Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

The Icelandic Forestry Association offers cooperation on employment initiatives

Með News

The board of the Icelandic Forestry Association (IFA) agreed at a board meeting on May 11 to offer, on behalf of its around 60 member associations, to lead a wide-ranging employment initiative in collaboration with municipalities and forestry associations all over Iceland.

The IFA and its member associations successfully led an employment initiative during the years 2009-2012, creating hundreds of jobs in the forestry sector in forest maintenance and building up recreation infrastructure in forests.

The present employment situation calls for cohesive action and projects that improve the local environment and provide opportunities for young people to work in nature for two to three months. The arrangement for the initiative could be like the arrangement that worked well previously. A trilateral agreement would be set up between the IFA, a local forestry association and a local municipality. The forestry associations would submit proposals for environmental and forestry projects in their areas. The IFA has applied for a 70 million ISK contribution from the government to help cover the cost of materials, facilities, and transportation. The local municipality would hire the workers and pay wages. Municipalities have the option of hiring people from the unemployment register and could request a contribution frome the Unemployment Insurance Fund.

Through this many jobs could be created at a relatively low cost.

Skógræktarfélag Íslands býður til samvinnu um atvinnuátak

Með Fréttir

Á stjórnarfundi 11. maí samþykkti stjórn Skógræktarfélags Íslands fyrir hönd aðildarfélaga, sem eru um 60 talsins víðsvegar um land, að bjóðast til að standa fyrir víðtæku atvinnuátaki í samstarfi við sveitarfélög og skógræktarfélög um land allt.

Félagið og aðildarfélög þess stóðu fyrir Atvinnuátaki á árunum 2009-2012 með góðum árangri sem skapaði hundruð uppbyggilegra starfa við ýmiskonar umhirðustörf í skógum landsins, uppbyggingu svæða, gróðursetningu, stígagerð, grisjun og margt fleira.

Núverandi ástand kallar á samstilltar aðgerðir og verkefni sem færa okkur betra nærumhverfi og veita fjölmörgum ungmennum áhugaverð og gagnleg tækifæri til þess að starfa úti í íslenskri náttúru í tvo til þrjá mánuði. Tilhögun atvinnuátaksins gæti verið með svipuðum hætti og gafst svo vel fyrir um 8 árum. Gerður yrði þríhliða samningur milli Skógræktarfélags Íslands, skógræktarfélags á hverjum stað fyrir sig og viðkomandi sveitarfélags. Skógræktarfélögin leggðu fram tillögur að umhverfis- og skógræktarverkefnum á svæðum sínum og áætlun um fjölda mannmánaða. Framlag sem Skógræktarfélag Íslands hefur nú sótt um til ríkisins, kr. 70 milljónir, stæði straum af kostnaði við efni, aðstöðu og fólksflutninga upp að ákveðnu marki. Sveitarfélögin réðu starfsmenn og greiddu þeim laun. Sveitarfélög eiga þess kost að ráða fólk af atvinnuleysisskrá til starfa og gætu þá sótt um mótframlag til launagreiðslna í atvinnuleysistryggingasjóð.

Með þessum hætti væri hægt að skapa fjölmörg störf með litlum tilkostnaði.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 19. maí 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

 

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2019
  3. Reikningar félagsins 2019
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2020
  5. Stjórnarkjör
  6. Önnur mál

Vegna Covid-19 verða engar veitingar að loknum fundinum. Af sömu ástæðu verður ekki haldið erindi á fundinum eins og venjan er. Farið verður eftir 2 m reglunni og verður spritt á staðnum.

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2020

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 11. maí kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

 

DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf:
Kosning fundarstjóra
Skýrsla stjórnar 2019
Reikningar félagsins 2019
Ákvörðun um félagsgjöld 2020

 

Stjórnarkjör:
Kosning þriggja aðalmanna
Kosning þriggja varamanna
Kosning vara skoðunarmanns reikninga
Kosning heiðursfélaga Skógræktarfélags Garðabæjar
Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins

Gætum þess að halda tveggja metra regluna – nóg pláss!

 

Allir hjartanlega velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Mosfellsbær Forestry Association annual general meeting 2020

Með News

The Mosfellsbær Forestry Association hosts its annual general meeting on Tuesday, May 19, starting at 20:00. The meeting is held at the hall of the Kyndill Rescue Team at Völuteigur 23.

On the programme are regular meeting activities. In view of the situation with COVID-19 no refreshments will be offered, nor a presentation given, as is customary. The 2 m distancing rule will be respected and disinfectant provided.

Til hamingju Vigdís!

Með Fréttir

Vigdís Finnbogadóttir fagnar í dag 90 ára afmæli sínu og óskar Skógræktarfélag Íslands henni hjartanlega til hamingju með stórafmælið!

Vigdís hefur verið einn ötulasti talsmaður skógræktar og landgræðslu hérlendis, bæði í forsetatíð hennar og síðar. Fyrir framlag sitt til skógræktar var Vigdís gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands árið 1984 og hefur hún ávallt sinnt félaginu mjög vel – verið reglulegur gestur á aðalfundum þess og mætt til þeirra viðburða og verka sem félagið hefur óskað eftir, ávallt með ljúfri lund. Má skógræktarhreyfingin hérlendis sannarlega þakka fyrir að eiga slíkan liðsmann.

Skógræktarfólki um allt land sem vill gleðja og heiðra Vigdísi á þessum tímamótum er bent á Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar https://vigdis.hi.is/stofnunin/styrktarsjodur/ en Vigdís er formaður sjóðsins og hefur verið frá upphafi. Vigdís hefur oft látið þess getið að Stofnun Vigdísar og starfsemi hennar sé henni afar hugleikin.

Þess má til gamans geta að Vigdís og Skógræktarfélag Íslands eru jafnaldrar, en félagið fagnar 90 ára afmæli þann 27. júní næst komandi.

 

 

 

Vigdís Finnbogadóttir við gróðursetningu í Borgarnesi árið 2015, en það ár var efnt til gróðursetninga um land allt í tilefni þess að þá voru 35 ár frá því að hún var kosin forseti (Mynd: RF).

Vigdís Finnbogadóttir við gróðursetningu í Borgarnesi árið 2015, en það ár var efnt til gróðursetninga víða um land í tilefni þess að þá voru 35 ár liðin frá því hún var kosin forseti (Mynd: RF).

Congratulations Vigdís!

Með News

The Icelandic Forestry Association offers its heartfelt congratulations to Vigdís Finnbogadóttir, who turns 90 years old today.

Vigdís has been one of the most prominent proponents of forestry and land reclamation in Iceland, both during her presidency and later. For her contribution to forestry Vigdís was made an honorary member of the Icelandic Forestry Association in 1984 and she has always contributed to the Association – been a regular attendee at the Association’s annual general meetings and shown up for those events and works the Association has called her to, always with a smile. The forestry sector in Iceland can be very grateful for having her as part of the team.

Those who wish to honour Vigdís on this occasion can contribute to the Vigdís Finnbogadóttir Institute Fund (https://vigdis.hi.is/en/stofnunin/styrktarsjodur/).

The Icelandic Forestry Association also celebrates this year, but the Association will turn 90 on June 27.