Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn á Hótel Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 18. apríl kl. 16:00.

Fundarefni:
1. venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál

Erindi

Berjarunnar og rósir. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur flytur erindi og ætlar að fjalla í máli og myndum um klippingar á runnum, vaxtarlag þeirra og viðbrögð við klippingu. Sérstök áhersla verður lögð á berjarunna og rósir.

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Allir áhugasamir velkomnir !

Aðalfundur Skógræktarfélags Grindavíkur

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Grindavíkur verður haldinn þann 15. apríl kl. 20:00 í þjónustumiðstöð við tjaldstæðið í Grindavík.

Dagskrá
– Venjuleg aðalfundarstörf
– Kynning frá Sage Gardens á uppbyggingu leiksvæða úr náttúrulegum efniviði.

Stjórn Skógræktarfélags Grindavíkur

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Fulltrúafundur skógræktarfélaganna árið 2013 verður haldinn í Hestamiðstöð Íshesta í Hafnarfirði laugardaginn 6. apríl. Fulltrúafundur er haldinn árlega og á honum er farið yfir tiltekin málefni og starfsemi aðildarfélaganna með fulltrúum frá þeim. Einnig er boðið upp á áhugaverð fræðsluerindi um hin ýmsu málefni er lúta að skógrækt.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðunni.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, fimmtudagskvöldið 21. mars næstkomandi kl. 20.00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Hlé
2. Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands flytur erindi í máli og myndum sem hann nefnir „Rósir í skjóli skóga – íslenskar og erlendar“.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi. Allir velkomnir!

Stjórnin

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2013 verður haldinn þriðjudaginn 19. mars n.k. kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.

Dagskrá:
• Gunnar Einarsson bæjarstjóri og fulltrúi Skógræktarfélagsins undirrita samstarfssamning Garðabæjar og Skógræktarfélagsins.
• Myndasýning frá liðnu starfsári félagsins
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Önnur mál
• Kaffiveitingar í boði félagsins
• Fræðsluerindi Kristins Þorsteinssonar garðyrkjufræðings um trjágróðurinn í garðinum.
Trjágróður skapar umgjörð sem hefur gífurleg áhrif á umhverfi okkar. Við val og ræktun trjágróðurs í garða þarf að hafa margt í huga. Kristinn fjallar einnig um notkun trjáa og runna í nánasta umhverfi okkar.

Allir velkomnir – Takið með ykkur gesti!

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2013

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs árið 2013 verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 20:00 í Gullsmára 13 , Kópavogi (Félagsheimili aldraðra)

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
2. Skýrslur nefnda . Fossárnefnd.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
4. Tillaga að félagsgjaldi
5. Lagabreytingar
6. Kosningar samkvæmt félagslögum
7. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins Gerð grein fyrir tillögum fræðslunefndar.
8. Önnur mál

Erindi:
Smári Smárason arkitekt flytur erindi um skipulag skógræktarsvæða í nágrenni Guðmundarlundar.
Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Með góðri kveðju,
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Landsýn: Vísindaþing landbúnaðarins

Með Fundir og ráðstefnur

Ráðstefnan Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.

LANDSÝN 2013 skiptist í fjórar málstofur auk veggspjaldakynningar:
A. Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst
B. Ástand og nýting afrétta
C. Fóður og fé
D. Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla

Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira er að finna síðu ráðstefnunnar (hér).

Skráningarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars.

Ráðstefna: Samkeppni um land – um landnýtingarstefnu í Rangárþingi

Með Fundir og ráðstefnur

Rótarýklúbbur Rangæinga í samvinnu við Landgræðsluna stendur fyrir málþingi í Gunnarsholti þriðjudaginn 19. febrúar. Á málþinginu verður fjallað um ýmsar spurningar um ráðstöfun á landi. Umræðan kemur því inn á þá miklu auðlind sem land er og áleitnar spurningar um hverjir eiga að ákveða hvernig því er ráðstafað. Greint verður frá þróun landnýtingar á Suðurlandi, orsakir og áhrif. Suðurland er ríkt af landi og nefna má þar bestu akuryrkjusvæði landsins eru í héraðinu. Eiga sveitarfélög að hafa vald til að koma í veg fyrir notkun besta akuryrkjulandsins til annarra nota en akuryrkju sem sumir myndu kalla eignarnám? Á að taka hvaða landgerð sem er undir skógrækt? Hvernig á þá að flokka land eftir landgæðum og framleiðslugetu þess? Fjallað verður einnig um möguleika sem felast í hinum ýmsu landnýtingarformum og hagkvæmni þeirra Hvaða möguleikar felast í nýtingu auðlinda héraðsins, oft á tíðum einstakar náttúruperlur í héraðinu og á heimsvísu. Á að leyfa óhefta nýtingu þeirra svæða fyrir ferðaþjónustu án þess að tryggja verndun þeirra? Bent verður á hvernig nýting og náttúruvernd gætu hugsanlega farið saman. Farið verður yfir úrræði stjórnvalda og úrræðaleysi til að stýra landnotkun.

Allir eru boðnir velkomnir í súpu og brauð í matsal Landgræðslunnar í Gunnarsholti og málþingið verður síðan í Frægarði.

Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Runólfsson í síma 893-0830 og sveinn@land.is.

Opinn fundur um ný náttúruverndarlög

Með Fundir og ráðstefnur

Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands halda opinn fund um heildarendurskoðun náttúruverndarlöggjafar á Íslandi. Markmiðið með fundinum er að draga fram breytingar á núverandi lögum í heild sinni og ræða hvað er til bóta og hvað megi betur fara.

Frumvarpið verður rætt út frá forsendum breytinga á löggjöfinni að mati nefndar um endurskoðun laganna, kynntar verða helstu breytingar miðað við núverandi lög og athugasemdir lagðar fram af nokkrum hagsmunaaðilum frá náttúruverndar- og útivistarsamtökum. Fundinum lýkur með pallborði og umræðum.

Hvenær: 18. febrúar 2013 kl. 20:00 – 22:00
Staðsetning viðburðar: Norræna húsið

Framsöguerindi:
Forsendur breytinga á lögum um náttúruvernd:
Aagot V. Óskarsdóttir, lögfræðingur og ritstjóri hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Frumvarp til laga um náttúruvernd, helstu atriði og breytingar frá fyrri lögum:
Mörður Árnason, alþingismaður.

Athugasemdir áhugahóps um ferðafrelsi:
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur.

Athugasemdir Útivistar:
Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar

Athugasemdir Landverndar:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Pallborðsumræður með frummælendum í lokin. Auk þeirra mun Reynir Tómas Geirsson frá Kayakklúbbnum sitja í pallborði.

Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands

Fagráðstefna skógræktar 2013 – Umhirða ungskóga

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2013 verður haldin á Hótel Hallormsstað dagana 12.-14. mars næst komandi. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið. Meginþemað að þessu sinni er umhirða ungskóga og verður um helmingur erinda tengdur því. Fyrst og fremst verður um nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar að ræða en dagskráin verður þó að einhverju leyti blönduð.

Uppfærð drög að dagskrá verður að finna á heimasíðu Skógræktar ríkisins innan skamms.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst olof@heradsskogar.is eða í síma 471-2184 (starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Hallormsstað.

Kostnaður:
Ráðstefnugjald: 4.500,-
Gisting og matur (gist í 2ja manna herbergi): 27.900,-
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 32.100,-

Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, o.fl.
Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Hótel Hallormsstað, aðgangur að HótelSpa tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir, morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.