Skip to main content
Flokkur

Fundir og ráðstefnur

Fuglaverndarfélag Íslands: Garðfuglar

Með Fundir og ráðstefnur

Fuglaverndarfélag Íslands stendur fyrir  fyrirlestri um garðfugla  17. apríl i húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19, kl. 20:30.

Garðar eru mikilvæg búsvæði fyrir suma íslenska fugla, þó svo að vægi þeirra sé líklega ekki eins mikið og í sumum nágrannalöndunum.  Félagar Fuglaverndar hafa um árabil fylgst með fuglalífi í görðum víðsvegar um landið til þess að athuga hvaða fuglar nýti sér helst íslenska garða yfir vetrartímann. Garðfuglar kallast þeir fuglar sem sjást í görðum og nýta sér þá til lífsviðurværis. Garður er svæði við hús eða híbýli, allt frá grasflöt eða matjurtagarði til gamalgróins trjágarðs með margar tegundir trjáa og runna.

Garðfuglar geta verið fuglar sem gera garðinn að óðali sínu yfir sumartímann, byggja sér hreiður í trjám eða undir þakskeggi og ala þar upp unga sína.  Einnig geta þetta verið fuglar sem koma í garðinn til að afla sér fæðu eða leita sér skjóls á öllum árstímum. Þetta geta verið íslenskir staðfuglar eða erlendir vetrargestir eða flækingsfuglar.
 
Könnun á garðfuglum á Íslandi hófst árið 1994 með Garðfuglakönnun Fuglaverndar. Þar skrá þátttakendur garðfugla yfir veturinn frá byrjun nóvember  til aprílloka. Garðfuglahelgi er hins vegar atburður þar sem þátttakendur fylgjast með fuglalífi í garði hluta úr degi, yfirleitt í eina klst. yfirleitt síðustu helgi í janúar ár hvert.

Í fyrirlestrinum munu Ólafur Einarsson og Örn Óskarsson framhaldsskólakennarar og líffræðingar fjalla um helstu niðurstöður úr Garðfuglakönnunum og Garðfuglahelgi og kynna helstu tegundir garðfugla í íslenskum görðum.

Fuglavernd lofar því að fyrirlestrinum fylgi fallegar garðfuglamyndir.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 en gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið hússins. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands

Með Fundir og ráðstefnur

Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn að Úlfljótsvatni laugardaginn 14. apríl 2012, í Strýtunni – Útilífsmiðstöð Skáta

Dagskrá:

11:30   Boðið verður upp á sætaferð frá BSÍ (hægt að koma í rútu við bensínstöð Olís við Rauðavatn kl. 11:45)

13:00 Fundarsetning
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands 
  

13:05 Frumsýning á nýjum kynningarmyndum um Starf skógræktarfélaganna og Græna stíginn
Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður

13:35 Starfsemi Skáta á Úlfljótsvatni og stefnumörkun
Ólafur J. Proppé

14:10 Hugmyndir að landnýtingu á Úlfljótsvatni – Sýn nemenda á umhverfisskipulagi- og skógræktarbraut LbhÍ 
Auður Sveinsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands

14:40   Hverjir eiga skógana á Íslandi?
Björn Traustason, Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá

15:00 Kvæmi til jólatrjáaframleiðslu
Böðvar Guðmundsson, framkvæmastjóri Skógræktarfélags Árnesinga

15:20 Kaffihlé

15:40   Umræðuhópar:  
I Úlfljótsvatn og framtíðin
II Jólatré – framleiðsla og sala
 Samantekt umræðuhópa kynnt   

16:30 Vettvangsferð um Úlfljótsvatn

17:30   Móttaka og léttar veitingar

Brottför  19:00

Alþjóðleg ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði

Með Fundir og ráðstefnur

Alþjóðleg ráðstefna um útinám verður haldin á Menntavísindasviði  Háskóla Íslands, Reykjavík frá 31. maí til 2. júní 201

Ráðstefnan mun skapa vettvang fyrir fagfólk og almenning til að deila þekkingu og reynslu á þessu sviði, með því að bjóða upp á fyrirlestra, umræður, kynningar og vinnusmiðjur.

Ráðstefnan er opin öllum sem starfa við og/eða hafa áhuga á útinámi, sem eru til dæmis kennarar, landsslagsarkitektar, verkfræðingar og nemar í þessum greinum, fólk sem vinnur í frístundastarfi, foreldrar og auk þess fulltrúar frá hinu opinbera.

Umsóknarfrestur til skráningar er til 15. apríl 2012.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Háskóla Íslands (hér).

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn í Árhúsum á Hellu þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður Hreinn Óskarsson með erindi er heitir Áhrif eldgosa á ösku og gróður.

Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn þriðjudagskvöldið 10. apríl í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi. Dagskráin hefst kl. 20:00.


Kl. 20:00 Kynning á ræktun ávaxtatrjáa. Jón Guðmundsson eplabóndi á Akranesi er landskunnur fyrir afrek sín á þessu sviði og mun hann heimsækja okkur af þessu tilefni.


Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.

Allir velkomnir!


Skógræktarfélag Borgarfjarðar

 

Fagráðstefna skógræktar 2012: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið, á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún á Fosshótel Húsavík.

Dagskrá:

Þriðjudagurinn 27. mars

17:00 Brottför: Rúta frá Akureyrarflugvelli
Flug Reykjavík – Akureyri kl. 16:00-16:45
18:00 – 19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00 – 20:00   Kvöldmatur á Hótel Húsavík
20:30 Spjall og ýmsir fundir, s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

 

Miðvikudagurinn 28. mars

9:00-9:10 Setning
9:10-10:10 Inngangserindi: Yfirlit yfir rannsóknir á kvæmum og klónum í íslenskri skógrækt
Aðalsteinn Sigurgeirsson
10:10 – 10:40  Mælingar frá 2005, 2006 og 2010 á stóru asparklónatilrauninni
Helga Ösp Jónsdóttir
10:40 – 11:00  Kaffihlé
11:00 – 11:30  Kvæmaval Stafafuru – niðurstöður 26 ára gamalla kvæmatilrauna fyrir Norður- og Austurland
Þröstur Eysteinsson
11:30 – 12:00  Elri á Íslandi – reynsla og möguleikar.
Halldór Sverrisson
12:00 – 12:30  Skordýraplágur eftir kvæmum og klónum.
Edda S. Oddsdóttir
12:30 – 13:30  Matur
13:30 – 14:00  Áhrif upphafsþéttleika lerkis á vöxt og viðargæði. Niðurstöður frá LT-verkefninu Þórveig Jóhannsdóttir
14:00 – 14:30  Sitkagreni – kvæmatilraun frá 1970 í Selskógi í Skorradal og í Þjórsárdal, mælt 2010 og 2011.
Lárus Heiðarsson
14:30 – 15:00  Kvæmaval fjallaþins til jólatrjáaræktar –  niðurstöður 12 ára gamallar kvæmatilraunar
Brynjar Skúlason
15:00 – 15:15 Kynning á Garðarshólmsverkefninu
Sigurður Eyberg
15:15 – 15:45 Kaffihlé
15:45 – 16:45 Veggspjaldakynning
20:00  Kvöldverður og skemmtidagskrá

 Fimmtudagurinn 29. mars

 

9:00-9:30 Tíðni og afleiðingar kals á 1. áratug 21. aldar í lerki kvæma- og afkvæmatilraunum á Héraði
Þröstur Eysteinsson
9:30 – 10:00 Ný og áhrifarík aðferð til að auka þéttleika stafafuru og gæði hennar sem jólatrés Else Möller
10:00 – 10:30  Áburðarhleðsla skógarplantna
Rakel Jónsdóttir
10:30 – 11:00 Kaffi
11:00 – 11:30  Áhrif trjágróðurs á líf í lækjum við rætur Heklu
Helena Marta Stefánsdóttir
11:30 – 12:00  Nýjustu íslensku trjátegundirnar
Sigvaldi Ásgeirsson og Árni Þórólfsson
12:00 – 12:30  Þróun sveppróta í misgömlum lerki- og birkiskógum
Brynja Hrafnkelsdóttir
12:30-13:30  Matur
13:30-14:00  Kynbætur á ösp
Halldór Sverrisson
14:00 – 14:30  Kvæmaval skógarfuru – niðurstöður frá 7 ára kvæmatilraun
Lárus Heiðarsson
14:30-15:00 Samantekt: Næstu skref í tegunda- og kvæmavali – að notfæra sér kynbættan efnivið frá öðrum löndum
Þröstur Eysteinsson
15:00  Brottför: Rúta til Akureyrar.
Flug Akureyri – Reykjavík kl.17:10-17:55

 

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar (hér). 

Veggspjöld
Sitkagreni og kvæmaval; hér, þar og allsstaðar. Aðalsteinn Sigurgeirsson

Samanburður á lifun og vexti bæjarstaðar-, kvískerja- og steinadalsbirkis í tveimur landshlutum. Fyrstu niðurstöður. Barbara Stanzeit og Bjarni Diðrik Sigurðsson

Hraukun eykur lifun jólatrjáa sem ræktuð eru á ökrum. Bjarni Diðrik Sigurðsson, Else Möller og Jón Kr. Arnarson

Notkun plöntueiturs til að varna endurvexti á alaskaösp eftir fellingu. Bjarni Diðrik Sigurðsson og Jón Ágúst Jónsson

Tegundir og kvæmi í jólatrjáarækt. Böðvar Guðmundsson

Frostþol að hausti hjá öspum með asparryð. Helga Ösp

Áhrif hækkandi jarðvegshita á svepprót í sitkagreniskógi. Edda S. Oddsdóttir

Fjöldi starfa við uppbyggingu skógarauðlindar á vegum landshlutaverkefnanna í skógrækt. Lilja Magnúsdóttir

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður frá Yndisgróðursverkefninu. Samson B. Harðarson

Samanburður á mismunandi áburðargerðum í nýskógrækt. Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar

Notkun Flex-áburðar í skógrækt. Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar

Lífkol. Þorbergur H. Jónsson. Halldór Sverrisson

Hverjir eiga skógana á Íslandi. Björn Traustason

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 20:00 í Gullsmára 13 , Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:
1.  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
2.  Skýrslur nefnda .  Fossárnefnd.
3.  Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
4.  Tillaga að félagsgjaldi
5.  Lagabreytingar
6.  Kosningar samkvæmt félagslögum
7.  Tillögur um framtíðarverkefni félagsins   Gerð grein fyrir tillögum fræðslunefndar.
8.  Önnur mál

Erindi:
Björn Traustason ræðir um skógrækt í útjaðri höfuðborgarsvæðisins

Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Með góðri kveðju,
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2012

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar árið 2012 verður haldinn þriðjudaginn 20. mars í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Hefst fundur kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

1.1 Kjör fundarstjóra

1.2 Skýrsla stjórnar 2011

1.3 Reikningar félagsins 2011

1.4 Ákvörðun um félagsgjöld 2012

1.5 Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara, auk tveggja skoðunarmanna

2. Önnur mál

3. Kaffiveitingar í boði félagsins

4. Barbara Stanzeit líffræðingur flytur erindi með myndum: Stórvirkið á Garðaholti. Um ræktun Sigurðar Þorkelssonar og Kristínar Gestsdóttur í Grænagarði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Hugvísindaþing 2012

Með Fundir og ráðstefnur

Hugvísindaþing 2012 verður haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands 9. og 10. mars. Boðið er upp á 27 málstofur um allt á milli himins og jarðar. Meðal annars eru tvær málstofur sem gætu verið sérstaklega áhugaverðar fyrir skógræktarfólk, um ásýnd lands og loftslagsbreytingar.

Nánari upplýsingar um þessar málstofur má finna á vef Hugvísindaþings:

Ásýnd lands, menning og markalínur

Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólafur S. Njálsson garðyrkjukandidat, eigandi garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í Ölfusi, flytja erindi sem hann nefnir Aukin fjölbreytni gróðurs í útivistarskóga.

Félagið býður upp á kaffiveitingar í hléi.

Allir velkomnir.