Stjórnin.

adalsskrang

Fuglaverndarfélag Íslands: Fuglamerkingar fyrr og nú: Ný tækni til að njósna um ferðir fugla

Með Fræðsla

Fuglavernd verður með fræðsluerindi þriðjudaginn 13. apríl um merkingar fugla. Erindið flytur Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Guðmundur mun fjalla um fuglamerkingar í gegnum tíðina og þá hröðu þróun sem hefur átt sér stað í þeim á undanförnum áratugum. Hann mun kynna þá margvíslegu nýju tækni sem notuð er í dag til að fylgjast með ferðum einstakra fugla. Má þar nefna útvarpssenda, gagnarita margs konar og gervihnattasenda. Þessum  aðferðum fleygir mjög hratt fram og hátæknibúnaður þróast þannig að nákvæmni staðsetninga og upplausn í tíma eykst um leið og tækin minnka og léttast.  Smærri búnaður opnar möguleika til rannsókna á minni fuglum. Nýjar aðferðir verða kynntar og þeim lýst með dæmum um niðurstöður.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.  Á heimasíðu félagsins má finna frekari upplýsingar.