Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Matsveppirnir í skóginum

Með Fréttir

Helena Marta Stefánsdóttir náttúrufræðingur verður leiðsögumaður í sveppagöngu á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um Höfðaskóg þriðjudaginn 17. september kl. 17:30. Mæting við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem hús bæjarins stóð áður.

Takið með ykkur körfu (eða bréfpoka), hníf og sveppahandbók ef þið eigið slíka.

Landssöfnun á birkifræjum

Með Fréttir

Nú er hafin landssöfnun á birkifræjum. Það er Landgræðslan, Olís og Hekluskógar sem standa fyrir átakinu. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru gríðarlega mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. Söfnunarpokar eru fáanlegir á Olís-stöðvum á Akureyri, Álfheimum, Norðlingaholti, Borgarnesi, Reyðarfirði, Selfossi, Höfn, Hellu, Fellabæ (Egilsstaðir) eða á Húsavík. Þessar sömu stöðvar taka við pokunum þegar fólk er búið að safna fræi í þá. Starfsstöðvar Landgræðslunnar taka einnig við fræpokum.

Ef fólk á þess ekki kost að fara á Olísstöð þá getur það safnað birkifræjum í tau- eða pappírspoka og skilað þeim á fyrrnefnda staði. Safnarar verða að láta miða í pokana þar sem fram kemur hvar á landinu þeir söfnuðu fræinu. Þetta skiptir máli, þar sem ekki er talið ráðlegt að blanda saman mismunandi ættstofnum birkis milli landshluta. Fræið þarf að vera þurrt í pokunum og best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Ef söfnunarpokum er ekki skilað inn strax þarf að geyma þá í kæli.

Nöfn þeirra sem safna þurfa líka að fylgja fræpokunum. Átakinu lýkur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfnuðu fræi og vegleg – umhverfisvæn – verðlaun veitt.

Landgræðslan er með starfsstöðvar í Gunnarsholti, Rangárvallasýslu, Keldnaholti í Reykjavík, Sauðárkróki, Hvanneyri, Húsavík og Egilsstöðum. Starfsstöðvarnar eru opnar virka daga á venjulegum skrifstofutíma. Heimasíða Landgræðslunnar er www.land.is

Á heimasíðu Hekluskóga er fínn fróðleikur um söfnun og sáningu birkifræs.

https://hekluskogar.is/frodl…/sofnun-og-saning-a-birkifraei/

Búið er að gera heimasíðu vegna átaksins og er slóðin á hana: www.olis.is/birkifrae

Endurheimt landgæða – sáning birkifræs. Slóð á myndband: https://www.youtube.com/watch?v=pUrKIOIhaGo

Því miður er 2019 ekki gott fræár fyrir birki en þó má víða finna tré með gott fræ. Slakt fræár ætti að vera enn meiri hvatning fyrir fólk til að fara á stúfana og leita uppi falleg tré með gott fræ. Með fræsöfnun hjálpum við náttúrunni til að hjálpa sér sjálfri.

Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnustaði til að fara í fræsöfnunarferðir.

Nánari upplýsingar veitir Áskell í síma 896 3313. Netfang: askell@land.is

A new forestry association – the Þórshöfn Forestry Association

Með News

A new forestry association, the Þórshöfn Forestry Association, was accepted this week as a member of the Icelandic Forestry Association. The Þórshöfn Forestry Association was formally founded on August 29, 2019 and its first chairman is Eyþór Atli Jónsson.

The Icelandic Forestry Association extends its warmest welcome to its newest member and wishes it all the best in the future!

Nýtt skógræktarfélag – Skógræktarfélag Þórshafnar

Með Fréttir

Nýtt félag bættist í hóp aðildarfélaga Skógræktarfélags Íslands nú í vikunni þegar Skógræktarfélag Þórshafnar var samþykkt inn af stjórn. Skógræktarfélag Þórshafnar er nýtt félag, en stofnfundur þess var haldinn 29. ágúst síðast liðinn. Formaður þess er Eyþór Atli Jónsson.

Skógræktarfélag Íslands býður nýja félagið velkomið í hópinn og óskar því velfarnaðar í störfum sínum!

The General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday

Með News

The 2019 General Meeting of the Icelandic Forestry Association starts on Friday, August 30th and runs through Sunday. This year the meeting is held in Kópavogur and hosted by the Kópavogur Forestry Association, which celebrates it’s 50th anniversary this year.

The meeting starts on Friday morning. In addition to regular meeting activities the meeting will include lectures and field trips.

Further information on the meeting is on the Icelandic Forestry Associations website (here) and news from the meeting will be posted on the Icelandic Forestry Association’s Facebook– and Instagram pages.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hefst á föstudaginn

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2019 hefst á föstudaginn 30. ágúst og stendur fram á sunnudag. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Kópavogi og er Skógræktarfélag Kópavogs gestgjafi fundarins, en það fagnar 50 ára afmæli í ár.

Að venju hefst fundurinn kl. 9:30 á föstudeginum með afhendingu fundargagna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir, þar sem skógarreitir og gróðurlendur í Kópavogi verða skoðuð.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, en auk þess verður hægt að fylgjast með gangi fundarins á Facebook– og Instagram-síðum félagsins.

Sérkjör fyrir félaga í skógræktarfélögum hjá Orkunni

Með Fréttir

Félagsmönnum skógræktarfélaga hafa nú um margra ára skeið boðist sérkjör hjá Orkunni, þar sem félagsmenn fá afslátt af eldsneyti og ýmissi vöru, auk þess sem ein króna af hverjum keyptum lítra rennur til Skógræktarfélags Íslands.

Nú hefur Orkan hækkað afslátt til félagsmanna og er hann nú 10 kr. á lítrann. Nánar má kynna sér sérkjörin á www.orkan.is/skograekt.

Office closed August 1-2

Með News

The Icelandic Forestry Association office will be closed on August 1-2 as all staff are on vacation or working outside. If you need to reach a staff member send an e-mail or call their mobile. E-mails and phone numbers are listed under Our people.

Aðalfundur 2019

Með Aðalfundir

84. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september 2019. Skógræktarfélag Kópavogs var gestgjafi fundarins, en það fagnaði 50 ára afmæli á árinu.

Fundurinn hóst að venju á föstudagsmorgni með ávörpum. Fyrstur tók til máls Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og því næst steig Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs í pontu. Næst flutti Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarp og að því loknu tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, til máls.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf – kynning á skýrslu og ársreikningi Skógræktarfélags Íslands, skýrsla Landgræðslusjóðs, kynning tillagna að ályktunum og skipun í nefndir. Að því loknu var komið að fræðsluerindum. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri í Kópavogi, fjallaði um Kópavog með grænum augum, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, fjallaði um loftslagsskóga og Kristinn H. Þorsteinsson sagði stuttlega frá fyrirhugaðri vettvangsferð dagsins.

Að hádegisverði loknum var svo haldið í vettvangsferðina. Byrjað var á því að heimsækja Þorstein Sigmundsson í Elliðahvammi og kynnast ræktun fjölskyldu hans þar, en því næst var haldið til Litladals við Lækjarbotna, þar sem Þröstur Ólafsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hefur ræktað upp yndisskóg við sumarbústað sinn. Því næst var haldið í Guðmundarlund, þar sem haldin var mikil hátíð með ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, vígslu nýs fræðsluseturs í eigu Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs og söng og veitingum.

Laugardagur hófst á nefndastörfum og að þeim loknum tóku við fræðsluerindi. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur fjallaði um birkikynbætur, Björn Traustason hjá Skógræktinni kynnti Avenza kortlagningaappið, Kristinn H. Þorsteinsson sagði frá því helsta úr 50 ára starfi Skógræktarfélags Kópavogs og Orri Freyr Finnbogason arboristi sagði frá starfi sínu við trjáklifur og trjáhirðu. Síðastur á mælendaskrá var svo Friðrik Baldursson, sem kynnti vettvangsferð dagsins.

Að loknum hádegisverði var gengið frá fundarstað í Fagralundi að Meltungu og svæðið þar skoðað, en þar kennir ýmissa grasa, með yndisgarði, trjásafni, rósagarði og mörgu fleira. Var gengið um svæðið og mikið skoðað og endað á hressingu.

Dagskrá laugardags lauk svo með hátíðarkvöldverði, sem haldinn var í Menntaskólanum í Kópavogi og hátíðardagskrá í boði Skógræktarfélags Kópavogs. Þrír félagar í Skógræktarfélagi Kópavogs voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu skógræktar, þeir Þorsteinn Sigmundsson, Pétur Karl Sigurbjörnsson og Friðrik Baldursson. Var þeim félögum sem áttu tugaafmæli á árinu líka færðar árnaðaróskir og voru mættir fulltrúar frá tveimur þeirra – Skógræktarfélagi Kópavogs sem fagnaði 50 ára afmæli og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps, sem er 80 ára. Einnig voru þau Elísabet Kristjánsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson gerð að heiðursfélögum Skógræktarfélags Íslands.

Á sunnudeginum tóku svo við hefðbundin aðalfundarstörf – afgreiðsla reikninga, ályktana og kosning stjórnar. Engar breytingar urðu á stjórn. Í varastjórn voru kosin þau Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga, og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

Fundargögn
Samþykktar ályktanir aðalfundar 2019 (.pdf)
Dagskrá (.pdf)
Starfsskýrsla og reikningar Skógræktarfélags Íslands (.pdf)
Starfsskýrsla og ársreikningur Landgræðslusjóðs (.pdf)
Kolviður – ársreikningur 2018 (.pdf)
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu – ársreikningur 2018 (.pdf)
Úlfljótsvatn sf – ársreikningur 2018 (.pdf)
Yrkja – ársreikningur 2018 (.pdf)

Erindi á fundi og fylgigögn:
Björn Traustason – Avenza Maps (.pdf)
Friðrik Baldursson – Kópavogur með grænum augum (.pdf)
Friðrik Baldursson – Trjásafnið í Meltungu (.pdf)
Friðrik Baldursson – Trjásafnið í Meltungu (grein) (.pdf)
Friðrik Baldursson – Meltunga – Ættkvíslarlisti (.pdf)
Friðrik Baldursson – Meltunga – kort (.pdf)