Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Með Fréttir

Nú á vormánuðum eru ýmis áhugaverð námskeið fyrir ræktunarfólk í boði hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Má þar meðal annars finna námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, ræktun berjarunna, að breyta sandi í skóg, gerð göngustíga í náttúrunni og gerð leiksvæða.

Upplýsingar um námskeiðin, sem og önnur námskeið sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir má finna á heimasíðu skólans – http://www.lbhi.is/namskeid_i_bodi.

Happy New Year!

Með News

The Icelandic Forestry Association wishes everyone a Happy New Year!

Special thanks to all the forestry associations in Iceland – and all our other friends, partners and supporters – for their cooperation this past year.

Fulltrúafundur 2012

Með Fulltrúafundir

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands 2012 var haldinn að Úlfljótsvatni laugardaginn 14. apríl, í Strýtunni – Útilífsmiðstöð Skáta.Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn. Því næst tók við frumsýning á tveimur nýjum kynningarmyndum, um Starfs skógræktarfélaganna og Græna stíginn. Kynnti Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður myndina, en hann vann hana í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og þá sérstaklega Einar Örn Jónsson.

Að sýningu myndanna lokinni tók til máls Ólafur J. Proppé, formaður fræðsluráðs í stjórn Bandalags íslenskra skáta, og sagði frá starfsemi Skáta á Úlfljótsvatni, en þeir hafa verið þar með starfsemi í eina sjö áratugi, sem og frá stefnumörkun Skátanna.

Því næst kynnti Auður Sveinsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, nokkrar hugmyndir að landnýtingu á Úlfljótsvatni, sem nemendur á umhverfisskipulags og skógræktarbraut Landbúnaðarháskólans unnu sem verkefni. Kenndi þar ýmissa grasa og vakti til dæmis hugmynd um „tásustíg“ nokkra athygli, en þar er átt við stíg með fjölbreytt yfirborð, sem fólk gengi berfætt eftir.

Björn Traustason, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá, fjallaði svo um eignarhald á skógum, en greining þar á hefur verið unnin út frá gögnum Íslenskrar skógarúttektar og var áhugavert að sjá hversu öflug skógræktarfélögin hafa þar verið í að skógvæða landið.

Síðastur á mælendaskrá var Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, og fór hann yfir kvæmi til jólatrjáaframleiðslu.

Þátttakendur á fundinum skiptu sér svo á milli tveggja umræðuhópa; annars vegar um Úlfljótsvatn og framtíðarhorfur og möguleikum þar, og hins vegar um jólatré, framleiðslu þeirra og sölu.

Fundinum lauk svo formlega með vettvangsferð um Úlfljótsvatn. Var litið yfir svæði Skólaskóga, þar sem grunnskólar í Reykjavík hafa gróðursett plöntum úthlutað úr Yrkjusjóði í vel á annan áratug, og Bernskuskóga. Einnig var litið við á bænum Úlfljótsvatni og haldið til Úlfljótsvatnskirkju. Ferðin endaði svo á móttöku í Strýtunni, þar sem hressing beið þátttakenda og voru ýmis skógræktarmál rædd  þar.