Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Open Forest: The Icelandic Forestry Association and Netto

Með News

The Icelandic Forestry Association and Nettó have now signed a cooperation agreement on the project Open Forest. The goal of the cooperation is to improve facilities and increase accessibility in forest areas near main roads and to provide education on biota, nature and history so that the public can use the forests for rest stops, recreation and health. The agreement will ensure the operation of the project through next year.

There are now seventeen Open forests, open for everyone and located throughout the country. All the forests have good recreation facilities and work will continue to develop and improve accessibility so that as many people as possible can enjoy the forests.

“This agreement is of great importance to us and will ensure the operation of the Open Forests project until next year,” stated Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association. “Now we will further promote the project and encourage the country’s people to get a taste of the forests, as it provides excellent facilities for visiting together and for outdoor recreation, as visiting the forest is known to improve health and happiness.”

“This project fits in well with our environmental policy at Nettó, but we always have the goal of minimizing the environmental impact of the operations as much as possible. The Icelandic Forestry Association an important pillar of nature and environmental protection in this country, so we are extremely pleased with this collaboration,” says Helga Dís Jakobsdóttir, marketing manager for Nettó. “We encourage anyone traveling through the country to stop by the Nettó forests throughout the country, take a walk or picnic break and enjoy the natural beauty of the trip around the country.”

Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association and Helga Dís Jakobsdóttir, marketing manager for Nettó, signing the cooperation agreement.

Opinn skógur: Skógræktarfélag Íslands og Nettó tryggja aðgengi að skógum landsins

Með Fréttir

Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa nú skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

Opnir skógar eru nú sautján talsins, öllum opnum og staðsettir víðs vegar um landið. Skógarnir eru allir með góða útivistaraðstöðu og verður unnið áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum.

„Þessi samningur skiptir okkur miklu máli og tryggir rekstur Opinna skóga fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. „Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samveru og útivistar enda er þekkt að skógarvist bætir heilsu og hamingju fólks.“

„Þetta verkefni fellur vel að umhverfisstefnu okkar hjá Nettó en við erum alltaf með það markmið að lágmarka umhverfisáhrifin af starfseminni eins og hægt er. Skógræktarfélagið er mikilvæg stoð í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og erum við því gríðarlega ánægð með þetta samstarf,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðsstjóri Nettó. „Við hvetjum alla sem eru að ferðast um landið að stoppa við í Nettó skógunum út um allt land, taka sér göngu eða nestispásu og njóta náttúrufegurðarinnar á ferðinni um landið.“

Nánar má lesa um Opna skóga hér á vefnum.

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Helga Dís Jakobsdóttir, markaðsstjóri Nettó undirrita samninginn.

 

Eyfirðingar Forestry Association 2023 General Meeting Resolution

Með News

The General Meeting of the Eyfirðingar Forestry Association, the oldest forestry association in Iceland, was held on Monday, May 8. The meeting passed the following resolution:

The General Meeting of the Eyfirðingar Forestry Association, held on May 8, 2023, expresses full confidence in the work of the Board and Director of the association with regards to activities in Vaðlareitur and potential contracts regarding the site. The meeting emphasises that public interest will be taken into account in terms of access to the association’s forests, now as in the past.

For more information, visit the company’s website: https://www.kjarnaskogur.is/post/alyktun-adalfundar-2023

Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Eyfirðinga 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, elsta starfandi skógræktarfélags á landinu, var haldinn mánudaginn 8. maí. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, haldinn þann 8. maí 2023, lýsir yfir fullu trausti á störfum stjórnar og framkvæmdastjóra hvað varðar framkvæmdir í Vaðlareit og hugsanlega samninga þar að lútandi. Fundurinn leggur áherslu á að hagsmunir almennings verði hafðir að leiðarljósi hvað varðar aðgengi að skógarreitum félagsins hér eftir sem hingað til.

Nánari upplýsingar á vef félagsins: https://www.kjarnaskogur.is/post/alyktun-adalfundar-2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélagsins í Kjarnaskógi mánudaginn 8. maí og hefst hann klukkan 19:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst á fjarflutningi Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur lýðheilsufræðings hjá Eflu um mikilvægi náttúru í manngerðu samfélagi.

Sjá einnig Facebook síðu félagsins: https://fb.me/e/10R5ponHX

Úthlutun úr Landgræðslusjóði 2023

Með Fréttir

Landgræðslusjóður hefur nú gengið frá úthlutun styrkja árið 2023. Alls var úthlutað um 7,5 milljónum króna. Eftirfarandi verkefni fengu styrki:

Skógræktarfélag Heiti og staðsetning verkefnis  Úthlutun (kr.)
Skógræktarfélag A-Húnvetninga Gunnfríðarstaðir               300.000
Skógræktarfélag Akraness Áframhaldandi vinna við bætt aðgengi, nýjir stígar               300.000
Skógræktarfélag Bolungarvíkur Bernudósarlundur               250.000
Skógræktarfélag Djúpavogs Hálsaskógur á Djúpavogi               750.000
Skógræktarfélag Húsavíkur Skógrækt í nágrenni Húsavíkur               300.000
Skógræktarfélag Íslands Líf í lundi               500.000
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar Hornbrekku-útivistarstígur               250.000
Skógræktarfélag Rangæinga Völvuskógur/skógar Rangárþing eystra               300.000
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar Grisjun Bolabrekkur               400.000
Skógræktarfélag Siglufjarðar Skarðsdalsskógur               750.000
Skógræktarfélag Skagfirðinga Hólaskógur               750.000
Skógræktarfélag Skilmannahrepps Álfholtsskógur               300.000
Skógræktarfélag Stykkishólms Grensá svæði skógræktarfélagsins við Stykkishólm               500.000
Skógræktarfélag Tálknafjarðar Grisjun á svæði sem gróðursett var í árin 1991 og 1993               500.000
Skógræktarfélagið Ungviður Girðingaframkvæmdir og verkfærakaup á Ingunnarstöðum í Brynjudal               300.000
Skógræktarfélögin á Vestfjörðum Gestgjafar aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2023            1.000.000
Samtals            7.450.000

Rafrænt félagsskírteini skógræktarfélaganna 2023

Með Fréttir

Skógræktarfélögin innan vébanda Skógræktarfélags Íslands hafa um áraraðir verið með sameiginlegt félagsskírteini skógræktarfélaganna og hefur það veitt afslætti hjá ýmsum vel völdum fyrirtækjum.

Árið 2022 var byrjað að gefa skírteinið út á rafrænu formi og er það nú geymt í farsímanum. Allir félagar með skráð virkt netfang fengu sendan tengil til að hlaða skírteininu niður í símann. Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag.

Skírteinið er uppfært árlega. Félagar með Android síma þurfa ekkert að gera, þar sem skírteinið uppfærist sjálfkrafa þegar skírteinið er opnað. Félagar með Iphone geta uppfært skírteinið með því að fara á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), smella á „Pass details“ og strjúka svo niður skjáinn og uppfærist skírteinið þá.

Félagsmenn sem eru ekki nú þegar með skírteinið og vilja nálgast það geta haft samband við Skógræktarfélag Íslands með tölvupósti á rf@skog.is eða í síma 551-8150 til að athuga með skráningu.

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviður

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviður verður haldinn föstudaginn 21. apríl kl. 18. Fundurinn er haldinn í bókasafninu á rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, milli trjáa og í stærsta bókasafni um skógfræði á Ísland. Einnig hægt að fylgjast með fundinum á netinu.

Dagskrá:
– Stutt kynning á Ungviði, því sem gert var árið 2022, starfsemi félagsins og skipulagi.
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni og sett markmið ársins.
– Kosning stjórnar

Léttar veitingar og heitar pítsur verða í boði félagsins.
Allir velkomnir!

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Með Fréttir

Arion banki og Stefnir styrktu nýverið Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins um samtals fjórar milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til kaupa og dreifingar á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskólabarna um land allt og munu þau sjá um að planta trjánum.

Yrkjusjóður var stofnaður 1990 fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur sem er verndari sjóðsins. Á hverju ári síðustu 30 ár hafa um 10 þúsund nemendur um land allt plantað trjáplöntum fyrir tilstilli sjóðsins og er markmiðið að svo verði einnig í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Jónatan Garðarsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Íslands, Andri Snær Magnason, stjórnarformaður Yrkjusjóðs, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – grænavals.

Mosfellsbær Forestry Association Annual General Meeting

Með News

The Mosfellsbær Forestry Association will hold its annual general meeting on Wednesday April 26th, at 20:00 at the hall of Björgunarsveitin Kyndill at Völuteigur 23.

Programme:

  1. Election of chair and secretary of the meeting
  2. Board report 2022
  3. Associations account 2022
  4. Membership fee for 2023
  5. Board and auditor elections
  6. Other items

The meeting will conclude by a presentation by Auður Kjartansdóttir, manager of the Reykjavík Forestry Association, on land roughness, i.e. surface roughness and its connection to forestry.

Refreshments on offer