Skip to main content
Flokkur

Ýmislegt

Falleg mynd af Tré ársins 2009

Með Ýmislegt

Í nýjasta tölublaði Laufblaðsins, fréttablaðs Skógræktarfélags Íslands, er umfjöllun um Tré ársins 2009, sem er hengibjörk (Betula pendula) í Kjarnaskógi á Akureyri. Skógræktarfélaginu barst þessi fallega mynd af trénu frá félagsmanni í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, en hann var á ferðinni í skóginum nokkrum dögum fyrir vígslu trésins.

trearsins2009-gh
(Mynd: Guðlaugur Helgason).

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna næstu helgi

Með Ýmislegt

Næstu helgi (12.-13. desember) verða fjölmörg skógræktarfélög með jólatrjáasölu. Nánari upplýsingar má nálgast á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).

Eftirtalin félög verða með sölu:

 

Skógræktarfélag Austurlands , Eyjólfsstaðaskógi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga, Haukafelli, sunnudaginn kl. 11-16.

Skógræktarfélag Árnesinga , Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Daníelslundi, laugardaginn .

Skógræktarfélag Eyfirðinga, Laugalandi, báða dagana kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Hafnfirðinga, Höfðaskógi (Selinu við Kaldárselsveg), báða dagana kl. 10-18 og föstudaginn 11. desember kl. 17-20.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar,  Hamrahlíð, báða dagana kl. 10-16. Auk þess er opið á virkum dögum kl. 12-16.

Skógræktarfélag Rangæinga , Bolholti, sunnudaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, Heiðmörk, báða dagana kl. 11-17 á jólamarkaðinum að Elliðavatni og í Hjalladal kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólum og Varmahlíð, laugardaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, Furulundi (norðan í Akrafjalli), báða dagana kl. 13-16:30.

Skógræktarfélagið Mörk, Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn kl. 13-15.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarsýslu, báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Íslands, Brynjudalur í Hvalfirði, eingöngu bókaðir hópar.

jolaskogar12-13

Fuglaverndarfélag Íslands: Í ríki fálkans

Með Ýmislegt

Miðvikudaginn 9. desember býður Magnús Magnússon félögum í Fuglavernd að sjá nýjustu fræðslumynd sína, Í ríki fálkans með Ólafi K. Nielsen.

Magnús, Ólafur Karl og Karl Sigtryggsson munu segja frá gerð myndarinnar og svara fyrirspurnum.

Sýningin verður í sal Arion banka, Borgartúni 19 og hefst kl. 20:30. Myndin verður til sölu á sýningunni og rennur allur ágóði til Fuglaverndar. Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn en aðgangseyrir er 500 kr. fyrir aðra.

 fuglaverndfalki
(Mynd: Jakob Sigurðsson)

Skógrækt ríkisins: Vilt þú koma að skoða skógarhöggsvél?

Með Ýmislegt

Fyrir skömmu kom danski skógarverktakinn Peter Laursen til Íslands í boði skógræktarstjóra. Tilefni ferðarinnar var að fá mat Peters á því hvort komið væri að þeim tímapunkti í íslenskri skógrækt að hægt væri að nota skógarhöggsvél til að takast á við þau stóru grisjunarverkefni sem framundan eru í þjóðskógum landsins. Mat Peters var að hér væri orðin til verðmæt auðlind sem væri fyllilega sambærileg við það sem gerðist í Danmörku. Stóru sitkagreniskógarnir í Skorradal væru af þeirri stærðargráðu að þar væri hægt að nota stórvirkar skógarhöggsvélar.

Í framhaldi af ferð Peters var ákveðið að fá til landsins skógarhöggsvél til reynslu og spreyta sig í sitkagreniskógunum á Stálpastöðum í Skorradal. Í þessari fyrstu atrennu mun vélin vinna á Stálpastöðum til 21. desember.

Mikill áhugi er á skógarhöggsvélinni og hefur Skógrækt ríkisins því ákveðið að bjóða áhugafólk og fjölmiðla velkomna á Stálpastaði fimmtudaginn 17. desember á milli kl. 13:00 – 16:00. Vélstjórinn, Lars Fredlund, mun þá sýna virkni vélarinnar og svara spurningum. Allir velkomnir.

 

Athugið!

Af öryggisástæðum er öll umferð um svæðið á öðrum tímum stranglega bönnuð.

skogarhoggsvel

Jólaskógarnir – jólatrjáasala skógræktarfélaganna

Með Ýmislegt

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna.

 

Skógræktarfélag Austurlands

Eyjólfsstaðaskógi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga

Gunnfríðarstöðum laugardaginn 19. desember, en einnig verða seld jólatré að Fjósum í Svartárdal inn af Húnaveri.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga

Haukafelli sunnudaginn 12. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga

Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar

Daníelslundi, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu,  laugardaginn 12. desember og helgina 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Laugalandi á Þelamörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar

Skógræktarfélag Garðabæjar

Helgina 19.-20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (við gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

 Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 9. desember. 

Skógræktarfélag Rangæinga

Bolholti sunnudagana 13. og 20. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni allar helgar fram að jólum og í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 12.-13. og 19.-20. desember.

Skógræktarfélag Siglufjarðar 

Skógræktinni í Skarðsdal laugardaginn 5. desember.

Skógræktarfélag Skagfirðinga

Laugardaginn 12. desember í Hólaskógi og Varmahlíð.

Skógræktarfélag Stykkishólms

Skógræktarfélag Skilmannahrepps

Furulundi (norðan í Akrafjalli) helgina 12.-13. desember.

Skógræktarfélagið Mörk

Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 13. desember .

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps

Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum.

Skógræktarfélag Íslands

Brynjudal í Hvalfirði allar helgar fram að jólum – eingöngu bókaðir hópar.

 

jolaskogar-kort

Mógilsárfréttir

Með Ýmislegt

Nú í október kom út annað tölublað 23. árgangs Mógilsárfrétta. Mógilsárfréttir voru fyrst gefnar út árið 1987 og svo samfellt til ársins 1991 er útgáfan lagðist af. Á þessu ári ákváðu starfsmenn Mógilsár að hefja aftur útgáfu á þessu riti. Stefnt er að því að gefa það út tvisvar til þrisvar sinnum á ári.

Tilgangur ritsins er að flytja fréttir af því sem er að gerast hverju sinni og kynna starfsemina á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta rit geta nálgast það á heimasíðu Skógræktar ríkisins hér.

Árstíðaskipti í skóginum

Með Ýmislegt

Veturinn minnti rækilega á sig á höfuðborgarsvæðinu núna í byrjun vikunnar, með hvítri jörð og kulda. Eins og sjá má á myndunum, sem teknar eru í Heiðmörk með um tveggja vikna millibili, býður skógurinn alltaf upp á fallegt umhverfi, óháð árstíma. Frá fallegum haustlitum um miðjan september, til snævi þakinna blaða og greina í byrjun október.

arstidaskipti2

Hinn sígræni litur barrtrjánna kallast skemmtilega á við rauða og gula hausttóna laufviðarins (Mynd: RF).

arstidaskipti

Enn má sjá glitta í haustliti laufanna undir snjónum, sem skapar skemmtilega stemningu (Mynd: Kristján Bjarnason).

Vettvangsferð í Grunnafjörð – fuglafriðland og vegahugmyndir

Með Ýmislegt

Á laugardaginn 3. október efna Landvernd, Fuglavernd og Græna netið til vettvangsferðar í Grunnafjörð að skoða friðland fugla og hugsanlegar vegaframkvæmdir. Ferðin hefst kl. 10 og er komið aftur í bæinn síðdegis. Leiðsögumaður er Einar Ó. Þorleifsson hjá Fuglavernd en Mörður Árnason gerir grein fyrir framkvæmdahugmyndum og áhrifum þeirra á fuglalíf og náttúrufar. 

Kannaðar verða fuglaslóðir í Grunnafirði, Leirárvogi og Blautósi vestan Akrafjalls. Um er að ræða einstakt fuglasvæði þar sem þúsundir farfugla hafa viðkomu um þetta leyti árs. Vænta má mikils fjölda margæsa. Stærsti tjaldahópur landsins heldur þarna til, og að auki geta ferðalangar búist við að sjá stóra hópa af lóum og ýmsar tegundir vaðfugla.  Ernir og fálkar eru þarna tíðir gestir og nær dagleg sjón.

Grunnafjörður er friðaður og skilgreindur sem Ramsar-svæði og nýtur því alþjóðlegar verndar. Blautós er einnig friðaður.

Farið verður frá BSÍ á laugardaginn 3. október kl. 10.00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur aftur milli 16 og 17. Þátttökugjald er 1800 krónur, skráning í netfanginu Sjá nánar hér (pdf).

grunnifjordur

Haustið í Brynjudal

Með Ýmislegt

Nú þegar farið er að hilla í október-mánuð má sannarlega segja að haustið sé farið að koma. Sést það vel í Brynjudal í Hvalfirði, þar sem Skógræktarfélag Íslands hefur stundað ræktun jólatrjáa um margra ára skeið, en lyngið og lauftrén er óðum að skipta litum þessa dagana og myndar það skemmtilegt samspil við sígræna tóna barrtrjáanna.

brynjudalshaust2

Eins og sjá má dafna tilvonandi jólatré – stafafura, rauðgreni og blágreni – vel í hlíðum Brynjudalsins.

brynjudalshaust1

Umhverfisþing 9.-10. október

Með Ýmislegt

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnig verður kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um stöðu og þróun umhverfismála.

Þátttaka er ókeypis en gestum þingsins gefst kostur á að kaupa hádegisverð á hótelinu föstudaginn 9. október. Dagskrá þingsins og frekari upplýsingar um þingið verða birtar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins þegar nær líður. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu ráðuneytisins eða í síma 545-8600 fyrir 1. október.

X