Skip to main content
All Posts By

a8

Aðalfundur Skógræktarfélags Fnjóskdæla 2018

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Fnjóskdæla verður á Furuvöllum, Vöglum, Fnjóskadal, miðvikudaginn 14. mars kl. 20:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Sverrir Thorstensen flytja fræðsluerindi um fugla í skógi í lok fundar.

Verið hjartanlega velkomin

Stjórn Skógræktarfélags Fnjóskdæla

Hönnun úr hráefni úr Heiðmörk

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Hönnunarmars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars. Einn viðburður þar er með sérstaka tengingu við Skógræktarfélag Reykjavíkur, en hönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein verður með sýningu er heitir Skógarnytjar, í Smiðjunni (skemmunni) á Elliðavatni. Þar hefur Björn nýtt hráefni (við) úr skóginum á Heiðmörk til að framleiða frumgerðir eftir innsendum tillögum og er hér um áhugaverða nýsköpun í viðarnýtingu að ræða.

Eftir skógareyðingu fyrri alda er viður aftur að verða að auðlind hérlendis þökk sé því skógræktarstarfi sem unnið hefur verið, meðal annars af skógræktarfélögunum.

Nánari upplýsingar um viðburðinn eru á heimasíðu Hönnunarmars – https://honnunarmars.is/dagskra/skogarnytjar

Fræðslufundur: Trjárækt á Skaganum.

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning mánudaginn 5. mars kl. 20:00 í Grundaskóla, um trjárækt á Skaganum.

Fjallað verður almennt um efnið og um einstök tré í görðum fólks. Hvaða tré eru falleg, sérstök, merkileg en einnig hvað er hentugast að rækta á Skaganum. Einnig verður fjallað um trjárækt á vegum bæjarins og á svæðum skógræktarfélaganna.

Frummælendur verða Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Sindri Birgisson umhverfisstjóri Akraness. Þá mætir sérfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands og segir m.a. frá því hvernig Tré ársins er valið.

Aðalfundur 2018

Með Fréttir, Viðburðir

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fræðslufundur: Kópavogur með grænum augum

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 27. febrúar, kl. 20:00.

Á fundinum mun Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, flytja erindi sem nefnist Kópavogur með grænum augum.

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi.

Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

kort-kiwanis

Útboð: Skógarplöntur fyrir Skógræktarfélag Íslands

Með Skógargöngur

Nýverið var samningur milli Skógræktarfélags Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um Landgræðsluskóga framlengdur til bráðabirgða um eitt ár. Jafnframt er unnið að framlengingu til lengri tíma í tengslum við  fjármálaáætlun.

Í ljósi þessa hefur plöntuframleiðsla á plöntum til afhendingar vorið 2019 verið boðin út. Nánari upplýsingar um útboðið má finna á heimasíðu Ríkiskaupa: https://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20714

Skógræktarfélagið Landbót: Aðalfundur

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélagið Landbót heldur aðalfund sinn í golfskálanum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20:00.

Allir velkomnir!

Dagskrá
1. Skipan fundastjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla formanns
4. Yfirlit bókhaldsins frá gjaldkera
5. Kjör stjórnamanna – nýr varamaður
    – Skoðunarmaður reikninga
6. Önnur mál

Nýir félagar hjartanlega velkomnir!

Stjórnin 

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 30. janúar, kl. 20:00. Á fundinum mun Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá, fjalla um „markað fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu.“ Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi (sjá kort).

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

kort-kiwanis

Námskeið: Grænni skógar

Með Fræðsla

Grænni skógar I er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt.

Grænni skógar I er alls 16 námskeið (2-3 námskeið á önn). Námskeiðaröðin stendur yfir í þrjú ár (6 annir). Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðaröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskólanum. Slík einingagjöf er háð því að nemendur hafi sótt 80% skyldunámskeiðanna og staðist námsmat.

Hvert námskeið tekur tvo daga og er kennt frá kl. 16:00 til 19:00 á föstudegi og frá kl. 09:00 til 16:00 á laugardegi. Námskeiðin byggjast upp á fræðsluerindum sem sérfræðingar á hverju sviði flytja. Reynt verður að fara í vettvangsferð í lok hvers námskeiðs og fá þannig meiri og betri tilfinningu fyrir því sem verið er að fjalla um hverju sinni. Einnig er verkleg kennsla á nokkrum námskeiðanna. Landbúnaðarháskóli Íslands sér um framkvæmd námsins en þeir aðilar sem koma að náminu auk skólans eru: Félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógræktin og Landgræðsla ríkisins.

Á námskeiðunum er fjallað um mörg af grunnatriðum skógræktar, m.a. val á trjátegundum, skógarhönnun og landnýtingaráætlanir, undirbúning lands fyrir skógrækt, framleiðslu og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skógarnytjar, sjúkdóma og skaða í skógi, skjólbelti, skógarhöggstækni og verndun fornminja og náttúru í skógrækt svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur vikuferð til útlanda verið hluti af náminu þar sem þátttakendur kynnast því helsta sem nágrannaþjóðir okkar eru að gera í skógrækt.

Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 28. apríl kl. 15:30. Kennt verður til skiptis í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið í vettvangsferðir i skóglendi í nágrenninu.

Nánari upplýsingar hjá verkefnisstjóra Grænni skóga, Björgvini Eggertssyni á netfangið bjorgvin@lbhi.is eða í síma 843-5305.

Þátttökugjald er 49.000 kr. á önn (tvær annir á ári og samtals 6 annir). Innifalið er kennsla, kaffi, hádegismatur og námsgögn á rafrænu formi.

Hægt er að sækja um styrki fyrir námskeiðum hjá starfsmenntasjóðum.

Skráning er á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is.

Skráningarfrestur er til 15. apríl.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 30.

Eina leiðin til að tryggja sér öruggt pláss er að skrá sig sem fyrst.