Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Fræðslufundur um Græna stíginn 2023

Með Annað

Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boðuðu til fræðslu- og kynningarfundar um Græna stíginn og var fundurinn haldinn í fundarsal Arion banka í Reykjavík föstudaginn 3. mars.

Fræðslufundurinn tókst vel, en á annað hundrað manns mættu í fundarsalinn, auk þess sem tugir fylgdust með fundinum í fjarfundi.

Upptöku af fundinum má skoða á YouTube síðu Skógræktarfélags Íslands – https://youtu.be/6xo1uEVt_Ro

Fundurinn hófst með ávarpi Jónatans Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, en aðrir sem tóku til máls voru:

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt – Græni stígurinn – saga, staða (sjá glærur)

Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins – Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi (sjá glærur)

Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur Vegagerðinni – Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu (sjá glærur)

Albert Skarphéðinsson umferðarverkfræðingur – Mikilvægi Græna stígsins (sjá glærur)

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir lýðheilsufræðingur – Lýðheilsa og Græni stígurinn (sjá glærur)

Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur – Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga (sjá glærur)

Einnig flutti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarp.

Fundinum lauk svo með pallborðsumræðum með fyrirlesurum og fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Green Trail Informative Meeting

Með News

The Icelandic Forestry Association and the Capital Area Planning Committee will host  an informative meeting on the Green Trail at the Arion Bank meeting room, Borgartún 19 in Reykjavík on Friday, March 3rd,  at 13 – 17.  

Everyone is welcome and admission is free. To register for the meeting e-mail skraning@skog.is. The registration deadline is March 1. The meeting will be streamed for those wishing to attend remotely at registration. A link will be sent prior to the meeting.   

Programme

13:00–13:05   Opening address  Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association 
13:05–13:30   The Green trail– history, status   Þráinn Hauksson, landscape architect  
13:30–13:50   Longer commuting routes in regional planning  Pawel Bartoszek, chairman of the Capital Area Planning Committee 
13:50–14:10 Capital area trail construction   Katrín Halldórsdóttir, engineer, Icelandic Road and Coastal Administration    
14:10–14:30   The importance of the Green Trail   Albert Skarphéðinsson, traffic engineer  
 14:30–14:50   Public health and the Green Trail  Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, public health specialist  
14:50–15:20   The Green Trail from the perspective  of forestry associations  Auður Kjartansdóttir, Director of the Reykjavík Forestry Association  
15:20–15:30   Address   Minister of Infrastructure Sigurður Ingi Jóhannsson  
15:30–16:00   Coffee break  
16:00–17:00   Panel discussion  Representatives from the Capital Area municipalities along with speakers 

 

 

 

 

 

 

Fræðslufundur um Græna stíginn

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boða til fræðslu og kynningarfundar í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 í Reykjavík föstudaginn 3. mars næst komandi kl. 13 – 17.

 Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

13:00–13:05 Setning fundarins
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
13:05–13:30 Græni stígurinn – saga, staða
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt
13:30–13:50 Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi
Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
13:50–14:10 Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu
Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur, Vegagerðinni
14:10–14:30 Mikilvægi Græna stígsins
Albert Skarphéðinsson, umferðarverkfræðingur
14:30–14:50 Lýðheilsa og Græni stígurinn
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur
14:50–15:20 Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga
Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur
15:20–15:30 Ávarp
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra
15:30–16:00 Kaffihlé
16:00–17:00 Pallborðsumræður
Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fyrirlesurum

  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogi
  • Guðbjörg Oddný Jónsdóttir, form. Umhverfis-og framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar
  • Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar
  • Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
  • Jóhanna Hreinsdóttir, oddviti Kjósarhrepps

Skráning á fundinn er á netfangið skraning@skog.is og er skráningarfrestur til 1. mars. Taka þarf fram hvort mætt verði á staðinn eða fylgst með í streymi. Sendur verður hlekkur fyrir streymið þegar nær dregur fundinum.

Museum Night: Taking care of your gardening implements

Með News

Learn all about how to prolong the life of your gardening tools at the Reykjavík Botanic Garden’s display greenhouse on Museum Night. The garden’s staff and friends from the Icelandic Forestry Association will teach you how to clean and sharpen your secateurs, spades, hoes and more.

The event will take place from 18:00-19:00 on February 3rd.

Admittance is free and all are welcome!

Safnanótt: umhirða garðverkfæra

Með Fréttir

Föstudaginn 3. febrúar er Safnanótt. Þá býðst gestum og gangandi að koma í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18-19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra.

Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verða á staðnum til að kenna handtökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst.

Gefðu gömlu klippunum þínum nýtt líf með því að mæta með þær í garðskála Grasagarðsins á Safnanótt.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn stendur fyrir námskeiðum í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sama hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við þekkingu sína á meðferð og umhirðu saga.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi dagana 24.-26 janúar og á Tálknafirði 17.-19. febrúar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans – https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid

2022 – Sitka spruce (Picea sitchensis) in Kirkjubæjarklaustur, S-Iceland

Með English

The Tree of the Year 2022 is a sitka spruce in Kirkjubæjarklaustur, near the Systrafoss waterfall. This is the first tree in Iceland to reach 30 m in height in modern times. The tree was planted in 1949 and the small forest it stands in is now supervised by the Icelandic Forest Service. The tree was formally nominated with a ceremony in September 2022 and its height measured by the Prime minister of Iceland, Katrín Jakobsdóttir, with guidance from experts at the Icelandic Forest Service. It’s measured height was 30,15 m, with a trunk radius of 49,9 cm at chest height.

Location on Google Maps: https://goo.gl/maps/EAv7mQB7qGqDAkMy8

An article (in Icelandic) from Skógræktarritið – The Journal of the Icelandic Forestry Assocation about the tree (here).

Skjótum rótum og kaupum Rótarskot!

Með Fréttir

Eins og undanfarin ár verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu nú fyrir áramótin. Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna, sem mikið hefur mætt á nú í desember, og skógrækt í landinu.

Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/vorur/rotarskot