Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2014: Skógur og skipulag

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2014 verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars og er rúmlega helmingur erinda tengur þemanu „skógur og skipulag“.

Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 20:00 þriðjudaginn 11. mars. Allir eru hvattir til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Dagskrá ráðstefnunnar hefst svo kl. 9:00 á miðvikudagsmorgni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 12. febrúar í tölvupósti til harpadis@sudskogur.is eða í síma 480 1825. Við skráningu þarf að taka fram hvort gist er eina eða tvær nætur og á hvaða kennitölu reikningur á að fara. Ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Selfoss. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins, en ráðstefnugjald verður innheimt af Suðurlandsskógum.

Kostnaður:

Ráðstefnugjald: (leiga á fundarsal, skoðunarferð, ráðstefnugögn, veislustjórn m.m. ) kr. 4.000 .-
Ráðstefnugjald með nemendaafslætti kr. 2.000.-
Gisting tvær nætur og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 28.710.-
Gisting eina nótt og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 21.220.-
Gisting tvær nætur og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 36.730.-
Gisting eina nótt og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 25.230.-
Matur án gistingar kr. 13.730.-

 Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting á Hótel Selfoss með morgunmat, einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir og ráðstefnukaffi með meðlæti.

Dagskrá:

Þriðjudagur 11. mars

18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldverður – frjálst
20:00 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

 Miðvikudagur 12. mars
Fundarstjórar: Sæmundur Þorvaldsson og Ólöf Sigurbjartsdóttir 

8.30-9.00 Afhending ráðstefnugagna
9:00- 9:20 Gestir boðnir velkomnir. 
Umhverfis- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna.
9:20-9:45 Skógar Evrópu. Samningar um sjálfbæra nýtingu
Jón Geir Pétursson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:45-10:25 Skipulag skógræktar á Íslandi 
Björn Barkarson 
30 mín. + umræður 10 mín.
10:25-10:50 Kaffihlé
10:50-10:55 Örerindi. Jákvæðir fjölmiðlar
Magnús Hlynur Hreiðarsson
10:55-11:20 Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag,  skógrækt og  „skipulagslausa skógrækt“
Aðalsteinn Sigurgeirsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
11:20-11:45 Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga
Hallgrímur Indriðason
20 mín. + umræður 5 mín.
11:45-11:55 Örerindi. Botnlæg sjávardýr
Ásgeir Eiríkur Guðnason
12-13:00 Hádegisverður
13:00-13:25 Aðalskipulag Borgarbyggðar og mismunandi sjónarmið í nýtingu lands 
Ragnar Frank Kristjánsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
13:25-13:50 Skógræktarstefna sveitarfélaga – aðferðafræði við greiningu mögulegs skógræktarlands
Björn Traustason
20 mín. + umræður 5 mín. 
13:50-14:15 Hagfræði mismunandi landnýtingarkosta – Nóg land til skógræktar og annars landbúnaðar
Eggert Þórarinsson
20 mín. + umræður 5 mín.
14:15-14:20 Örerindi. Bókarkynning. Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting
14:20-14:45 Meðferð sveitarfélaga á framkvæmdaleyfi til skógræktar
Þröstur Eysteinsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
14:45-15.10 Skógrækt í bland við aðra landnýtingu
Pétur Ingi Haraldsson
20 mín. + umræður 5 mín.
15:10 – 15:35 Er skógrækt afturkræf aðgerð í nýtingu lands? 
Hreinn Óskarsson
20 mín. + umræður 5 mín.
15:35-18:00 Kaffi úti í Hellisskógi
19:30-> Kvöldverður og skemmtidagskrá

 

Fimmtudagur 13. mars
Fundarstjórar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Valgerður Jónsdóttir

9:00-9:25 Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki
Þorbergur Hjalti Jónsson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:25-9:45 Sveppir og sveppanytjar í skógum á Íslandi 
Bjarni Diðrik Sigurðsson
15 mín. + umræður 5 mín.
9:45-10:05 Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli
Rúnar Ísleifsson
15 mín. + umræður 5 mín.
10:05- 10:40 Kaffi
Veggspjaldakynning – 5 mín. á veggspjald
10:40-11:05 Brunavarnir 
Björn B. Jónsson og Böðvar Guðmundsson
20 mín. + umræður 5 mín.
11:05-11:25 Stefnumótun um ræktun götutrjáa og val á tegundum
Samson B. Harðarson
15 mín. + umræður 5 mín.
11:25-11:45 Eru „mini“- plöntur lausnin ?
Trausti Jóhannsson

15 mín. + umræður 5 mín.
11:45-12:05 Skipulag í grunn – og endurmenntun í skógrækt á Íslandi
Guðríður Helgadóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
12:05-13:00 Hádegisverður
13:00-13:10 Örerindi. Kögglar (Pellet) til mismunandi nota
Sigurður Halldórsson
13:10-13:30 Fagurfræði skógræktar – helsi eða brúarsmíði 
Helena Guttormsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
13:30-13:45 Þátttaka Íslands í evrópuverkefninu COST FP1203, aðrar nytjar en viðarnytjar (Non wood forest products)
Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir 
10 mín. + umræður 5 mín.
13:45-14:05 Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða og nýtingarmöguleika þeirra
Lilja Magnúsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
14:05-14:25 Innihald andoxunarefnis í greniberki á Íslandi, vinnsluaðferðir, einkaleyfishæfi og hagkvæmnisathuganir 
Hannes Þór Hafsteinsson
15 mín. + umræður 5 mín.
14:25:14:40 Samantekt – Arnór Snorrason
14:40-14:45 Næsta fagráðstefna í skógrækt – fulltrúi Vesturlands
14:45-15:00 Tilkynningar og ráðstefnuslit

 

Veggspjöld:

Hrymur á Hrútsstaði 
Bergþóra Jónsdóttir

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi
Hraundís Guðmundsdóttir

Bestu tré asparklóna – Staðan í asparkynbótaverkefninu
Halldór Sverrisson

Rannsókn á áhrifum af hlýnun jarðvegs á gróðurfar í skóglendi og graslendi á Reykjum, Ölfusi
Elín Guðmundsdóttir

Niðurstöður á lifun skógarplantna í úttekt Norðurlandsskóga 
Bergsveinn Þórsson

 

 
 

Ráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á skógrækt á norðurslóðum

Með Fundir og ráðstefnur

NordgenSkog og Skógrækt ríkisins standa fyrir ráðstefnu dagana 17. – 18. september á Hótel Hallormsstað. Á þessari tveggja daga ráðstefnu verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á skóga og skógrækt í N-Evrópu. Vísindamenn frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á val á tegundum og kvæmum, skipulag skógræktar, og ýmis vandamál í skógrækt. Einnig verður fjallað mögulegar breytingar á skógavistkerfum og ný tækifæri í skógrækt, ásamt langtíma loftslagshorfum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Skógræktar ríkisins – www.skogur.is

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ helgina 23.-25. ágúst. Skógræktarfélag Garðabæjar er gestgjafi fundarins en félagið fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Garðabæ og útmörk bæjarins þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá með eigin augum þann árangur sem þar hefur náðst við uppgræðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í safnaðarheimilinu á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins með tilliti til útivistar og skógræktar, eldvörnum á skógræktarsvæðum og hugmyndum um skipulag á jörð Skógræktarfélags Íslands og skátahreyfingarinnar að Úlfljótsvatni.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslur Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (hér).

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu Skógræktarfélagsins (hér).

Ráðstefnur um trjágróður í borgum

Með Fundir og ráðstefnur

Fyrir þá sem hafa áhuga á borgarskógum og hlutverki trjágróðurs í borgarumhverfi eru ýmsar áhugaverðar ráðstefnur í boði á næstunni.

Nú í september er ráðstefna í Remscheid í Þýskalandi undir yfirskriftinni „Community Forestry Conference – New challenges for community forestry: Sharing scientific knowledge in a South-North perspective“. Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu hennar: http://www.community-forestry-remscheid.de/.

Dagana 2.-3. apríl 2014 er ráðstefna í Birmingham í Bretlandi undir yfirskriftinni „Trees, People and the Built Environment II – 2014 National Conference of the Institute of Chartered Foresters“, þar sem einblínt er á nýjustu rannsóknir tengdar trjágróðri í borgum og á að finna út hvar helstu eyður í þekkingu á því eru, upp á áframhaldandi rannsóknir. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.charteredforesters.org/icf-events/icf-national-conference/.

Dagana 3.-7. júní 2014 er komið að European Forum on Urban Forestry, sem að þessu sinni er haldið í Lausanna í Sviss. Þema ráðstefnunnar er: „Crossing Boundaries: Urban Forests – Green cities“. Nánari upplýsingar eru á: http://www.efuf2014.org.

Dagana 16.-18. júní 2014 er svo alþjóðleg ráðstefna um fjölbreytni borgartrjáa (International conference on Urban Tree Diversity) í Alnarp í Svíþjóð. Sjá nánar á: www.urbantreediversity.com.

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Dagskrá
1) Venjuleg aðalfundarstörf:
Fundargerð síðasta aðalfundar
Skýrsla formanns
Reikningar. Ákvörðun árgjalds 2013. 
Kosningar
2) Sumarstarfið. Gróðursetning, grisjun, stígagerð o.fl.
3) Lög félagsins. Lögin þarf að endurskoða. Á að skipa laganefnd?
4) Önnur mál.

Allir velkomnir.

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í húsnæði félagsins í Kjarnaskógi, laugardaginn 11. maí og hefst hann kl 14:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og síðan mun Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga flytja erindi um fjölgun trjáa og runna með græðlingum.


Verið hjartanlega velkomin

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 7. maí kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í sal við hlið Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, þar sem þjónustuver Mosfellsbæjar var áður til húsa.

Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun og klippingar á berjarunnum. Berjarunnar, einkum rauðrifs og sólber hafa í gegnum tíðina notið vinsælda í garðrækt. Þó runnarnir séu auðræktaðir er ekki á vísan að róa með uppskeru, en margir þættir geta t.d. haft áhrif á blómgun, aldimyndun og annan þroska berjarunna þannig að uppskera reynist rýrari en vonir stóðu til.

Björn Traustason frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og í samstarfsnefnd skógræktarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu segir í stuttu máli frá vinnu við hönnun á Græna stígnum innan Græna trefilsins á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndum sem komið hafa upp um legu stígsins í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Heitt kaffi á könnunni í boði.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Fræðsluerindi og aðalfundur

Með Fundir og ráðstefnur

Þriðjudagskvöldið 30. apríl mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar standa fyrir fræðsluerindi og í framhaldi halda aðalfund. Staðsetning: Edduveröld í Englendingavík, Borgarnesi (Skúlagata 17).

Kl. 19:30 Fræðsluerindi. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Skyggnst inn í framtíðina – hvert stefnir. Miklar breytingar hafa orðið á trjágróðri hér á landi síðustu ár. Aukinn gróður hefur á margvíslegan hátt breytt umhverfi okkar á jákvæðan hátt, en ræktun í görðum er einnig farin að verða ýmsum til ama á síðari árum. Í erindi sínu ætlar Kristinn að fjalla um trjágróður í görðum og á útivistarsvæðum í og í kringum þéttbýli. Þá mun hann huga að hlutverki garðeiganda, en ekki síst sveitafélaga, í ræktun og varðveislu trjágróðurs.

Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.

Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn mánudaginn 22. apríl kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar.

Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Ragnhildur Freysteinsdóttir sýnir myndir frá ferð Skógræktarfélags Íslands til Þýskalands síðastliðið haust.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar verða á fundinum.

Stjórnin